Laugardagur 8. janúar 2011 - Bíóferð og ábyrgð

Vegna áhuga míns á hvatningarsálfræði þá kemur það fyrir endrum og eins að fólk leitar ráða hjá mér hvernig það á að bæta líf sitt.

Eitt af því fyrsta sem ég geri þegar slíkt ber á góma er að slengja framan í fólk að það sé eins og það er vegna þess að það vilji vera þannig.

Flestir bregðast ókvæða við ... 

--- 

Tökum sem dæmi manneskju sem er að kvarta yfir því hvað lífið sé leiðinlegt vegna þess að það gerist aldrei neitt spennandi.

Viðbrögðin láta ekki á sér standa þegar maður segir: "Já, það er vegna þess að þú vilt hafa lífið leiðinlegt og óspennandi". 

"Hva ... heldurðu að ég vilji láta mér leiðast?!? Heldurðu að ég vilji lifa lífi þar sem ekkert spennandi gerist?!? Það VILL enginn lifa þannig lífi!!!"

"Af hverju er þetta þá svona leiðinlegt  hjá þér?"

Þá eru nægar afsakanir á reiðum höndum ... "ég hef ekki tíma", "ég á ekki pening", "ég er ekki í stuði", o.s.frv.

Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að ef þessi aðili trúir þessum afsökunum sínum, þá hlýtur hann með öðrum orðum að telja hag sínum betur borgið með því að gera ekki neitt skemmtilegt og spennandi ... 

Tækifærin eru út um allt en þau eru bara ekki nýtt ... það er valið að nýta þau ekki ... viljinn til að nýta tækifærin er ekki fyrir hendi.

Og ef tækifærin eru það sem gera lífið spennandi, þá hlýtur að mega segja að sá sem upplifir aldrei neitt spennandi vilji ekki upplifa neitt spennandi.

---

Málið snýst því um að ábyrgð ... þ.e. að bera ábyrgð á sjálfum sér.

Það er oft alveg svakalega erfitt vegna þess að það kallar á aðgerðir ... sem geta verið erfiðar og ógnvekjandi.

Það sem vinnst hinsvegar á móti er frelsi ... því um leið og ábyrgðin er viðurkennd sest maður í ökumannssætið.

Sem er gaman og spennandi ... en stundum erfitt og ógnvekjandi ...

---

Ég varð að skrifa um þetta í dag vegna þess að ég fékk svo fína tilvitnun senda í tölvupóstinn minn ... einmitt í dag.

"Þú er eins og þú ert vegna þess að svoleiðis langar þig til að vera. Ef þig raunverulega langar til að vera öðruvísi, þá ættir þú að vera að vinna í því í þessum töluðu orðum".
Það er Fred Smith stofnandi FedEx sem á þessi orð.

---

Af heimavígstöðvunum er það helst að segja að blað var brotið í dag þegar Houdini fór í fyrsta skipti í bíó.

Það var sýning kl. 13.10 í Filmstaden - Prinsessan Lillifee 

 

Upplifunin var mikil.

Það var talað í bíóinu ... þegar froskurinn birtist var kallað "Froskur" (reyndar á sænsku ... "groda") og þegar prinsessan flaug um var kallað "Prinsessa fljúga" o.s.frv.

Bíóferðin tók svo á að ekki dugði minna en 2 klst svefn á eftir til að jafna sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband