Sunnudagur 10. janúar 2010 - Matur og spjall

Lauga sagði kl. 17 í dag að við værum ekkert búin að gera annað í dag en að spjalla saman og borða ... og bætti því við hvort ekki væri kominn tími á kaffi ...

Ég sagði pass.  Lauga fór fram og fékk sér vínarbrauð og mjólk.  Matar- og spjalllota frá kl. 8 - 17 er ágætt.  Ég ákvað að vinna svolítið eða til kl. 19.30 og þá var aftur matur.

---

Guddan vaknaði með hita í morgun ... sem var ekki skv. plani.

Kaffiboði sem við ætluðum að vera með var "kansellað", og verður "rísketsjúlað" líklega á morgun.

---

Líkt og raunin varð í síðustu hitalotu dótturinnar fyrir jólin, var DVD með Dodda dregið fram, enda nokkuð tryggt að meðan hann er í tækinu, hafi sú stutta hægt um sig.

40°C hiti kl. 22 í kvöld ...

... og tæplega -17°C úti ...

*****************
4. dagur í líkamsrækt 2010

Fótbolti í 70 mín. 

Frí á morgun.
****************

Ég er viss um að þessi mynd hefur aldrei komið fyrir augu almennings fyrr ... þetta er eitt meistaraverkið úr smiðju listakonunnar Guðrúnar.  Mér skilst að það heiti "Hafið" ... er samt ekki viss ...

Það er heilmikil hugsun að baki þessu verki, svo mikið er víst ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband