Annar í jólum 2010 - Geysilega góð jól

Við erum búin að hafa það alveg geysilega gott hérna í Uppsala þessa fyrstu daga jólanna.

Allt með hinu rólegasta móti ... en góð og hamingjurík samvera er það sem stendur upp úr öllu saman ...

 

Skruppum t.d. á snjóþotu í gær ... 

Til að byrja með vildi Guddan helst að foreldrarnir væru bara á snjóþotunni og sjálf vildi hún horfa á.  Svo rættist úr og loks var varla nokkur leið að fá hana til að hætta renneríinu.  Þessu lauk þó með því að hún yfirgaf bara svæðið ...

Í dag var svo málningardagur ... síðuhaldari og Guddan máluðu baki brotnu meðan Lauga las í bók.

 

 

Í kvöld fórum við svo í alveg súperfínt jólaboð til Sverris og Dönu ... hrein snilld!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband