Sunnudagur 28. febrúar 2010

Þetta hefur verið rólegur dagur ...

... mestur hluti hans hefur farið í spjall og vinnu, en nú sem stendur er undirbúningur fyrir Íslandsferðina í hámarki ... allt að skríða saman í þeim efnum ...

---

Þessi dagur hefur meira að segja liðið án þess að ég hafi verið að pæla neitt sérstakt ... enda sagði Lauga við mig undir kvöldið að ég hefði verið alveg sérstaklega rólegur í dag ...

... nei, annars þegar ég hugsa um það hef ég verið að pæla í einhverju í dag ...

... ekki er það nú neitt sem er sérstaklega gagnlegt ... og þó ...

... en svona til að gefa innsýn inn í hugarheim minn hef ég mikið verið að spá í hvort besti rokksöngvari sögunnar eigi við einhver alvarleg raddvandamál að stríða þessi dægrin ... ég er auðvitað að tala um Paul Stanley, söngvara KISS ...

KISS var að spila í þýska sjónvarpinu í gærkvöldi, í þætti sem heitir "Wetten, Dass" ... fínt "sjóv", eins og alltaf en það var ósköp að heyra í karlinum ...

Annað hugðarefni var Djúpivogur ...
... sem er alveg sérstakt áhugasvið hjá mér, eftir að ég var að vinna að gerð aðalskipulags þar ...

Frábærir hlutir hafa verið gerðir þar að mínu mati og hugsunarháttur þeirra sem þar halda um stjórnartaumana heldur betur mér að skapi.  Þar er að sjálfsögðu fremstur í flokki, oddvitinn Andrés Skúlason.

Tækifærin í sveitarfélaginu er svo mörg og mikil að suma daga vildi ég óska að ég gæti skipt mér í tvennt ... eða kannski væri betra að fjölfalda sig ...
... já, suma daga vildi ég getað fjölfaldað mig, skroppið til Íslands og gert eitthvað gagn þarna fyrir austan ...
... svoleiðis dagur var hjá mér í dag ...

---

Svo er ég kominn í alveg rosalega skemmtilegar pælingar varðandi umhverfissálfræðina og tengjast þær sjálfbærni-hugtakinu ... það hefur lengi verið stefna hjá mér að tengja það sem ég hef verið að gera í mínu doktorsverkefni við sjálfbærni.  
Og fyrir nokkrum vikum opnast allt í einu glufa sem ég stakk mér í ... og þessar pælingar eru eins þægilegar og að vera í góðum heitapotti.

---

Dóttirin hefur líka verið alveg frábær í dag ... og ég hef verið að pæla í henni og því sem hún er að gera mikið í dag ...
Við Lauga vorum að ræða um hvað skipti börn máli í uppeldinu ... og mín skoðun er sú að mestu skipti litlar skammir, fáar en skýrar reglur, viðurkenning á réttum tímapunkti, svigrúm og nöldur í algjöru lágmarki. 

Nöldur er alveg ótrúlega leiðinlegt, en ofmetið fyrirbæri ... að vera sífellt að kvabba og röfla í börnum "ekki gera þetta", "já, passaðu þig", "usssussuss, þetta má ekki", "láttu þetta vera" ... í alvörunni ... hver nennir að láta röfla svona í sér allan daginn, dag eftir dag?!?
Blessuð börnin láta þetta yfir sig ganga fram eftir aldri, vegna þess að þau hafa ekki vit á öðru og þegar þau hafa öðlast nægt vit er búið að drepa niður mikinn hluta af meðfæddu frumkvæði og áhuga ...

... kvabbið, nöldrið og röflið er að mínu mati einhver mesti skaðvaldur í uppeldi barna ... samt er voðalega sjaldan talað um það.
Meira talað um að hrósa og hrósa ... ekki skal ég gera lítið úr því, en mér finnst hrós harla lítilfjörlegt þegar búið er að nöldra, kvabba og kveina allan heila daginn.
"Þú ert algjörlega frábær, en viltu samt gjöra svo vel að hætta þessu, láta þetta í friði, haga þér almennilega, passa þig á að fara þér ekki á voða og vera nákvæmlega eins og ég vil að þú sért!"
... þversagnakennt?!?


Tilraun dagsins ... sest í skál ...

---

Niðurstaðan er því sú að ég er búinn að pæla fullt í dag ... eins og stundum áður ...

*********************
8. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)

Fótbolti í 70 mínútur - gaman!

Út að hlaupa á morgun
********************

**********************
7. dagur í líkamsrækt árið 2010 (2. tilraun)

Hjólaði 23 km í frekar þungu færi og kútveltist á snjóþotu
**********************
********
7. dagur í ekki-kók-drykkju (2. tilraun)

Skolaði niður einu glasi með kvöldmatnum
*******

********
6. dagur í ekki-kók-drykkju (2. tilraun)

Skolaði niður einu glasi
********

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er í raun aðdánunarvert að þeir nenni þessu ennþá karlarnir hehhe....

Þóra (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband