Þriðjudagur 13. mars 2012 - Nóg að gera og börnin leika við hvern sinn fingur

Það er allt á fullu hér ... 

... doktorsverkefni, fyrirlestrar og heimasíðugerð í bland við söng og útihlaup er svona það helsta sem er á dagskránni.

Skrapp í kvöld að hitta einhverja hljómsveitargaura sem vildu fá mig í prufu. Gekk ágætlega en ég verð samt að segja að söngprufan var nokkuð stefnulaus :) .
Þeir ætla að testa einhverja í viðbót og hafa svo samband aftur ...

---

Blessuð börnin er í ágætisformi enda fá þau nú svo sannarlega athygli ... hér er horft og haldið í hendina á þeim allan liðlangan daginn ...

... hver myndi ekki vera hress undir svoleiðis kringumstæðum?

Það er hreint ótrúlegur munur að fara núna með GHPL á leikskólann, svona án þess að þurfa að taka stubbalinginn með ... maður er svona 100x fljótari að koma sér út úr húsi og svo er hægt að einbeita sér meira að Guddunni meðan á akstrinum stendur.

Stubbi sleppur líka við 4 klukkutíma í strætó á hverjum degi ... og getur nýtt tímann í eitthvað nytsamlegra ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband