Kemur ekkert sérstaklega á óvart

Er fólk ekki fíklar vegna þess að það virðir ekki takmörk að minnsta kosti hvað ákveðna hluti varðar?  Alkóhólistar demba í sig áfengi meira en góðu hófi gegnir, eiturlyfjaflíkar neyta meiri eiturlyfja en góðu hófi gegnir, kynlífsfíklar sækja í meira kynlíf en góðu hófi gegnir, o.s.frv. 

Þótt foreldrarnir hafi auðvitað ekki neitt annað í hyggju en velferð afkomanda síns, þá eru það gömul vísindi og ný, að skilvirkasta ráðið til að gera fíkil gjörsamlega snarruglaðan, er að fjarlægja í mörgum tilfellum "eina vininn" með valdi. Fíkn er miklu meira mál en svo, að á henni slokkni bara með einu "pennastriki" og viðkomandi sagt að nú sé bara komið gott af þessu.  Spurning hvort ekki hefði verið betra en að setja leikreglurnar fyrir tölvuspilaiðkun fyrir svona 5 árum eða ... en auðvitað er afskaplega auðvelt að vera vitur eftir á, ójá ...

Hinsvegar gætu einhverjir foreldrar litið á þetta sem víti til varnaðar!


mbl.is Tölvufíkill trylltist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband