Fimmtudagur 23. september 2010 - Að missa sig

Í kvöld missti ég mig ... 

... eftir að dóttirin hafði tekið fríkað kast í verslunarmiðstöðinni Gränby Centrum.  

Lauga fór í matvöruverslun að kaupa pylsur.  Ég og Syd biðum frammi á meðan.  Dóttirin ekkert nema "attitjúd".

Velta sér í gólfinu, klifra í stiganum, frussa, grenja, öskra, lemja og sparka var það helsta á verkefnalistanum hjá henni. 

Ég var pollrólegur ... og leyfði henni að gera allt nema að djöflast í stiganum ... nennti því ekki.

Svoleiðis gekk það töluverða stund ... en svo ákvað ég að reyna eitthvað að tjónka við hana ... tók hana upp.

Og hún trompaðist ...

Enn var ég pollrólegur. 

Svo birtist Lauga og sumir gjörsamlega tjúlluðust ...

Ég ákvað að fara með hana út og setja hana á hjólið meðan Lauga náði í afbragðsgóðan tailenskan mat sem við ætluðum að fá okkur.

Syd brjáluð ...

Lauga kom út með veigarnar ... pylsurnar og tailenska matinn ...

Við leggjum hjólandi af stað heim ... dóttirin gólar eins og stunginn grís ... 

...

Á þeim tímapunkti missi ég mig ... 

---

Í gegnum tíðina hef ég átt það til að missa mig og á það ennþá til ...

Litla "dýrið" á heimilinu hefur þó tekið mig í margar kennslustundir á sl. 2 árum í því að hafa hemil á skapsmununum ... og ég er orðinn 10x betri en ég var ...

Svona eftir á er samt alltaf leiðinlegt þegar maður missir sig ... maður segir og gerir einhverja fáránlega hluti, sem maður meinar ekki baun með.

Það er eitthvað svo hrikalega "ókúl" við missa sig ...

... sérstaklega þegar maður er að fást við tveggja ára.


Litað af hjartans list ...


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sjáðu þenna engil.. haggast ekki....

Abba (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:55

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

;) ... verð greinilega að setja inn myndir þar sem frekjan er í hámarki :)

Páll Jakob Líndal, 26.9.2010 kl. 10:01

3 identicon

Sigrún og Hulda lásu þessa sögu sér til skemmtunar hulda að hekla og sigrún í tölvunni báðar drekka te og borða súkkulaði en ekki hvað? bobbi þú ert frábær og svo er bara að muna að þolinmæði þrautir vinnur allar ;) börn taka á

sigrún og hulda (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:06

4 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Takk kærlega fyrir góða og uppbyggilega kveðju! :)

Ég er alltaf að læra það betur og betur að þolinmæði þrautir vinnur allar :D

Sjálfstjórnin er í örum vexti ... þó enn sé mikið verk óunnið :)

Páll Jakob Líndal, 30.9.2010 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband