Laugardagur 19. mars 2011 - Vor í lofti og vangaveltur um lífið

Það er engu líkara en vorið sé á næsta leiti hér í Uppsala ... mæðgurnar skruppu út á svalir í hádeginu og nutu veðursins í fyrsta skiptið á þessu herrans ári ... 2011.

Atburðir síðustu daga og vikna hafa fengi mig til að spá mikið í lífið og tilveruna.  Það má eiginlega segja að fráfall Halls afa Laugu hafi "kickstartað" þessum pælingum enda skrifaði ég svolítið um þær þegar Lauga var á Íslandi í upphafi mánaðarins.

Í vikunni lenti Valtýr frændi minn í bílslysi. Hrikalega fréttir en sem betur fer virðist hann hafa, svona miðað við allt og allt, komist nokkuð vel frá því, þó hann þurfi þessa dagana að glíma við eftirköst. 

Í fyrrakvöld fékk ég svo þær fréttir að heilsu Leifs frænda míns væri að hraka mjög.  Það voru hörmulegar fréttir enda nánir og miklir vinir til síðustu tæplega 30 ára.

En í stað þess að sökkva í sorg og sút ... og bölva máttarvöldunum fyrir haga hlutunum með þessum hætti ... þá ákvað ég að líta á aðstæðurnar öðrum augum.

Ég ákvað að sýna þakklæti ...

... þakka fyrir að Valtýr skyldi sleppa þó svona vel úr slysinu og þakka fyrir allar stundirnar sem ég og Leifur frændi höfum átt á síðustu áratugum. 

Í stað þess að krefjast þess að fá meira, þá þakka ég fyrir það sem ég hef fengið ... og það er eins og nýjar gáttir opnist á tilverunni.

---

Þetta fær mig líka til að horfast í augu við það hversu ótrúlega merkilegt þetta líf er ... og hvað maður fær mikið tækifæri upp í hendurnar.

Samt lítur maður oftar en ekki á lífið sem sjálfsagðan hlut og maður metur ekki hversdagsleikann að verðleikum ... talar um "hinn gráa hversdagsleika" ...  þetta er náttúrulega ótrúlegt bull.  Það er í raun ekkert til sem heitir "grár hversdagsleiki", því hver dagur, sem maður lifir, er auðvitað kraftaverk.

Það er langt því frá sjálfsagt að vakna á morgnana og komast lifandi í gegnum daginn.

Enn lengra frá því að vera sjálfsagt, er að maður sé frískur og hafi andlega og líkamlega burði til að komast í gegnum daginn. 

Og ennþá lengra er síðan það að njóta gæfu og velgengni yfir daginn. Samt verður maður iðulega drullufúll ef hlutirnir ganga ekki smurt hjá manni.

Hver hefur lofað manni því að maður vakni frískur að morgni og njóti svo velgengni uns maður leggur sig á koddann að kvöldi?

Enginn ...

Ef maður er svo stálheppinn að vakna frískur og njóta velgengni ... væri þá ekki nær að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, leggja sig fram um að njóta þess og láta gott af sér leiða ... frekar en að vera alltaf að heimta meira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill hjá þér Bobbi!

Linda (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 17:22

2 identicon

Það vantar big like takkann fyrir mig núna! Svona á maður að hugsa á hverjum einasta degi...eins og Sr. Auður sagði eitt sinn; "Ég er í sumarfríi á hverjum degi"......mér finnst þetta svo ótrúlega viturlegt viðhorf! Af hverju að bíða með að gera allt það sem mann langar til þess að gera þar til síðar? Kannski verður ekkert síðar!  Nota skal hvern dag til þess að njóta til hins ítrasta...auðvitað þarf maður samt alltaf að áminna sig-af hverju í ósköpnum???

SiggaDóra (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:18

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir þessi komment :D

Páll Jakob Líndal, 21.3.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband