Þriðjudagur 25. janúar 2011 - Umhugsunartími, ræðuhöld, já og sirkus

Jæja, áfram heldur baráttan ... býsna annasamur dagur að baki.

Fyrirlestrarskrif og pælingar í gangi, ásamt því að skrifa nokkur email og þvo stórþvott.

Nútímamaður gerir nokkra hluti samtímis ... 

---

Það er að æra óstöðugan að minnast á stjórnlagaþingið, miklu nær væri að velta fyrir sér hvað gerðist eiginlega í heilabúi konunnar sem byrjaði að éta sófa og stóla eftir að foreldrar hennar skildu þegar hún var 10 ára.

Þetta er nú eiginlega með því klikkaðasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt ... 

Maðurinn sem giftist bangsanum sínum virkar nú bara 110% eðlilegur í samanburði við þetta.

---

Nýjasta æðið hjá Syd er að segja "öööö ... hmmm ... " með tilheyrandi þögnum áður en hún svarar spurningum sem fyrir hana eru lagðar.  Nokkurs konar umhugsunartími greinilega.

"Hvaða bókstafur er þetta?"

(Ööööö ... mmmm ... )  "B."

"En hver er þetta?"

(Ööööö ... mmmm ... ) "Kjartan [galdrakarl - innskot síðuhaldari]." 

---

Svo eru orðin töluverð slagsmál um hver fær að hafa orðið, t.d. við kvöldmatarborðið. 

Iðulega er ég beðinn um að halda mér saman ...

Þá lítur stubbur þunglega á mig, sýnir mér flatan lófann og segir: "Pabbi ... sluta tala ... mamma tala ... Gí

"Ok" segi ég þá.

GHPL tekur þá til óspillra málanna ... iðulega einhvern veginn svona:
"Mamma ... (e-ð óskiljanlegt) ... ... (e-ð óskiljanlegt) ... tala ... sirkus ... (e-ð óskiljanlegt) ... 1, 2, 3, 5, 7, 8  leikskóla ... (e-ð óskiljanlegt) ... Dóra, Klossi ... (e-ð óskiljanlegt) ... heim!"

Þá segi ég: "Ok."  
En Lauga segir yfirleitt: "Ha!?"

Og enginn skilur neitt ... 

 

Illskiljanlegast finnst mér þó hvernig blessuðu barninu tekst alltaf að koma þessum sirkus inn í umræðuna ...

---

Þessi ferð í Cirkus Maximum þann 5. september sl. hefur greinilega haft meiri áhrif á Gudduna en mann óraði fyrir ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband