Sunnudagur 5. desember 2010 - Að fá ístru

"Ég er mikið búinn að grennast eftir að ég hætti að borða hveitibrauðið og skipti yfir í rúgbrauðið" sagði ég við Laugu við morgunverðarborðið í morgun.

"Já, er það?" spurði hún.

"Já, þú sérð það alveg ef þú horfir hérna" sagði ég afar sannfærarndi, rauk upp af stólnum, reif upp bolinn og benti með vísifingri á síðubitana. 

"Mmmhmm ... "  Hún kinkaði kolli en sagði svo: "Þarftu ekki að æfa magavöðvana meira?"

"Ha? Jú, kannski ... en það er nú ekki mikið utan á þeim."  Ég spennti magavöðvana og kleip í spikið. "Þú sérð það ... "

"Sko ... " Svo varð löng þögn og ég settist aftur. "Mér finnst þú vera að fá ístru."

"Ha?"

"Já, það er bara eins og magavöðvarnir séu að slappast og þetta sígur bara allt fram ... mér finnst bara eins og þetta hafi verið að gerast á síðustu vikum ... eða kannski er ég bara fyrst að taka eftir því núna."  Hún smellti höndinni undir kinnina, þar sem hún sat við borðið.

"Nei, nei ... þetta eru bara buxurnar sem ég er í núna sem gera mig bara svona."  Ég stóð upp frá borðinu, fór inn í svefnherbergi, úr joggingbuxunum og í gallabuxur.  Gekk svo fram í eldhús aftur. "Þú sérð það bara núna ... finnst þér ég með ístru núna??" 

"Mmmm ... ég veit það ekki." Aftur löng þögn. "Finnst þér ég leiðinleg að segja þetta?"

"Ha?  Nei, nei ... alls ekki ..."

 

En fari það í fokking röndóttan!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær frásögn af morgunverðarspjallinu!  Spurning um að skipta aftur yfir í hveitibrauðið, nú eða þjálfa magavöðvana betur, því ég er hræddur um að Lauga hafi rétt fyrir sér. Stundum sér maður ekki það hjá sjálfum sér sem hreinlega blasir við (láttu mig þekkja það) og ef einhver veit að betur sjá augu en auga þá er það Lauga

Stjóri (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband