Þriðjudagur 19. janúar 2010

Það er langt síðan ég upplifði aðra eins þrautagöngu og í taekwondoo-tímanum í kvöld ... hann var rosalegur. 
Maður hlýtur að komast í gott form í þessu prógrammi ... það er morgunljóst.

---

Vann í morgun áfram að hinu skemmtilega verkefni sem barst mér í hendur í gær.  Vann þetta í samstarfi við Auði Ottesen og upp úr hádeginu, var klár þessi líka fína skýrsla.  Verkefnið miðaðist sumsé að betrumbæta skólastofu hjá Janusi endurhæfingu ehf.  Verður mjög fróðlegt að heyra hvernig þetta fellur í kramið.

Þá vann ég að gerð aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps.  Áhugavert verkefni þar.

---

Guddan er í miklu stuði ... er enn í þeim fasa að vilja setja mat í hárið á sér.  Í dag sturtaði hún mylsnunni úr Cheerios-pakkanum sem hún hefur verið borða upp úr síðustu vikur, á matarborðið.  Því næst mokaði hún mylsnunni í hárið á sér og svo bætti hún um betur með að setja ofurlitla súrmjólk á sama stað.

Sú stutta er af þessum sökum búin að fara í bað síðastliðin þrjú kvöld ... en í kvöld var ákveðið að dusta það mesta úr hárinu og láta þar við sitja.

*****************
13. dagur líkamsræktar árið 2010

Taekwondo-æfing í 2 klukkutíma

Á morgun ... róður og stigvél samtals í 30 mín
***************** 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband