Maður veltir fyrir sér

  1. Hvernig ætla Bretar og Bandaríkjamenn að lenda í stríðinu við hryðjuverkamenn?  Í Birmingham voru 9 handteknir í dag vegna gruns um að hafa eitthvað vafasamt í hyggju.  Breska lögreglan fylgist með að minnsta kosti 30 hugsanlegum hryðjuverkahópum í landinu.  Viðbúnaðarstigið í New York er svo hátt og taugaveiklunin svo mikil að það skerðir lífsgæði borgarbúa.  Skýrsla birtist um sóun fjármuna í Írak, mest af peningunum fór í öryggismál, í stað uppbyggingar.  Hvernig ætla menn eiginlega að koma sér út úr þessu bulli öllu saman?
  2. Hvers vegna getur fólk ekki þagað í jarðarförum - ég hef nú frá áramótum verið viðstaddur fjórar jarðarfarir.  Undantekningalaust hafa einhverjir snillingar byrjað á léttu spjalli og einhverju bévítans flissi meðan gengið er með kistuna út.  Hvað á svona virðingarleysi að þýða?  Á hvaða forsendum mætir fólk til athafnarinnar ef ekki til að votta þeim látna og ættingjum hans virðingu sína?
  3. Finnst framámönnum í Frjálslynda flokknum framkvæmd kosninganna á landsfundi flokksins í lagi í alvörunni?  Þá meina ég í alvörunni?
  4. Til hvers eru Íslendingar að veiða hvali?  Er þetta nauðsynlegt eða eru menn bara að sýna að þeir láti ekki segja sér neitt fyrir verkum?

Maður veltir þessu nú bara fyrir sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband