Laugardagur 15. janúar 2011 - Sögur af stubb

Það gerðust tveir stórkostlegir hlutir í dag.

Fyrir það fyrsta tók dóttirin sig til og pissaði í kopp í fyrsta skiptið á ævinni ... og hlaut mikið lof fyrir.  Stór áfangi má segja.

Í annað stað sagði hún "já" þegar hún var spurð spurningar.  Hingað til hafa svörin yfirleitt verið "nei" og "á morgun".  En hún sem sagt sagði "já" ...

... og hver var þá spurningin sem fékk svona jákvæðar undirtektir ...

"Guðrún ... mátt þú vera upp á eldhúsborðinu?" "Já.

---

Í gær gerðust líka merkilegir hlutir.

Guddan var spurð að því hver væri bestur ...

"Pabbi er bestur" var svarið ... 

Það er eins og það sé eitthvað vit að komast í kollinn á henni ... það er alveg á hreinu ;) . 

---

Hreint magnað atvik átti sér einnig stað ...

Sverrir, Dana og Jóndi komu í heimsókn til okkar í gær að horfa á handboltaleikinn við Ungverja. Eftir leik ákváðum við Sverrir svo að skreppa út í búð að kaupa eitthvað í matinn.

Stubbur kom með ... og krafðist þess jafnframt að fá að hafa stóran hringsundkút með ... sjálfan Kaj krókódíl.

Svo var dröslast með þennan kút út um alla búð og ég var sífellt að röfla um þennan kút bæði við Sverri og Gudduna sjálfa ...

"Ég hef nú aldrei farið með neinum út í búð sem er með kút undir hendinni ... "
"Hvað ertu eiginlega að gera með þennan kút?"

o.s.frv. o.s.frv.

En Syd vissi sínu viti því rétt utan við búðina flaug hún á hausinn á klakabunka og það hefði ekki verið fyrir þá einskæru heppni að hún hélt á Kaj krókódíl, hefði restinni af kvöldinu sennilega verið varið á slysadeildinni.

Trýnið á stubb skall nefnilega beint á Kaj krókódíl sem bjargaði því sem bjarga þurfti.

Hér eftir mun Kaj krókódíll fá að koma með hvenær sem þess er óskað ... gjörsamlega athugasemdalaust.  

--- 

Loks er konfektkassamynd af mæðgunum ...  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha alveg dásamlegt að lesa færslurnar þínar, kíki oft hérna við og takk fyrir mig ... ;)

Rúna sem er ókunnug (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 00:27

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Hæ Rúna

Gaman að þér líkar það sem hér er sagt ... takk fyrir kveðjuna.

Kv. P.

Páll Jakob Líndal, 16.1.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband