Fimmtudagur 8. september 2011 - Dansskóli og höfuðverkur

Dóttirin fór í fyrsta danstímann í dag ... eftir því sem fréttir herma var sá dans í meira lagi skrautlegur.

Hún vék ekki spönn frá kennaranum allan tímann.  Ja ... vék ekki spönn frá kennaranum ... jú, í eitt skiptið þegar hún settist út við vegg til að horfa á ...

Mér skilst að þátttaka hennar í tímanum hafi verið eitthvað dræm - það var helst undir lok tímans að hún fékkst til að gera eitthvað. 

Kannski fannst henni dansinn ekki við hæfi ... hún er vön að dansa við alvöru rokktónlist, vera í kjól og snúa sér í hringi ... í tímanum var boðið upp á "höfuð, herðar, hné og tær"!!

Höfum það líka í huga mín elskulega dóttir var sú eina sem mætti í dansskóm í tímann ... allir hinir voru á skokkaleistunum. 

Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst ...

---

Lauga hefur alltaf sagt að ég sé ofboðslega lélegur sjúklingur ... ég verði alltaf svo rosalega veikur, þó að "það sé ekkert að mér", eins og hún kýs að orða það.

Og af þessum sökum, þá ætlaði ég hreinlega ekki að verða eldri í morgun þegar ég vaknaði með dúndrandi höfuðverk fjórða daginn í röð ...

En það er ekkert skemmtilegt að lesa vísindagreinar og spá í gagnagreiningu verandi með súrrandi hausverk ... enda hef ég verið geðstirður ... jesús minn ...

Núna er ég þó allur að hressast ... hausverkurinn á undanhaldi ... bjartsýnin farin að láta á sér kræla.

---

Já og svo er kominn gálgafrestur á íbúðina ... við fáum 3 mánuði í viðbót þannig maður ætti að hafa tíma til að skera sig niður úr snörunni ... 

Nóg í bili ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband