Sunnudagur 18. mars 2012 - Hitt og þetta, já og samningatækni

Jæja ... þá var tveimur áföngum lokið í dag ... kláraði að skrifa fyrirlestrana og kláraði skýrslugerð í tengslum við vinnu á Snæfellsnesinu.

Fyrir liggur Íslandsferð á miðvikudaginn og svo byrjar ballið ... fyrsta vers verður útvarpsviðtal í þættinum Okkar á milli kl. 9 á fimmtudagsmorguninn og svo tekur eitt við af öðru. Fjórir fyrirlestrar á þremur dögum í næstu viku ... hlakka til ...

Svo þarf að hitta hinn og þennan, já og skreppa svo í Óperuna þann 31. ... að sjá La Boheme eftir Puccini.

Ef allt gengur upp ætti þetta bara að verða hin allra besta ferð ... og jafnvel þótt það gangi ekki alveg allt upp ...

---

Lauga og allir hinir skruppu í góðan túr niður í bæ í dag, kaffihús og Dómkirkjan var dagskráin ...

... lukkaðist vel að sögn ...

---

Stubburinn er alveg að ná tökum á göngunni ... framfarir á hverjum degi, óhætt að segja það. Og hann er mjög ánægður með framfarirnar. Brosir sínu breiðasta ... á milli þess sem hann klórar sér í eyrunum. Annaðhvort er ofurlítil eyrnabólga að plaga hann eða jaxlataka. Það er svolítið á huldu.

---

Einn kennarinn Guddunnar taldi að hún myndi verða samningamaður þegar hún yrði stór ... enda þykir hún mjög snjöll í því að semja.

Sel það ekki dýrara en ég keypti en þó er ég ánægður með að heyra það því við Lauga höfum lagt töluvert á okkur til að kenna GHPL að semja ... persónulega held ég að það sé alveg svakalega mikilvægt að kunna svolítið fyrir sér í því. Enda hvorki gott að láta rúlla yfir sig né að rúlla yfir aðra.

T.d. við matarborðið bjóðum við henni yfirleitt upp á tvo valkosti ... annar valkosturinn er frekar slæmur en hinn vel þolanlegur fyrir hana en jafnfram þolanlegur fyrir okkur.
Velja á milli þess að borða 10 kjötbita eða fjóra. Kartöflur eða gulrætur.

Svo höfum við lagt okkur fram um að gefa svigrúm líka þannig að fjórir kjötbitar séu kannski ekki endilega alltaf fjórir kjötbitar heldur stundum þrír eða jafnvel fimm.

Þetta hefur líka gefist vel þegar þarf að díla við hana um nammi, djúsdrykkju og videogláp. Þar er gefið ofurlítið svigrúm og það er yfirleitt unnið "fram í tímann".
Þannig hefur reynst miklu betur ef maður vill fá hana til að hætta að horfa á video að segja töluvert áður en maður ætlar að slökkva að maður ætli að slökkva. Gefa smá svigrúm til að átta sig á að nú eru hlutirnir að taka enda.

Einu sinni var maður meira í því að segja bara "ok, nú er þetta búið" og slökkva fyrirvaralaust ... hitt er miklu betra ... klárlega ...

... mikilvægur punktur í þessu er þó sá að standa við "nokkurn veginn" orð sín um að slökkva, kannski gefa pínulítið tækifæri en þá bara lítið og bara ef það á við ... hvenær það á svo við er auðvitað algjört matsatriði.

Þetta hefur gengið svo vel að GHPL yfirleitt lýkur við umsamið áhorf, slekkur á tölvunni og stendur upp. ;)  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur í útvarpinu í morgun! Ég hefði að vísu frekar viljað Lick it up með Kiss þarna í restina en það er ekki á allt kosið :)

Stjóri (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 00:05

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

:) ... góður :D

Páll Jakob Líndal, 2.4.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband