Þriðjudagur 8. febrúar 2011 - Refsing, vinna og 50 ára afmæli

Í kvöldmatnum var brotið blað ... 

Guddan neitaði að borða hrísgrjónagraut og í mótmælaskyni tók hún sig til og sneri fullri skálinni á hvolf og fór allt út um allt eins og vænta mátti ...

Einkunnin fyrir þetta framtak var mjög bág og var Syd, í fyrsta skipti á ævinni, sett inn í herbergi í refsingarskyni.

Refsingin stóð mjög stutt yfir og var náð í mjög sorgmæddan stubb innan við mínútu eftir að hann hafði verið settur inn í herbergið.

Fullkomnar sættir náðust skömmu síðar og var GHPL hin hressasta þegar hún tók aftur til við að borða grautinn. Talaði með kúffullan munninn ... svo mikið að maturinn átti til að detta útúr henni.  

---

Dagurinn hefur annars liðið bæði hratt og vel. Núna er undirbúningur fyrir þriðju og síðustu rannsóknina í doktorsverkefninu mínu á fleygiferð.

Þrír nemendur við Uppsalaháskóla hafa verið dregnir inn í verkefnið sem aðstoðarmenn, þannig að nú verða hlutirnir að ganga smurt ... síðuhaldari er kominn í skrúfstykkið, sem herðist jafnt og þétt. 

---

Svo er afmælisdagur Toppu systur í dag ... hún er hvorki meira né minna en 50 ára í dag ... segi það og skrifa!!

Frábær systir sem ég á!!


Þarna eru þær ... afmælisbarn dagsins, Bína og Guddan ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband