Þriðjudagur 11. janúar 2011 - Að borða hollt

Ekki veit ég hversu oft maður hefur heyrt að mataræðið skipti máli fyrir andlegt og líkamlegt ástand.

Milljón sinnum ... lágmark!

Í gegnum tíðina, hef ég samt tekið þann pól í hæðina að líta framhjá því. "Gúrkur og sesamfræ eru fyrir aumingja" hefur dálítið verið "attitjúdið" hjá mér. 
Maður étur bara það sem maður vill og hreyfir sig þá bara þeim mun meira.

--- 

Raunveruleikinn er hinsvegar allur annar því maður étur eins og hross en hreyfir sig lítið sem ekkert.  

---

Enda var svo komið í síðustu viku, eftir hátíðarnar að ég gat varla orðið hreyft mig fyrir stífleika og verkjum í vöðvum sem má rekja til subbulegs mataræðis annars vegar og fullkomins hreyfingarleysis hinsvegar ...

Ójá ... ég át eins og ég gat alla daga vegna þess að ég var alltaf alveg að fara að hreyfa mig ... en svo komst ég bara aldrei til þess vegna þess að það var alltaf kominn matartími þegar ég ætlaði að fara gera eitthvað. Þvílík óheppni!!

En svo fór þó loks að ég drattaðist í fótbolta í síðustu viku ... að drepast í skrokknum, gat ekki drullu, reifst bara og skammaðist og var viðbjóðlega tapsár. Hét því að spila aldrei fótbolta aftur.

Og af því það var svo leiðinlegt í boltanum og vont að hreyfa sig, þá hef ég ekki beinlínis fundið fyrir argandi löngun til vinna frekari afrek.

---

Þá settist ég niður með sjálfum mér og fór að hugsa um þessi mál í samhengi og hvenær ég yrði í standi til að byrja að hreyfa mig.

Þetta eru helstu staðreyndir málsins. 

1. Ég er að bólgna út af spiki.
2. Ég hef engan áhuga á því að bólgna út af spiki.
3. Ég verð að hreyfa mig til að bólgna ekki út af spiki.
4. Ég nenni ekki að hreyfa mig vegna þess að ég finn fyrir miklum stirðleika og verkjum í fótum.
5. Ein helsta ástæða þess að ég verð stirður og fæ verki í fæturna er subbulegt mataræði og óhófleg kókdrykkja.
6. Samt ætla ég að byrja á því að hreyfa mig áður en ég tek til í mataræðinu vegna þess að gúrkur og sesamfræ eru fyrir aumingja.

Þetta lítur svolítið út eins og vítahringur ...  

Þess vegna held ég að það þurfi að innleiða breytingar: Ég hlýt að þurfa að taka til í mataræðinu hjá mér til að geta hreyft mig og komið þannig í veg fyrir óhóflega spikmyndun sem er það sem ég kæri mig ekki um.

---

Breytingar á mataræði hófust sl. laugardag og strax í dag er ég bara allur annar ... gjörsamlega allur annar.

Mataræðið er samt ekkert eitthvað 100% en 100x betra en það var um hátíðarnar. 

---

Þetta er náttúrulega alveg "stupid" að vera 37 ára að kvarta og kveina yfir verkjum, og komast ekki út að hreyfa á sér r******ið.

Núna verð ég líklega að sætta mig við að ég, líkt og allir aðrir, hef gott af því að borða hollt.

--- 

Fyrsti liður í þeirri vinnu er að "kötta" út hveitibrauð (sem ég reyndar gerði í haust), minnka mjólkurneyslu, auka grænmetis- og ávaxtaneyslu, skera niður kók, sælgæti og kexkökuát, og borða minna af rauðu kjöti.  Já, og bara borða minna yfir höfuð.

Sjáum hvert þetta leiðir mann. 

Rifjum upp myndina sem birtist á þessu bloggi í sumar ... ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ein spurning. Þú talar um að éta eins og hross. Samanstendur matur þeirra ekki einmitt af gúrkum og sesamfræum, eða svo gott sem?

Já, og svo er auðvitað bolti í kvöld!

Guðmundur Sverrir Þór, 12.1.2011 kl. 08:22

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Enga svona staðreyndarökþvælu ...

"Hét því að spila aldrei fótbolta aftur" stendur í færslunni ...

Páll Jakob Líndal, 12.1.2011 kl. 09:23

3 identicon

BORÐAÐU BARA HOLLT OG HÆTTU AÐ VÆLA!!! :) mér finnst sesamfræ góð og gúrkur bara mjög góðar. Var einmitt með salat í gær sem í var sf , g og svo perur geggjað gott.

Þóra (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband