Ökutíminn

Góđur vinur minn sagđi mér um daginn sögu af 16 ára frćnda sínum, sem er mikill áhugamađur um tölvur og eftir ţví sem mér skilst, međ augu rétthyrndari en rétthyrndasti rétthyrningur. 

En til allrar hamingju er tölvuáhuginn ţó ekki algjör, ţví einn daginn rankađi hann viđ sér og sagđist vilja lćra á bíl.  Foreldrunum hálfbrá ađ heyra tíđindin en fundu ţó til gleđi í hjarta sínu - kannski myndi nú litli demanturinn ţeirra hćtta lífi tölvuáhugamannsins og koma út úr hýđi sínu - jafnvel fá ferskt loft í lungun sín.

Viti menn, strax í fyrsta ökutímanum var hann nćrri búinn ađ drepa sig.  Ástćđan ef til vill reynsluleysi og ţó ...  ţví allt í einu fannst honum sem hann vćri staddur í tölvuleik einum og tók vinstri beygju, međ nákvćmlega sama hćtti og hann hafđi alltaf gert í tölvuleiknum.

Ökukennarinn var ekkert sérstaklega hrifinn, eins og nćrri má geta - tölvuáhugamađurinn sagđi hinsvegar bara "hjúkk", ţví ţarna hefđi hann geta tapađ einu lífi.

Ţađ held ég nú ...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband