Miðvikudagur 4. ágúst 2010

Skrapp í góðan fótbolta í kvöld ... en andskoti er vont að láta traðka á tánum á sér í takkaskóm.  Það henti mig þrisvar sinnum í kvöld ... síðasta skiptið var það alversta.

Deginum hefur verið varið í heimasíðugerð ... og munu íslenskar viðbætur sennilega birtast á heimasíðunni minni á morgun.  Þannig að allir geta beðið spenntir.

---

Vek athygli á skoðanakönnuninni til vinstri ... minni á að það er veðmál í gangi hér í Uppsala, þannig að það er eiginlega bara alveg nauðsynlegt að allir tjái skoðun sína.  Ég er að safna þrjátíu svörum og aðeins eru fimm komin.

Koma svo ...

---

Sydney Houdini brillerar á hverjum degi núna.  Hún er alsæl með að vera komin heim til Uppsala á nýjan leik.

Í kvöld svæfði hún sjálfa sig með því að hoppa í rúminu þangað til hún lagðist örend niður og sofnaði á mettíma.

Hún er líka búin að vera að æfa sig í að synda.  Ekki skil ég hvar hún fékk þessa sundhugmynd, en hún byggist á því að sitja upp í sófa eða í rúmi eða á stól og teygja hendurnar niður á gólf og láta fæturna koma síðast niður.  Þetta gengur vonum framar hjá henni, sérstaklega í ljósi þess að hún hefur ekki farið í sund síðan í febrúar 2009.  Hér í Uppsala kostar 85 sænskar krónur (um 1400 ÍSK) á mann að fara í sund ... slíkan munað leyfir maður sér ekki.

Þá er Syd líka búin að finna út úr því hvernig hægt er að nota handföngin á skúffunum í eldhúsinu sem stiga til að komast upp á eldhúsborðið ... það skal af gefnu tilefni tekið fram að sú iðja er ekki leyfð.´

Talningar eru í hávegum þessa dagana ... yfirleitt hefst talningin á átta og endar á tíu.  Gildir einu hversu margar einingar er verið að telja í raun og veru.

Það almerkilegasta af öllu finnst mér þó vera sú blákalda staðreynd að ég er orðinn einn mesti og besti vinur dóttur minnar af öllum í heiminum ... það hefur bara gerst eftir að við komum út aftur. 


Sumir undir stýri á Sauðárkróki í júlí sl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Velkomin heim til Uppsala!
Skegg eða ekki - alltaf töffari! Nema kannski þegar hafmeyjubrjóst og óléttubumbur spretta fram... hvað er málið með það?... :O)
Allavegana... mikið er ég glöð fyrir þína hönd að þú sért í náðinni hjá fröken Guðrúnu þessa dagana, örugglega mun skemmtilegra en að láta grenja á sig. Vona bara að það standi sem lengst...

Bið að heilsa stelpunum þínum, knús á línuna
HGB

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 4.8.2010 kl. 23:00

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir mín kæra :)

Páll Jakob Líndal, 5.8.2010 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband