Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Af hverju er ...

... bæjarstjórn Mosfellsbæjar svona mikið í mun að eyðileggja Álafosskvosina?
mbl.is Mosfellsbær mun ekki kæra niðurstöðu Skipulagsstofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegur vinkill

Doktorinn Guðbjörg Hildur Kolbeins kemst að athyglisverðri niðurstöðu þegar hún segir mynd framan á fermingarbæklingi Smáralindar vera blöndu saklausrar barnæsku og stellinga úr klámmyndum.

"Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum." 

Þessi fullyrðing ber frjóu hugmyndarflugi Dr. Kolbeins fagurt vitni.

Því miður get ég ekki birt myndina hér á vefsvæði mínu, hún er of dónaleg til þess, en áhugasamir geta kíkt á bls. 50 í Fréttablaðinu í dag.


Er í lagi að lemja í andlit manns með hafnarboltakylfu?

Ég hef svolítið verið að spyrja mig þeirrar spurningar hvort mér beri að finna til með Geir Þórissyni sem þarf að dúsa í fangelsi í Bandaríkjunum, reyndar slæmu fangelsi, fyrir það að hafa lamið mann í hnakkann og í andlitið með skelfilegum afleiðingum fyrir fórnarlambið.  Það gæti nú verið fróðlegt að heyra hvað fórnarlambið hefur um málið að segja ... hvað myndi maður sjálfur segja ef maður yrði sleginn með hafnarboltakylfu í andlitið?

 


Skiptir auðlindaákvæði í stjórnarskrá máli?

Það er gaman af því hversu ólíkar mannskepnurnar eru.  Í Fréttablaðinu í dag kemur til dæmis fram að Brynju Björk Garðarsdóttur fjölmiðlakonu, finnst að þingheimur ætti nú að fara að snúa sér að öðrum og mikilvægari málum en hugsanlegu auðlindaákvæði í stjórnarskránni.  "Ég átta mig nú lítið á því hvað fólk er að fjargvirðast yfir þessu öllu saman" segir hún. 

Þetta er sjónarmið sem Múrenan og fleiri ættu að taka til gaumgæfilegrar athugunar ... skipta auðlindir lands og þjóðar ef til vill engu máli?


mbl.is Áfram reynt að ná samkomulagi um auðlindamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru tölvuleikir skaðlegir???

Eftir að hafa horft á þetta litla myndband

http://www.youtube.com/watch?v=kBVmfIUR1DA&mode=related&search

má spyrja sig hvort tölvuleikir séu skaðlegir???

Vísa í þessu samhengi til bráðskemmtilegrar sögu, sem ég birti um daginn hér á blogginu.


Meira um Kjalveg ...

Sigríður Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri lætur eftirfarandi orð falla í umræðu í Blaðinu í dag, um uppbyggðan Kjalveg: "Ég er á móti því að aðgangur að hálendinu sé aðeins fyrir sérútbúna jeppa og sé ekki náttúruverndina á Kili í dag að þeysast þar um í rykmekki á holóttum vegi."

Hvað er málið með þessi rök að hálendið sé aðeins fyrir einhverja útvalda?  Ég veit ekki betur en það séu rútuferðir á nokkuð vægu gjaldi þvers og kruss um hálendið allan þann tíma sem vegir þar eru á annað borð opnir. Og viti fólk það ekki ... þá eru ferðafélög í landinu og einnig alls kyns félagastarfsemi önnur sem hefur að markmiði að ferðast um landið.  Þess vegna hafa langsamlega flestir tök á því að fara inn á hálendið kjósi þeir svo ... þó þeir geti ekki farið það á litla fólksbílnum sínum. 

Hvers virði er líka hálendið ef allir komast á öllum tímum fyrirhafnarlaust út um allt?  Hversu margir falla í stafi þegar þeir keyra yfir Holtavörðuheiðina, njóta útsýnisins og þess að vera uppi á öræfum, sem maður vissulega er, þegar upp á heiðina er komið?  Staðreyndin er sú að flestum leiðist að aka yfir Holtavörðuheiðina ... svo maður tali nú ekki um Norðurárdalinn!!  Hversu margir njóta leiðarinnar frá Fljótsdal inn að Kárahnjúkastíflu ... og þá meina ég "njóta leiðarinnar"

Svo má spyrja hvort bæjarstjórinn á Akureyri viti ekki að Kjölur hefur verið fólksbílafær um nokkurra ára skeið.  Hann er nokkuð seinfarinn fyrir fólksbíla ... en fær er hann á sumartíma.  Rökin um að leiðin sé aðeins fyrir útvalda jeppakarla falla því hér.

Svo virðist bæjarstjórinn ekki átta sig á að náttúruvernd felur líka í sér að gæta að hljóðvist.  Hversu stórt væri áhrifasvæði flutningabíls sem keyrir á uppbyggðum, malbikuðum vegi á Kili?  Hversu stórt er áhrifasvæði sérútbúinna jeppa á holóttum vegi til samanburðar?


Auðvitað á að prófa að fara alla leið

Þó tillaga borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar sé vissulega allrar athygli verð, þá hlýtur að vakna upp sú spurning hvort ekki væri ráð að fara alla leið í þessu máli og fella niður gjaldtöku í strætó ... að minnsta kosti tímabundið í tilraunaskyni.  Og gera þar með strætó að alvöru valkosti.

Leiðarkerfið þarf því miður að stokka upp aftur ... það virkar einfaldlega ekki, því leiðir vagnanna eru alltof langar og stundvísi í samræmi við það.  Slíkt hlýtur að bitna á eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem verið er að bjóða upp á, eins góð og hún er í "prinsippinu".


mbl.is Stúdentar fagna tillögu um lækkun fargjalda Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reason to live

Hér er eitt gott lag frá KISS - ef þú ert ekki KISS-aðdáandi skaltu hlusta, glæsileg ballaða eftir sálmaskáldið Paul Stanley ...

Reason to live

Video-ið er dramatískt - frá árinu 1987.  Lagið er af plötunni Crazy Nights.

Lagið er KISS-aðdáendum náttúrulega vel kunnugt ... þannig að ef þú ert einn slíkur, þá rúllar þú þessu að sjálfsögðu í gegn!!


Gott veganesti

Í gær hitti ég mann einn á förnum vegi,  við tókum tal og eftir dálitla "diskúsjón" var viðmælanda mínum orðið mikið niðri fyrir:

"Að hringja í Símann er eins og að hérna, ... að  hringja í fjandann.  Það svarar aldrei neinn!!!"

Af kvikindisskap mínum punktaði ég frasann hjá mér, eftir að tal okkar féll.  Mér fannst hann bara svo fyndinn!


Ástríða í matargerð!!

Mér finnst það bera vott um mikinn húmor hjá markaðsdeild niðursuðuverksmiðjunnar Ora að hafa slagorð fyrirtækisins "Ástríða í matargerð", því í mínum huga eru fiskibollur eða -búðingur í dós, grænar baunir, maís og rauðkál í niðursuðuumbúðum, að ógleymdri hinni sívinsælu tómatsósu, einmitt dæmi um alls enga ástríðu í matargerð ... 

Það skal þó tekið skýrt fram að ég er mikill aðdáandi framleiðslu Ora ... enda kokka ég af dauflegum áhuga.

 

 graenar_baunir


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband