Sunnudagur 30. maí 2010 - Eurovision

Mér finnst alltaf áhugavert að sjá viðbrögð fólks víða í Evrópu í kjölfar úrslita í Eurovision.

Árlega má sjá og heyra hversu ömurlega mikil spilling og pólitík sé þar á ferðinni.  Að flytjendur og lagahöfundar njóti sjaldan eða aldrei sannmælis.  Aldrei hefur það verið verra en einmitt nú þegar austantjaldslöndin eru orðin svona mörg.

Og núna eftir sigur Þýskalands, má velta fyrir sér hvaða "pólitík" og "spilling" hafa ráðið úrslitum.  
Þjóðverjar eiga sér nefnilega svo rosalega marga pólitíska "bandamenn" ... eða hvað?  Ekki var lagið gott!!!

Það má slíka spá í alla pólitísku spillingarpésana sem kusu Noreg og Ísland í fyrra.  

---

Í glæsilegu og skemmtilegu Eurovision-partýi sem Sverrir og Dana héldu í gærkvöldi voru, að því ég best veit, Íslandi greidd atkvæði bæði með hægri og vinstri.  Annað kom vart til greina að mati viðstaddra.

Pólitík og spilling??

Eða kannski bara sú tilhneiging fólks að vilja halda með "liðinu" sínu (landinu í þessu tilfelli).

---

Niðurstaða mín er eins og oftast áður sú að ólíkur smekkur fólks á lögum ráði töluvert miklu, menningarmunur ræður svolitu, en fer sífellt minnkandi vegna þess að tilveran er öll að "glóbariserast".

Í þriðja lagi er það búseta fólks.  Íslendingar búa í Danmörku, Rússar í Eistlandi, Tyrkir eru út um allt o.s.frv.  Vegna landfræðilegrar staðsetningar sinnar hafa margir tækifæri á að gefa landi sínu atkvæði sitt, af nákvæmlega sömu ástæðu og við í partýinu í gær kusum öll Ísland.

Af hverju í ósköpunum með pólitík í huga gáfu t.d. Eistar rússneska "ofurtenórnum" 10 stig? Serbar gáfu Bosníumönnum 12 stig og öfugt?  Er það vegna bræðralags og vinskapar á síðastliðnum árum?

Það eru væntanlega allir búnir að steingleyma Slobodan Milosevic.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband