Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Þriðjudagsþruma - dagur nr. 2 í leikskólanum

Jæja, þá er þessi blessaði dagur senn á enda ... hann hefur verið lærdómsríkur, sérstaklega fyrir yngsta fjölskyldumeðliminn.

Það var lagt í 'ann kl. tæplega 9 í morgun.  Við komuna á leikskólann var farið beint út að leika ... eða skoða aðstæður, eins og það var nú í tilfelli dagsins.
Það var mikið horft á útileiksvæðinu í dag, já, öll ósköpin ... en áhugi fyrir að kynnast krökkunum var hinsvegar mun minni.  Í flestum tilfellum fór dóttirin bara að gráta þegar einhver lægri en einn metri á hæð nálgaðist hana ...

... eitthvað mjög ógnvænlegt við það ... en það var í góðu lagi, meira að segja mjög góðu lagi, að fólk hærra en einn metri á hæð umkringdi hana ... dálítið öfugsnúið finnst mér ... ekki gott að skilja hvað gengur á inni höfðinu á afkomandanum.

Eftir útiveruna var farið inn ... gekk fyrsti hluti inniverunnar stórslysalaust ...

... því næst matur og svefntími.

Svefntíminn stórkostlegur fyrir viðstadda, allavegana fannst mér það ... sjá 15 krakka á aldrinum 1,5- 2,5 ára liggja saman hlið við hlið og fara að sofa.  Gekk alveg merkilega vel samt ... og sumir hrutu eins og feitir miðaldra karlmenn ...

GHPL átti dálítið erfitt með að sofa ... vildi fyrst alls ekki leggja sig útaf en gaf sig þó.  Tók þá við löng stund þar sem legið var með opin augun ... nýjar aðstæður kölluðu greinilega á nýja nálgun við að sofna ...

... eftir hálftíma barning við augnlokin, fór daman til fundar við Óla Lokbrá.

Sá fundur var nú samt í styttsta lagi, því 40 mínútum síðar var fundinum slitið.  Aðrir fundarmenn héldu fundinum áfram og sváfu vært.

Eftir svefninn var Sydney Houdini hin hressasta, las bók, púslaði og hljóp um gólfin, algjörlega í sínum eigin heimi ... og grét frekar lítið ...

Upp úr því urðu svo vaktaskipti hjá okkur Laugu, þannig að ég var ekki viðstaddur síðasta klukkutímann á leikskóladvölinni í dag.

Kl. 15.30 mættu mæðgurnar stálslegnar heim ... þar með var degi nr. 2 lokið ...

Komið heim eftir dag nr. 2 á leikskólanum by you.
Mæðgurnar gómaðar á tali við dagmömmuna í næsta stigagangi ... þær eru allar miklar vinkonur.

---

Af öðru er það að frétta að ég er nú aftur tekinn til við að skrifa fyrirlestrana, sem hafa verið í vinnslu í dágóðan tíma.  Fer nú líklega að sjást fyrir endann á þeim ... enda verður það líka að vera ...

... verkefnin hrúgast inn ... 

... það nýjasta er að skila einhverju inn fyrir IAPS-ráðstefnu sem haldin verður í Leipzig í lok júní-mánaðar.  Svo er ráðstefna í Melbourne í júlí ... verð að sjá til með hana ...
Ég þyrfti eiginlega að fá debetkort með aðgangi að tékkareikningi Bill Gates ... það er svo voðalega mikið sem þarf að borga næstu mánuði.

Sendi líka nokkur email samkvæmt venju ... og talaði ofurlitla stund við Stebba bróður ... 

Svo vil ég minna alla lesendur Múrenunnar - í Uppsala á aðalfund samtakanna Umhverfis og vellíðunar, sem haldinn verður í Gerðubergi á morgun miðvikudag kl. 19.30.

Þar verða m.a. tveir stuttir en áhugaverðir fyrirlestrar, fluttir af Sherry Crul, skógfræðingi og Kristbjörgu Traustadóttur, meistaranema í umhverfissálfræði. 

Nóg í bili ...

Mæðgurnar by you.
Mæðgurnar komnar inn eftir ævintýri dagsins ...


Mánudagsmetall III - Fyrsti dagurinn í leikskólanum

Þetta var stóri dagurinn ... fyrsti dagur dótturinnar í leikskólanum.

Hún var mjög hress í morgun þegar hún vaknaði, og svaraði engu þegar hún var spurð hvort hún væri spennt.
Eftir hafragrautinn, var hún drifin í peysu og regngalla, því þessa dagana gerir lítið annað en að rigna ... en það er svo sem í lagi mín vegna.

Tilbúin að fara í leikskólann í fyrsta skipti by you.
Fremur óskýr mynd af "leikskólafaranum" árla morguns, þegar við vorum orðin of seint ... eins og alltaf!!

Við fengum góðar móttökur þegar við gengum inn í Alexina Förskola ... var heilsað með pompi og prakt.  Sú stutta beið ekki boðanna, óð inn tók til við að leika sér.  Lítil feimni þar á ferðinni.

Allt gekk þetta nú bara vel ... Guddan var afar örlát á dótið sem hún lék sér með, gaf kubba til hægri og vinstri, stóð síðan upp og hljóp eina salibunu á mottunum lagðar höfðu verið á gólfið ... einmitt í þeim tilgangi að hlaupa á þeim.  Svo settist hún aftur, og gaf fleiri kubba ... og svo koll af kolli.

Það kom þó að þeim tímapunkti að sú litla gerðist heldur stórtæk og ruddist í gegnum kubbaborg sem einn snillingurinn var búinn að byggja með töluverðri fyrirhöfn.  Sá var nú ekki par hrifinn og stjakaði við þeirri stuttu. 

Guddan átti sér einskis ills von, datt beint á botninn og súrnaði gamanið skyndilega.  En það lagaðist þó fljótt, en þá tók ekki betra við. 
Aðdragandi þess var að GHPL varð endilega að fá "eitt dót", sem annar var með (var sumsé að rífa af leikfélaga sínum eins og það heitir víst).  Sá brást ókvæða við og ýtti frökeninni allhastarlega.  Hún ýtti á móti, en var þá slegin í andlitið.  Súrnaði þá gamanið á nýjan leik.

Aftur rjáltaðist sorgin af þeirri stuttu og hún tók einn hlaupatúr yfir allar motturnar ... og nálgðist dyr í hinum enda herbergisins.  Ekki vildi betur til en dyrnar voru opnaðar samtímis.  Ennið rakst í hurðina og Sydney Houdini datt beint á rassinn.  Ekki var hrifiningin mikil og nú var komin kúla á ennið í ofanálag ... nokkra stund tók að settla málið.

Enn og aftur var reynt fyrir sér ... en þá var ýtt í bakið á henni þannig að hún datt framfyrir sig og ennið í gólfið ... á nákvæmlega sama stað og hurðin hafði lent á skömmu áður ...

... og var dömunni allri lokið ... og kom til föðursins sem sat skammt frá og hafði fylgst með öllu saman ...

Frekari tilraunir voru reyndar ... en sú stutta var orðin hvupinn þannig að lítið þurfti til að hún færi að gráta, og var síðasti hluti fyrsta leikskóladagsins allharmþrungin stund.  Reynt var af alefli að taka þátt en hjartað var orðið lítið eftir allar ófarirnar ...

Eftir tveggja tíma dvöl var farið heim ...

Eftir fyrsta skóladaginn by you.
Reynslunni ríkari ... eftir fyrsta skóladaginn

... þar sem Guddan sofnaði úti vagni á mettíma eftir ævintýri morgunsins.

Síðan hún vaknaði hefur hún hinsvegar verið með allra hressasta móti ... fór niður á spítala með mömmu sinni að setja upp eyrnalokkasýningu ... og fékk mikið hól fyrir hversu þæg hún væri ... ekki amalegt það.

Taktar by you.

---

Frá mínum bæjardyrum séð var þessi morgun svolítið erfiður ... það er greinilegt að stelpuskottið á í mér hvert bein og mikið lifandis var það erfitt að fylgjast með öllum þessum óförum og sjá hvernig sjálfstraustið fór þverrandi eftir því sem leið á morguninn.  Sjálfur var ég orðinn hálfmeir af þessari "hörku" ... en þetta er nú víst bara lífið ...

... menn og konur verða að kunna að berja frá sér ef svo ber undir ... og það verður litla stelpan mín að læra, þó það geti verið erfitt ... 

... en auðvitað eru það viðbrigði að fara úr umhverfi þar sem allt snýst um mann, í þennan frumskóg þar sem hver verður að "berjast fyrir tilveru sinni" ...

Sjáum til hvernig gengur á morgun ... þá verður 5 tíma törn ...


Sunnudagurinn 18. október 2009

Hef verið með eindæmum latur í dag ...

... meira að segja í fótboltanum í dag, nennti ég bara ekki að hlaupa ... til hvers að vera í fótbolta upp á þau býti? 

Nenni alls ekki að blogga ... hef hugsað mér að fara sérstaklega snemma að sofa í kvöld ... enda stór dagur á morgun ...

... fyrsti skóladagur fröken GSyd ...

Við, ég og hún, munum mæta stundvíslega kl. 9 á leikskólann og vera til kl. 11.  Ég er búinn að vera að segja henni frá því sem stendur fyrir dyrum, en einhvern veginn virðist henni vera nákvæmlega sama ...

... en verður henni sama á morgun??  Það er stóra spurningin ...

Hér er mynd af tilvonandi "leikskólafara" að taka flugið á flugstöðinni í Helskini ...

Flugstjóri í Helskini by you.

... og hér er lesið fyrir félagana ...

Lesið fyrir félagana by you.


Laugardagurinn 17. október 2009

Deginum hefur verið eytt í flest annað en að vinna ... þrátt fyrir að ég hafi nú ætlað mér að gera það í upphafi hans ...

... en ég nennti því bara alls ekki ...

... þess í stað svaraði ég nokkrum tölvupóstum, skrifaði sendibréf til góðs frænda míns, og tók til við að klippa myndband úr Finnlandsferðinni sem við fórum í byrjun september.

Ég er með tiltölulega nýtt klippiforrit sem ég kunni ekkert á, og því tók það dálítinn tíma að finna út úr því ... en afurðin er hérna ...

 

Eitthvað var verið að kvarta yfir myndaleysi af dótturinni ... 

... hér er ofurlítið til að sefa sárasta sultinn ...

Mitt í leikfangahrúgunni by you.

 


Föstudagurinn 16. október 2009

Það er alveg ljóst að Gudda getur einhvern tímann orðið snjöll á tölvur ... í það minnsta tókst henni að kenna mér nokkur "trikk" í morgun ...

Í fyrsta lagi, þá er hægt að stoppa og setja af stað youtube-video með því að slá á bilslána ... það vissi ég ekki að væri hægt ...
Í öðru lagi, sýndi hún mér að það er hægt að "súmma" inn og út í Word með því að halda rúllutakkanum á músinni niðri meðan rúllað er ... skilurðu hvað ég meina??
Í þriðja lagi, gat hún fengið tölvuna til að tala!!  Tölvan las þá allt sem stóð á skjánum hjá mér?!?! Að stoppa talið tók langan tíma ... og ég hef ekki hugmynd um hvernig á að fá talið aftur á ... skiptir ekki máli ...
Í fjórða lagi, sneri hún skjámyndinni um 90°, þannig að best var að lesa á skjáinn útafliggjandi ... hressandi ...

Allt þetta tók hana 10 - 15 sekúndur að framkvæma ... þegar hún slapp í tölvuna hjá mér í morgun ...

Þessi dagur hefur verið býsna keimlíkur gærdeginum, þar sem vinna við Aðalskipulag Djúpavogshrepps tók mestan tímann.

Set hér inn hluta af "móttöku-proppsinu" sem beið mín þegar ég kom af Arlanda-flugvellinum á þriðjudaginn ... en auk þessa héngu blöðrur á veggjum, borðar niður úr loftinu og Gudda í kjól með tvær spennur í hárinu ... alveg sérstaklega huggulegt ...

Velkominn heim by you.

Fyrir neðan "Velkominn heim" var þessi mynd eftir "tölvusnillinginn" ...

Teikning 13102009 by you.

Og til samanburðar má sýna þessa, sem var gerð þann 7. júní sl., einmitt daginn sem GHPL varð 1 árs ... hefur henni farið fram??

Teikning 070609 by you.


Umhverfissálfræði

Þessi frétt kemur ekkert á óvart, þar sem vísindamenn á sviði umhverfissálfræði hafa sýnt fram á svipaðar niðurstöður í áratugi.

Því miður virðast niðurstöðurnar ekki hafa skilað sér nema að litlu leyti inn á borð hönnuða og stjórnvalda ... úr þessu þarf að bæta ...

... þess vegna vek ég athygli lesanda á fundi samtakanna Umhverfi og vellíðan, sem eru samtök áhugafólks um áhrif umhverfis á heilsufar fólks.

Fundurinn verður haldinn í Gerðubergi, þann 21. október nk. kl. 19.30.

Allir hjartanlega velkomnir!!

Facebook-grúppan er hér.

 

Vek líka athygli á umfjöllun Vilmundar Hansen um samtökin í nýjasta hefti Sumarhússins og garðsins.

 Sumarhúsið og garðurinn


mbl.is Græn svæði bæta geðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtudagur 15. október 2009

GSyd hefur sýnt glæsilegar kúnstir í dag ... hún er búin að dansa, syngja, hlaupa og klifra ... og er nú þegar þetta er skrifað komin í draumaheiminn, líkt og viðeigandi er fyrir barn á hennar aldri.

Glæsilegust voru þó tilþrifin þegar hún sýndi hversu stór hún færi, sem var fylgt eftir með mikilli kraftasýningu.  Svo mikilli að hún varð blóðrauð í framan af áreynslu og stundi heil ósköp ... það er líklega ekki dónalegt að vera svo hrikalega stór og sterkur.

Ég hef áður minnst á, held ég ... á samband Guddu við kústinn og fægiskófluna.  Þetta samband er mikið að þróast þessa dagana ... hreint og klárt ástarsamband, mjög fljótlega, er ekki ósennilegt.  Það sama á við um DVD-ið með Dodda.  Hreinn og fagur dagur getur snúist upp í hreina martröð fyrir þá stuttu, sé henni neitað um að horfa á 6 - 8 þætti af Dodda ... þetta er nú meira aðdráttaraflið sem leigubílstjórinn í Leikfangalandi hefur?!?

Vinsældir Bastians bæjarfógeta hafa aftur á móti dala svolítið upp á síðkastið ...

Til tilbreytingar set ég ekki inn mynd af Guðrúnu ... þess í stað af hinni frábæru móður hennar ... myndin er tekin úti í Svíaborg, skammt utan við Helskini, gegnum fallbyssuhlaup í byrjun síðasta mánaðar ...

Horft út um fallbyssuhlaupið by you.

Af okkur hinum eldri er það að frétta að ég er búinn að vera að vinna í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps í allan heila dag, fyrir utan að ég eyddi morgninum í að svara emailum og spáði aðeins í niðurstöður rannsóknarinnar minnar ...
Lauga hefur, auk hefðbundinnar vinnu, verið að vinna í markmiðunum sínum í dag ... er komin með 50 markmið. 

Vilji maður vita hvert maður stefnir, eru markmið mikilvæg ... alveg eins og þegar maður fer eitthvert þar sem maður þekkir ekki til, er gott að hafa kort af "pleisinu" ...
Samt eru bara 3% fólks sem setur sér markmið ... 1% fólks setur sér markmið og fer eftir þeim ... einn af hverjum hundrað ...

Horfði á netupptöku af þættinum um hrunið, sem sýndur var á RÚV á þriðjudagskvöldið ... mikið er ég feginn að hafa ekki vitað af öllu því sem mögulega gat gerst ... verandi suður í Ástralíu og með mjög svo þverrandi "budget" og nokkurra mánaða gamalt barn.  Þetta myndband rifjaðist upp fyrir mér eftir áhorfið ...


 


Miðvikudagur 14. október 2009

Jæja, þá er fyrsti vinnudagurinn eftir hina miklu USA-ferð á enda runninn.

Í dag hitti ég leiðbeinandann minn Terry Hartig eftir dálítið langan tíma.  Hann hefur verið á ferðalagi út og suður, vítt og breitt en er nú kominn heim aftur til að sinna nemendum sínum. 
Við áttum ágætt tal og vorum að leggja á ráðin með næstu skref í rannsókninni ... nú eru komnir 299 þátttakendur, sem er nokkuð góð tala ...

Í kvöld bjó ég til smá tölfræðipakka hana honum, svo hann gæti aðeins séð um hvað málið snýst ...

Hér eru nokkrar tölur ... kynjahlutfall í rannsókninni minni er 60-40 konum í vil og meðalaldur er um 40 ár.  Þessi aldur er reyndar nokkuð athyglisverður, því flestar rannsóknir hafa verið gerðar á nemendum á fyrsta ári í háskóla ... helst nemendum í sálfræði ... það þýðir að aldur þátttakenda er yfirleitt á bilinu 22 - 25 ára ...

Svo hef ég þurft að svara alveg rosalega mörgum emailum í dag ... eitthvað um 50 email biðu mín eftir ferðina góðu ... af öllum stærðum og gerðum ...

Fréttir af mæðgunum er góðar ... báðar í stuði þessa dagana ...

Gudda er alltaf að taka upp á nýjum og nýjum siðum ... í dag var mesta stuðið að biðja um eitthvað að drekka og spýta því svo út úr þér.  Ekki veit ég hvar hún lærði þetta ... ?!?!  
Hún hætti þessum æfingum eftir að móðir hennar tók hana á beinið ...

... sem gerist nú ekki oft ... þess vegna er betra að hlýða.

Svo er verið að plata mig til að fara til Melbourne næsta sumar ... á sálfræði-ráðstefnu sem þar verður haldin, svo er líka önnur álitleg ráðstefna í Leipzig næsta sumar.  Þá er ónefndur árlegur fundur vísindamanna í umhverfissálfræði í Svíþjóð, sem halda á í Gautaborg í næsta mánuði ...
Það er augljóst að maður þarf eitthvað að taka upp veskið á næstunni ... 

Slútta þessu með einni mynd ... þessi mynd er frá því í september í fyrra, þegar Sydney Houdini gat ekki setið upprétt án hjálpar ...

Setið með smá hjálp by you.

 


Kominn frá NYC

Jæja, þá er maður mættur aftur til Uppsala, eftir árangursríka ferð til USA ...

... ég áttaði mig á því núna hvað ég er djöfulli skemmtilegur ferðafélagi ...

Og hvað var gert ... alveg fullt ...
- KISS-tónleikar í Madison Square Garden ... auðvitað!!

KISS Madison Square Garden

- Söngleikurinn Mamma Mia á Broadway Winter Garden ... ekki slæm ákvörðun það!

Mamma Mia Broadway

- Vaxmyndasafnið Madame Tussauds á 42. stræti ... versta ákvörðun ferðarinnar!

Bítlarnir

- Þriggja tíma sight-seeing umhverfis Manhattan með Circle Line ... mjög góð ferð!

Frelsisstyttan

- Útsýnisferð á "Top of the Rock" ... frábært útsýni yfir Manhattan af þaki Rockefeller-byggingarinnar!

Top of the Rock

- Ground Zero og Battery Park ... fínn göngutúr!
- Brooklyn-brúin ... gaman að rölta yfir það verkfræðilega meistaraverk!
- Times Square ... fylgjast með mannlífinu þar!

Times Square

- Rölta Broadway Avenue allt frá Lower Manhattan upp á 107. stræti ... stórmerkileg gata!
- Sofa á subbulegu hóteli, West Side Inn Hotel and Hostel ... mæli ekki með því! 
- Skoða Empire State bygginguna ... ekkert smá flott!

Anddyri Empire State

- Njóta veðursins og mannlífsins ... æðislegt!
- Borða mjög góða Angus-nautasteik á Dallas BBQ á 42. stræti ... mæli ekki með staðnum fyrir hjartveika!


Farinn til NYC

Þessi tvö atriði eru alveg ný af nálinni ...

Nýi svipurinn by you.

Skálin undir hökunni by you.

Annars er ég farinn til New York ...

... Madison Square Garden á laugardaginn ... Buckcherry og KISS ...

Kannski að maður smakki á KISS M&M í ferðinni ...

medium by you.

Tölvan og vinnan ... hvort tveggja skilið eftir heima ... nú er það bara frí = ekkert blogg fram á þriðjudag ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband