Þriðjudagur 7. desember 2010 - Að kaupa ekkert

Seint verður nú sagt um mig að ég sé mikill talsmaður verslunarferða og þess að vera sífellt að kaupa eitthvað.  Ég hugsa að það væru fáar verslunarmiðstöðvar og -götur væru í heiminum ef allir höguðu sér eins og ég að þessu leytinu til.

En um daginn var ég, ásamt mæðgunum, í hinni árlegu jólapakkainnkaupaferð, að þessu sinni í Gränby Centrum.  Þetta var sumsé ferðin þar sem stubbur tók að æpa "hjálp, hjálp" í allar áttir.

Allavegana þá rákumst við á hóp fólks sem var að mótmæla innkaupum fyrir jólin.  Hópurinn þrammaði fram og aftur um verslunarmiðstöðina og bar út boðskapinn.

Mér þótti þetta merkilegt ...

... vegna þess að ég skildi ekki og skil ekki enn boðskapinn ... 

Ef maður gefur sér að allir sem voru í verslunarmiðstöðinni hefðu nú bara tekið undir þetta sjónarmið og labbað út ... og það yrði engin jólaverslun yfir höfuð ...

Hvað þá? 

Er ekki alltaf verið að tala um mikilvægi þess að viðskipti eigi sér stað, einfaldlega til að samfélögin missi ekki allt lóðrétt niður um sig? 

---

Annars hefur þessi dagur farið í greinarskrif og gagnagreiningu ... og nú er það stöff allt saman komið í yfirlestur hjá leiðbeinandanum mínum.

Reyndar fór hluti dagsins í söngæfingar enda er verið að bæta á lagalistann ... það er náttúrulega ekki endalaust hægt að syngja "Bed of Roses" með Bon Jovi.

Svo sá ég einhvern smáhluta af leik Íslands og Svíþjóðar í handbolta sem sýndur var á einhverri sjónvarpsrásinni nú í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband