Mánudagur 24. janúar 2011 - Að hanga inni

Djöfull mundi ég ekki nenna vera í íslenska handboltalandsliðinu núna ... 

... 17 karakterar (þ.e.a.s. ef ég tel aukamanninn sem situr upp í stúku með), plús þjálfarateymi, plús aðstoðarfólk ... allir grautfúlir og rosasvekktir.

Mér finnst þessi vinna sem búið er að vinna með þetta lið á síðustu árum, ótrúlega flott ...

Þetta er svona til marks um hvað er hægt að gera fólk hefur stefnu í lífinu ... setur einhverja línu, hefur ránna í þeirri hæð að ekki er vitað hvort náist að hoppa yfir hana. Svo er allt sett í botn.

Ég man þegar Óli Stef hætti eftir Ólympíuleikana 2004 ... svaka svekktur ... sagðist hafa ætlað sér að ná í verðlaun á leikunum.

Ég horfði á Kastljósið þar sem verið var að ræða þessi mál við hann og hugsaði með mér: "Sjénsinn ... "

Fjórum árum síðar var karl kominn með Ólympíusilfrið um hálsinn ... 

Þetta var mér mikill lærdómur ... því þetta sýnir mér að það er allt hægt ... maður þarf bara að trúa og gera. Maður þarf að hanga inni ...

---

Aðdáun mín á KISS byggist líka mikið á þessu ... hvað er hægt að gera þegar maður hefur trú á verkefninu og vinnur eins og motherf****r. 

Tveir gaurar, bláfátækir hittast árið 1970.  Þeir eru ákveðnir í að verða rokkstjörnur ... og þeir verða rokkstjörnur.  Þeir hafa upplifað hæstu hæðir og lægstu lægðir ... samt alltaf haldið áfram.

Þeir hafa hangið inni hvað sem tautað hefur verið og raulað. Í dag fara þeir í tónleikaferðir sér til skemmtunar og spila fyrir mörg þúsund manns oft í viku mánuðum saman.

---

Það eru auðvitað til mörg svona dæmi ... en í mínum augum er þessi tvö dæmi rosalega flott ...

En það að lifa eftir þessu er ekki alltaf gaman ... það er mikið lagt undir og því er sárt og svekkjandi þegar uppskeran verður ekki eins og vonast er eftir ... 

... þá er mikilvægast af öllu að .. einmitt ... hanga inni ... halda áfram ...  

 ---

Hér er t.d. síðasta andartak leiksins í dag ... mega-svekkelsi fyrir landsliðið.

 

Guddan var svo áhugasöm um þennan landsleik að hún krafðist þess að fá að horfa á barnatímann í miðjum leik.

Ég hélt nú ekki.

Þreif hún þá umsvifalaust fjarstýringuna og ég fékk hin mikilvægu stjórntæki ekki aftur í hendur fyrr en hún var búin að kría út súkkulaði.

Svo plantaði hún sér beint fyrir framan skjáinn meðan hún át súkkulaðið ... og reif kjaft þegar ég sagði henni að fara frá.

Sem betur fer kom Lauga heim í sömu andránni ... 

Þetta er nú meiri frekjan!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband