Föstudagur 23. apríl 2010 - Útgáfa

Í dag var haldið útgáfuhóf í Öskju, líffræðihúsi HÍ, til að fagna útgáfu Náttúrufræðingsins.  Að þessu sinni er heftið tileinkað Arnþóri Garðarssyni líffræðingi.  Mér var boðið til þessa fagnaðar en átti nú ekki heimagengt ... ætti nú ekki að koma á óvart.

En það sem er gaman að segja frá er að í ritinu er grein sem ég skrifaði ásamt Sigrúnu Helgadóttur.  Hún ber heitið "Maður og náttúra" og fjallar um áhrif náttúrunnar á sálarlíf fólks.

Ferlið er svo sannarlega ekki búið að vera átakalaust, því við Sigrún skiluðum greininni inn til yfirlestrar sumarið 2008.  Þá um haustið varð Arnþór sjötugur og átti að koma út rit af því tilefni.  En allt fór í pattstöðu, þar til nýlega að ákveðið var að ganga frá þessu.

---

Þessi dægrin er Guddan alveg ótrúlega "móðursjúk" og ótrúlega lítt gefin fyrir föður sinn.  Ég er bara hreinlega ekki að fatta þetta ...

... ég sem er alltaf svo skemmtilegur og hress ...

Koma tímar, koma ráð ...

---

Annars hefur þetta verið mjög árangursríkur dagur, þar sem unnið hefur verið að skrifum tveggja greina. 

... það má reikna með massífri útgáfu af minni hendi þegar líða tekur á árið ...

---

Tók þessa mynd af þeim mæðgum þegar þær komu af leikskólanum í dag ...

 

********************************
10. dagur í líkamsrækt árið 2010 (3. tilraun)

Fór út að ganga í 50 mín í morgun og skokkaði 4 km í kvöld (var þungur og stífur)

Aftur út á morgun
********************************

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband