Sunnudagur 29. maí 2011 -

Þá er helgin að baki ...

... húsfreyjan hefur ekki gengið alveg heil til skógar þessa tvo síðustu daga.  Hefur það að sjálfsögðu spillt ánægjunni svolítið.

Allt horfir þó til betri vegar.

---

Tani H er algjör grenjuskjóða ...

 
Tani H í góðum gír eða þannig ... útsteyptur í einhverjum fj***num í andlitinu ... kannski ekki furða að kappinn sé óhress.

Hann er búinn að grenja í svona um það bil 4 daga samfleytt ... kannski ekki samfleytt ... kannski meira svona að hann fer yfirleitt alltaf að grenja þegar hann er lagður einhvers staðar.

... og magnið sem fer ofan í blessað barnið ... hann mun snúa mig niður með vinstri eftir tvö ár ef þetta heldur svona áfram ...

Það veitir því varla af öðru en að halda sér í góðu formi. 

---

Ekkert lát er á áhuga og yndislegheitum systurinnar ...

 

--- 

Prinsessuævintýrið heldur áfram ... kjóll, dansskór og dans á hverjum degi ... jafnvel neitað að fara út öðruvísi en í kjól og dansskóm.  Það verður jú að vera hægt að dansa úti.

Það er aldrei samþykkt ... 

En sem betur fer, fer fókusinn á aðra hluti þegar komið er út ...

 

--- 

Að lokum er svo myndband af frökeninni að púsla þjóðfánum Evrópulanda.  Þetta púsluspil var keypt fyrir löngu síðan og hefur áhuginn á því farið stigvaxandi.

Líkt og með aðra sambærilega hluti hefur GHPL allt um það að segja hvort þetta púsluspil sé tekið fram eða ekki.  Í mínum huga er þetta bara skemmtileg tilraun ... og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hægt er að kenna þessum blessuðum börnum ...  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband