13.1.2011 | 22:26
Fimmtudagurinn 13. janúar 2011 - Lestur og fleira
Það var dálaglegt upplitið á dótturinni þegar hún vaknaði í morgun ... eins og skorinn hrútur ...
Blessað barnið hefði nú mátt erfa eitthvað annað frá mér en þetta blóðnasarvesen ...
---
Annars hefur Syd verið í alveg hörkustuði í dag ... og rifið tiltölulega lítið kjaft ...
Hefur þó nokkrum sinnum sagt okkur Laugu að "sluta að tala" ... kannski er sú beiðni alveg réttlætanleg.
Það var engin snjóþotuferð farin í dag ... bara innivera og lestur ...
Gluggað í Andrés-blað ...
Gluggað í stóru prinsessubókina ...
---
Fór í dag og átti góðan fund með leiðbeinandanum mínum ...
... mikið af verkefnum framundan ... það er óhætt að segja.
Eiginlega svo mikið að ég fékk smá fiðring í magann ... sem gerist nú ekki oft þegar verkefni liggja fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.