Fimmtudagur 28. apríl 2011 - Gömul hrađasekt dúkkar upp - Guddan í stuđi

Betra er seint en aldrei ... Hćstiréttur Kaliforníu í Bandaríkjunum, Santa Clara "útibúiđ" sendi bréf sem mér barst í dag.

Efni bréfsins var skuld í vanskilum ...

... hrađasekt frá 30. júlí 2003 ...

Eftir ađ hafa keyrt skammlaust í fjórar vikur ţvert yfir Bandaríkin og lagt af baki rúmlega 9.000 km, voru ađeins eftir um 60 km til San Francisco, sem var endapunktur ferđalagsins, ţegar mótórhjólalögga náđi ađ spotta mig á 60 mílna hrađa ţar sem 50 mílur voru hámarkshrađi.  Ég var ađ taka framúr vöruflutningabíl í brekku skammt frá San Jose.

... ég varđ ekki glađur og lét lögguna hafa ţađ óţvegiđ ... en ţá Lauga tók til sinna ráđa: "Bobbi, ef ţú steinheldur ekki kjafti ţá endar ţú bara í "djeilinu"" Svo tók hún samtaliđ í sínar hendur á milli ţess sem hún sagđi viđ mig: "Hćttu ţessu röfli mađur ... andskotinn er ţetta eiginlega?!?!" ... eđa eitthvađ álíka ...

Jćja en allavegana ... ţá er ţessi sekt komin í leitirnar og mér settir afarkostir ... borga eđa eitthvađ verra ...

... ţađ er ekki nokkur vafi á ţví ađ Kalifornía er fjárhagskröggum ţessi misserin ... ađ grafa upp tćplega 8 ára gamla hrađasekt upp á $100, eyđa svo tíma í ađ finna út hvar í veröldinni mađur er niđurkominn og senda svo "vanskilabréf" yfir hálfan hnöttinn. Ţeir eru sniđugir Kanarnir ...

Annars vćri gaman núna ađ hafa myndina sem tekin var af mér skömmu eftir hrađasektina og birta hana hér á síđunni ...

---

Hér annars allt í fínu standi ...

... Guddan talađi ţessi líka lifandis ósköp ţegar viđ gengum heim af leikskólanum í dag.  M.a. sagđi hún mér frá flugu sem hafđi ratađ inn á leikskólann.  Hún sagđist hafa hlaupiđ ţegar hún sá fluguna fara upp í loftiđ og svo niđur "bsssssssss". Heilmikiđ handapat fylgdi međ. Svo var Gamli Nói allt í einu kominn á leikskólann og orđinn ađ miđpunkti í sögunni um fluguna.

Ţví nćst tók hún ađ syngja Gamla Nóa.

Hún sagđist vilja fá djús ţegar viđ kćmum heim og spurđi svona 100x hvort mamma sín vćri heima.  Ţegar á reyndi var móđirin ekki heima ţegar viđ komum og vonbrigđin leyndu sér ekki ... rétt komst hjá ţví ađ brynna músum ...

En hún fann út ađ gera ţetta ...


Háriđ bleytt í eldhúsvaskinum


Svona var nú ástandiđ eftir "hárţvottinn"

Ţá var frökenin send í bađ ... og ţegar hún kom upp úr ţví ...


Leitađ í dótakassanum


Svo var skroppiđ út á svalir og horft yfir nćsta nágrenni   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband