Laugardagur 16. apríl 2011 - Ættfræði og samband

Ég held, svei mér þá, að það sé bara að koma vor hér í Uppsala. Hitinn datt eitthvað upp fyrir 15°C og sól með köflum.

Lauga og Guddan skruppu í picknick út í garð í dag ásamt gestum sem hingað komu.  Sjálfur leit ég út í ofurlitla stund en annars var ég í óðaönn að sinna vinnu.

Reyndar tók ég smá útúrdúr frá vinnunni, til að svara tölvupósti frá Kanada. Þar var afkomandi Jakobs Líndal verslunarmanns á ferðinni en Jakob þessi var einn af þeim fjölmörgu sem fluttu vestur um haf í lok 19. aldar.  Afkomandinn hafði rekist á heimasíðuna mína og ákvað að senda mér línu til að grennslast fyrir um Líndals-nafnið.

Ég lagðist því ofurlitla rannsóknarvinnu en satt að segja er ég skammarlega illa að mér þegar kemur að ættfræðinni. En ég fann eitthvað út úr þessu og gat sagt með nokkurri vissu að viðkomandi væri ekki skyldur mér og ráðlagði honum að setja sig í samband við afkomendur Jónatans Jósafatssonar frá Miðhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Ekki lítið afrek það ...

Svo tók ég eina nemendaritgerð til yfirlestrar ... skil núna betur að ég fái skjölin mín öll útkrotuð frá leiðbeinandanum mínum.  Skjalið sem ég fór yfir var nánast rautt eftir yfirlesturinn ... hmmm ...

---

Gaman að segja frá því að Lauga vildi setja svona "sambands-status" á facebook.  Ég samþykkti að við værum "in relationship", sem er svo sem ekkert að samþykkja enda búin að vera saman síðan 1996 ...

... þrátt fyrir það hafa viðbrögðin við þessu "múvi" okkar verið nokkuð góð ... :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband