Mánudagur 23. maí 2011 - Vökur og heimkoma

Óhætt er að segja að kvöldi hafi verið ofurlítið töff ... þar sem báðir ormarnir harðneituðu að fara að sofa. 

Guddan var orðin svo rugluð að hún vissi alls ekki hvað hún hét. Þegar hún loksins slakaði á, sofnaði hún á innan við mínútu.

Tani H heldur uppi fjörinu og nú búinn að vaka í þrjá klukkutíma samfleytt.  Hann hefur verið ósköp ljúfur, svo framarlega að honum sé hossað vel og innilega. Því meira, því betra. 
Við Lauga höfum í dag verið að ræða það að kaupa málningarhristara ... svo mögulegt sé að leggja blessaðan drenginn frá sér í meira en tvær mínútur.

 

Guðrún var svo dæmalaust góð í dag, eftir að komst í veski móður sinnar að útbýta myndum sem þar var að finna.
Hverjum og einum var fengin sjálfsmynd ... og staðhæfði GHPL að passamynd sem tekin var af henni sjálfri í Sydney fyrir um 2,5 árum, væri af Tana H.

Þess vegna fékk hann að hafa þá mynd ...

Það er nokkuð víst að það verður enginn útundan hjá Guddunni ...

---

Að lokum er hér myndband sem sýnir þegar systkinin sáust í fyrsta sinn hinn 2. maí sl.  Það var sérstaklega beðið um að þetta "móment" væri "dokjumenterað" ... það var gert og hér er afraksturinn ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru nú dæmalausu dúllurnar þessi börn ykkar :) Og það er rosa gaman að sjá hvernig Guðrún bregst við bróður sínum, það þurfti greinilega að melta þetta svolítið enda ekki furða! Get varla beðið eftir því að hitta ykkur öll eftir tæpar 3 vikur!! Knús á línuna...

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 11:03

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Like!

Páll Jakob Líndal, 27.5.2011 kl. 07:54

3 identicon

Þessi prinnsessa... gullið mitt !.. er náttúrulega bara perla, snillingur..  

Abba (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband