Heimasíðugerð ... úff ...

Í dag hef ég heldur betur fetað inn í frumskóginn ... já, svo sannarlega!! 

Ég hef í nokkuð langan tíma, gengið með þá hugmynd að setja upp eigin vefsíðu.  Svona vefsíðu sem er faglegs eðlis ... síðu þar sem fólk getur lesið sig til um umhverfissálfræði og jafnvel tekið þátt í ofurlitlum rannsóknum, eða athugunum.  Já, það er ýmislegt sem ég er með á prjónunum í þeim efnum.

Og í dag hófst ég handa við að búa til heimasíðu ... og guð minn almáttugur ... þetta er nú ekki það auðveldasta sem ég hef komist í!!!  Fyrir það fyrsta er færni mín á tölvur mjög takmörkuð, áhugi minn á tölvum minni en færnin og síðast en ekki síst, er þolinmæði mín þegar ég fæst við tölvur neðan við frostmark!!

Og til að bæta gráu ofan á svart, er þessi andskotans internet-tenging hér hjá okkur hægari en allt hægt!!!  Klukkan 20:30 í kvöld var ég orðinn brjálaður!!  Ég gleymdi mér meira að segja einu sinni og barði í skrifborðið en gætti þess ekki að hin háæruverðuga Sydney Houdini, svaf vært skammt frá.  Þess má geta að hún kippti sér lítið upp við barsmíðarnar ... en móðir hennar brást ókvæða við!!

Það verður að segja eins og er að afrakstur dagsins er hörmulegur ... það má sjá hann með því að smella á eftirfarandi tengil www.palllindal.com ...
Augljóslega þarf ég eitthvað að líta betur á þetta ... en ef einhver kann eitthvað á heimasíðugerð, þá væri aðstoð vel þegin!

Af afkomandanum er allt gott að frétta, það hefur verið mikið um undankomur og töfrabrögð i dag ... en núna undir kvöld setti maddaman sig, algjörlega óaðvitandi, í slíkar stellingar að ekki var undan því komist að grípa myndavélina og hleypa af ...


Hvað getur maður sagt um þetta??  Barnið er rétt 8 daga gamalt og minnir mig helst á Kleopötru Egyptalandsdrottningu, eins og hún kemur fyrir í bókinni Ástríkur og Kleópatra, eftir þá Goscinny og Uderzo.


Já, og þetta ... ?!?


Og hérna stilla mæðgurnar sér upp fyrir myndatöku ... ekki amalegt myndefnið hér!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Lauga og Bobbi,  til hamingju með litlu Sydney, hún er ekkert smá yndisleg ég klökknaði nú bara við að sjá myndirnar, ég vissi ekki að hún væri komin í heiminn fyrr en núna rétt áðan.  Það  er alveg ólýsanleg tilfinning að fá barnið sitt í fangið í fyrsta skipti og ég veit að þið eigið eftir að standa ykkur vel kv. Sigurveig

Sigurveig (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 00:00

2 identicon

Frábærar myndir af Kleópötru og móður hennar! Um að gera að nota tækifærið og taka nóg af myndum þessa dagana því ef mágkona mín segir satt, þá gráta börn ekki fyrstu 2 vikurnar en svo verður sprenging...og grátinum linnir ekki fyrr en við 6 ára aldur

Heimasíðan www.palllindal.com mætti kannski vera örlítið notendavænni  

Stjóri (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 06:18

3 identicon

Hæ hæ. Ekkert smá sætar mæðgur - tilvonandi fyrirsæta sú litla.

Gangi ykkur vel í foreldrahlutverkinu og endilega skiptist þið á að sofa.......

 KV. Linda

Linda (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband