Föstudagur 7. janúar 2011 - Sirkusinn endurvakinn

Síðla sumars skruppum við í sirkus, sem er ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Syd upplifði þar einn af hápunktum ævi sinnar.

Frá þessu var sagt hér á blogginu einhvern tímann.

Svo ber við í dag, þegar, aldrei þessu vant, er kveikt á sjónvarpinu að sýnt frá þessum sama sirkus ... þ.e. Cirkus Maximus.

Þar með gafst tækifæri á að upplifa alla dýrðina á nýjan leik ... og ó já ... það var svo sannarlega gert.

Guddan stillti sér upp í svona 10 cm fjarlægð frá sjónvarpinu og fylgdist með hverri hreyfingu á skjánum og rak upp margvísleg fagnaðaróp á milli þess sem hún gerði tilraun til að kyssa vini sína úr sirkusnum.

 

Annars er ég búinn í dag að vera á fullu í að vinna í rannsókninni sem meiningin er að fari fram á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi síðar í þessum mánuði.

Þetta er rosalega spennandi verkefni sem þarna er á ferðinni og það verður alveg hrikalega spennandi að sjá hvað kemur út úr því. 

Djúpavogsskýrslan fór í yfirlestur til þriggja aðila í dag ... þannig að það mál er allt í góðum fasa.

Á hliðarlínunni bíður svo doktorsverkefnið en það mun sennilega detta inn yfir helgina ... leiðbeinandinn að koma heim úr fríi og tími til kominn að legga algjöra lokalokalokahönd á greinina sem ég er búinn að minnast oftar á, á þessu bloggi, en ég hef sjálfur áhuga á. 

Ef ég drykki brennivín þá held ég að ég myndi skoli niður einni vodka-flösku sama dag og ég sendi þessa f***ing grein til Journal of Environmental Psychology ... slíkur verður áfanginn.

Alltént verður full ástæða til að gera sér dagamun þegar sá áfangi næst.

---

Ekkert lát er á snjókomu hérna í Uppsala ...

 

... annars er engin ástæða til að kvarta yfir því ...

Andrés stórvinurinn á Djúpavogi sagði mér í gær að vindhraði í Hamarsfirði hefði náð 69 metrum á sekúndu í fyrradag. Til samanburðar má geta þess að 32 m/s teljast fárvirði ... þannig að það hefur eitthvað blásið ...

... og sennilega hefðum við ekki farið í heita pottinn í þeirri veðurhæð líkt og við gerðum í lok október, sama dag og ég hélt fyrirlestur í Löngubúð á Djúpavogi.

Þá var nú alveg slatta hvasst ... þó 69 m/s hafi verið í ljósára fjarlægð ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband