Færsluflokkur: Bloggar
3.5.2011 | 22:30
Þriðjudagur 3. maí 2011 - Allt í gangi
Það er óhætt að segja að sonurinn hafi verið sérlega iðinn við kolann í dag ... sjálfsagt búinn að drekka svona 10 lítra og móðirin farin að verða ofurlítið þreytt ;) ...
Nóttin var skrautleg ... Lauga vakti mig upp kl. 4.30 til að tilkynna mér að ég yrði að fara með GHPL á neyðarmóttökuna vegna þess að hún væri komin með svo hræðilega hálsbólgu.
"Jæja" hugsaði ég meðan ég var vakna ... "þetta er nú gæfulegt ... strephtokokka-sýking í einu rúmi og nýfætt barn í næsta ... þetta er alveg úrvals blanda!! Hvað hafði hún borðað? Hvað hafði hún gert??"
Lauga hringdi nokkur símtöl til að kanna hvað gera skyldi og fékk þær niðurstöður að koma kl. 7. Plan var sett upp ... og ég lagðist aftur upp í rúm ...
Stuttu seinna kom Lauga aftur: "Hólí mólí ... ég gleymdi að skila skattframtalinu ... fresturinn rann út á miðnætti ..."
Þögn.
"Jæja, Lauga mín ... ég held að þetta sé orðið gott í bili ... "
Stuttu síðar vaknaði Guddan ... og varð að fara fram í stofu þar sem Lauga var með stubb ...
Svo eru hlutirnir frekar mikið í þoku en allavegana þá gerðust þau stórmerki að öll vandamálin leystust á einu bretti ...
"Heyðu Bobbi ... ég held að Guddan sé ekkert svona slæm, hún er búin að hósta þessu öllu upp ... já og ég er búin að skila skattframtalinu"
Allar heimsins áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu ...
Kannski ekkert mjög skýr saga en endirinn var svo dásamlega góður að ég varð bara að setja hér inn til að hún gleymdist ekki.
---
Þegar ég kem fram í stofu nokkru síðar ... er GHPL að bjóða bróður upp á rúsínur ... lítið gekk þannig að hún át bara rúsínurnar sjálf (sjá mynd).
Eftir rúsínuátið var rokið fram í eldhús og náð í súkkulaðikex og boðið upp á slíkt ...
Súkkulaðikexkakan endaði svona ... stuttu síðar ...
Sem "álegg" í síma GHPL ...
---
Mér fannst það mjög fyndin tilhugsun að Guðrún væri að verða stóra systir ... ekki síst í ljósi þess hversu lítið stór hún er ...
... en skoðun mín á þvi hefur gjörbreyst ...
... því ég hef aldrei séð eitt barn vaxa jafnmikið á jafnstuttum tíma ... allt í einu er dóttirin orðin afskaplega mannaleg og stór ... mjög skrýtið :)
Og það sem meira er ... það hefur ekkert örlað á afbrýðissemi enn sem komið er ... þvert á móti hefur hún verið mjög upptekin af "litla barninu" og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega.
Og hér er stubbur síðdegis í stofunni ...
---
Svo eru margir að velta fyrir sér hvort systkinin séu lík ... hér er eitt sýnishorn ...
Lík eða ekki?? ;)
Akademiska Sjukhuset Uppsala 30. apríl 2011
Royal Prince Alfred Hospital Sydney 7. júní 2008
---
Guðrún fékk aðeins að skrifa á tölvuna í dag. Þegar svoleiðis háttar fær hún að láta gamminn geysa í tómu Word-skjali.
Í dag tókst henni að gera eitthvað ótrúlegt í Word-forritinu og ég spurði hana: "Bíddu nú við ... hvernig fórstu nú eiginlega að þessu?"
Svarið var stutt og laggott: "Bara fikta!!" Hún leit sigri hrósandi á mig.
---
Skrapp út í búð í dag ... og keypti meðal annars klósettpappír ...
... sá þá að klósettpappírsframleiðandinn LAMBI kids prentar slagorðið "soft and fun" á umbúðirnar hjá sér ...
Hvað pælingar skyldu búa þar að baki?!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2011 | 22:43
Mánudagur 2. maí 2011 - Myndirnar komnar í hús
Það var nú orðið tvísýnt um að systkinin myndu hittast í fyrsta skiptið á þessum sólarhringnum. Það hafðist klukkan rétt fyrir hálfellefu í kvöld.
Guddan var rétt nýsofnuð þegar hringt var ... og hún spratt upp eins og stálfjöður ...
Málið er nefnilega að það var ekki hægðartregða í fröken G. sem orsakaði hitann í gær því í morgun voru enn nokkrar kommur. Það þýddi enginn leikskóli og engin heimsókn á spítalann.
Við feðginin vorum heima og mæðginin á spítalanum ...
En nóg um það ... hér eru nokkrar myndir ...
30. apríl - Fyrsta myndin sem tekin var af blessuðum drengnum ...
30. apríl - Á vigtinni ... 2840 grömm
30. apríl - Kominn með húfuna ...
1. maí - Með húfuna ...
1. maí - Húfan að detta af ...
1. maí - Mæðginin á stofu 24
2. maí - Spekingslegur ...
2. maí - Enn spekingslegur ...
Svo fóru hlutirnir að gerast ...
Syd var afar tortrygginn þegar "Jónatan Heimir" (hér eftir Tani H) mætti á svæðið. Gaut augunum til skiptis á móðurina og bróðurinn.
Það var útskýrt fyrir GHPL að Tani H. þyrfti að fá mjólk að drekka. Þá rauk Guddan fram og hnippti í mig ... "Mjólk, mjólk!"
Ég gaf henni mjólk í glas ... og þá gekk hún beint með glasið til móður sinnar og Tana H. og gaf bendingar um að mjólkin í glasinu ætti að fara ofan í stubbinn. Tók það alls ekki í mál að svo mikið sem dreypa sjálf á mjólkinni.
Þessi mynd sýnir einmitt þegar glasið var afhent ... svipurinn á Syd er mjög dæmigerður fyrir svipinn sem hefur verið á henni síðan bróðirinn kom heim.
En þetta atvik með mjólkina var móment!!!
Svona leit þetta út þegar síðast fréttist ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.5.2011 | 20:37
Sunnudagur 1. maí 2011 - Stubbur kominn í heiminn
Þá er þetta um garð gengið ... afkomandinn kominn "út undir bert loft" eftir snarpa aðgerð í gærkvöldi.
Stubbur kom í heiminn kl. 22.21 að staðartíma, 49 cm langur og 2840 gr. Sumsé enginn risi en þó töluvert stærri en systirin ... og já ... þetta er strákur ...
Núna var auðvitað meiningin að setja myndir inn á síðuna af herranum en þá áttaði ég mig á því að myndavélin varð eftir niðri á sjúkrahúsi ... hmmmm ... :)
Þannig að ...
... myndirnar verða bara að bíða morgundagsins ... :)
Ég biðst velvirðingar á þessu glappaskoti mínu ...
---
Svo var búið að undirbúa komu Guddunnar á spítalann en þegar til kastanna kom hringdi Sverrir og sagði að hún væri komin með hitavellu.
Þá var öllum heimsóknum slaufað samstundis.
Síðar kom í ljós að sennilega hefur þetta hitaskot stafað af hægðartregðu, því um leið hún losnaði, datt hitinn niður og Guddan hresstist marktækt ...
... en það breytir því ekki að systkin hafa ekki enn hittst ...
Það mun þó gerast á morgun ef guð lofar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.4.2011 | 17:42
Föstudagur 29. apríl 2011 - Eitthvað að fara að gerast
Lauga fór í skoðun í morgun ... og var send þaðan beint niður á sjúkrahús ...
Svei mér þá ef afkomandi númer tvö verður ekki kominn "út undir bert loft" eftir um sólarhring.
Annars verður það bara að hafa sinn gang ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2011 | 17:04
Föstudagur 29. apríl 2011 - Eitthvað að fara að gerast
Lauga fór í skoðun í morgun ... og var send þaðan beint niður á sjúkrahús ...
Svei mér þá ef afkomandi númer tvö verður ekki kominn "undir bert loft" eftir um sólarhring.
Annars verður það bara að hafa sinn gang ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2011 | 22:21
Fimmtudagur 28. apríl 2011 - Gömul hraðasekt dúkkar upp - Guddan í stuði
Betra er seint en aldrei ... Hæstiréttur Kaliforníu í Bandaríkjunum, Santa Clara "útibúið" sendi bréf sem mér barst í dag.
Efni bréfsins var skuld í vanskilum ...
... hraðasekt frá 30. júlí 2003 ...
Eftir að hafa keyrt skammlaust í fjórar vikur þvert yfir Bandaríkin og lagt af baki rúmlega 9.000 km, voru aðeins eftir um 60 km til San Francisco, sem var endapunktur ferðalagsins, þegar mótórhjólalögga náði að spotta mig á 60 mílna hraða þar sem 50 mílur voru hámarkshraði. Ég var að taka framúr vöruflutningabíl í brekku skammt frá San Jose.
... ég varð ekki glaður og lét lögguna hafa það óþvegið ... en þá Lauga tók til sinna ráða: "Bobbi, ef þú steinheldur ekki kjafti þá endar þú bara í "djeilinu"" Svo tók hún samtalið í sínar hendur á milli þess sem hún sagði við mig: "Hættu þessu röfli maður ... andskotinn er þetta eiginlega?!?!" ... eða eitthvað álíka ...
Jæja en allavegana ... þá er þessi sekt komin í leitirnar og mér settir afarkostir ... borga eða eitthvað verra ...
... það er ekki nokkur vafi á því að Kalifornía er fjárhagskröggum þessi misserin ... að grafa upp tæplega 8 ára gamla hraðasekt upp á $100, eyða svo tíma í að finna út hvar í veröldinni maður er niðurkominn og senda svo "vanskilabréf" yfir hálfan hnöttinn. Þeir eru sniðugir Kanarnir ...
Annars væri gaman núna að hafa myndina sem tekin var af mér skömmu eftir hraðasektina og birta hana hér á síðunni ...
---
Hér annars allt í fínu standi ...
... Guddan talaði þessi líka lifandis ósköp þegar við gengum heim af leikskólanum í dag. M.a. sagði hún mér frá flugu sem hafði ratað inn á leikskólann. Hún sagðist hafa hlaupið þegar hún sá fluguna fara upp í loftið og svo niður "bsssssssss". Heilmikið handapat fylgdi með. Svo var Gamli Nói allt í einu kominn á leikskólann og orðinn að miðpunkti í sögunni um fluguna.
Því næst tók hún að syngja Gamla Nóa.
Hún sagðist vilja fá djús þegar við kæmum heim og spurði svona 100x hvort mamma sín væri heima. Þegar á reyndi var móðirin ekki heima þegar við komum og vonbrigðin leyndu sér ekki ... rétt komst hjá því að brynna músum ...
En hún fann út að gera þetta ...
Hárið bleytt í eldhúsvaskinum
Svona var nú ástandið eftir "hárþvottinn"
Þá var frökenin send í bað ... og þegar hún kom upp úr því ...
Leitað í dótakassanum
Svo var skroppið út á svalir og horft yfir næsta nágrenni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2011 | 22:45
Miðvikudagur 27. apríl 2011 - Ace Frehley 60-tugur og Scorpions
Scorpions - Rock you like a hurricane
Its early morning
The sun comes out
Last night was shaking
And pretty loud
My cat is purring
And scratches my skin
So what is wrong
With another sin
The bitch is hungry
She needs to tell
So give her inches
And feed her well
More days to come
New places to go
Ive got to leave
Its time for a show
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
My body is burning
It starts to shout
Desire is coming
It breaks out loud
Lust is in cages
Till storm breaks loose
Just have to make it
With someone I choose
The night is calling
I have to go
The wolf is hungry
He runs the show
Hes licking his lips
Hes ready to win
On the hunt tonight
For love at first sting
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Rocked you like a hurricane
Its early morning
The sun comes out
Last night was shaking
And really loud
My cat is purring
It scracthed my skin
So what is wrong
With another sin
The night is calling
I have to go
The wolf is hungry
He runs the show
Hes licking his lips
Hes ready to win
On the hunt tonight
For love at first sting
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am
Þetta er drengurinn að syngja þessa dagana ... söngkennarinn lagði þetta lag til ... og það er hrikalega gaman að fást við þetta.
Slagari frá hinum þýsku Scorpions sem kom út árið 1984 ...
---
Ace Frehley fyrrum gítarleikari KISS er sextugur í dag. Ekki svo lítill áfangi hjá honum í ljósi lífernis hans í gegnum árin ... en karlinn hefur alltaf verið hressilega gefinn fyrir flöskuna.
Síðustu ár hefur hann þó haldið sér þurrum.
Ace Frehley hefur alltaf verið minn maður í KISS ... ótrúlega flippaður karakter og frábær gítarleikari ...
Þetta er frægasta lagið sem komið hefur úr hans smiðju ... New York Groove ... sem fór hæst í 13. sæti Billboard 100 listans í Bandaríkjunum 2. desember 1978 og sat á listanum í 21 viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2011 | 21:44
Þriðjudagur 26. apríl 2011 - Áfanga náð
Jæja, það má eiginlega segja að í dag hafi nokkurs konar lokapunktur verið settur aftan við þá törn sem ég hef verið í síðustu vikur og mánuði ...
... en í dag flutti ég fyrirlestur og varði fyrsta hlutann í doktorsverkefninu mínu á umræðufundi (seminari) í Gävle.
Og mér fannst það bara mjög skemmtilegt ...
Ég er jafnvel að spá í það að njóta þessa áfanga aðeins á morgun ... en svo hefst næsti áfangi sem verður heldur en ekki annasamur ... en alltént ... það er alltaf gaman að ná áfanga.
---
Þær mæðgur hef ég lítið hitt síðustu daga ... en þær hafa það bara fínt ...
Veðrið er líka rosalega fínt ... reyndar ekki eins fínt í dag eins og það hefur verið síðustu daga ... en samt fínt.
Nóg í bili ... best að leggja sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2011 | 23:02
Sunnudagur 24. apríl 2011 - Páskadagur og fleira
Þessi páskadagur hefur verið kjaftfullur af vinnu. Allur fyrriparturinn fór í að undirbúa fyrirlesturinn á þriðjudaginn og núna í kvöld hef ég verið að vinna að skýrslugerð vegna Landspítalarannsóknarinnar. Núna eru drög tilbúin.
Guddan hefur verið að gera það gott síðustu daga.
Í gærmorgun ákvað hún að skreppa ein fram í stofu meðan við Lauga vorum enn að vakna. Við heyrðum glögglega að dóttirin var eitthvað að bjástra þarna frammi en svo þagnaði allt.
"Það er grunsamlega hljótt í stofunni núna" sagði Lauga og ég ákvað að kíkja og sjá hvað væri í gangi.
Ég mætti Guddunni á ganginum og sú var heldur en ekki brúnaþung. "Ónei" sagði hún "Gí sulla, allt blautt!" Á stofuborðinu blasti kassagítar dótturinnar við og þegar betur var að gáð var hann hálffullur af vatni. Auk þess hafði nokkrum eldhúsáhöldum (leikfangaeldhúsáhöldum) verið troðið ofan í kassann og þarna flutu þau um.
Hvernig hafði þetta eiginlega gerst? Jú, sú stutta hafði, þegar hún skrapp fram, tekið með sér vatnsbrúsann sem hún hefur inn í svefnherbergi á nóttunni en hún á það til að vilja fá að drekka um miðjar nætur. Brúsinn hafði sumsé verið tæmdur ofan í gítarinn.
---
Í morgun var mikil gleði þegar GHPL tók upp sitt fyrsta páskaegg. Reyndar voru páskaeggin tvö ... annað frá ömmu og afa á Sauðárkróki og hitt, sem var óhefðbundara egg á íslenskan mælikvarða, frá Huldu frænku. Mæltust bæði eggin ákaflega vel fyrir.
Svo var málshátturinn að sjálfsögðu lesinn ... "margur gjörir verr en hann veit" ...
Eftir dálítið bardús við páskaeggið, þar sem hvert gúmmilaðið á eftir öðru var rifið fram, rýndi GHPL inn um gatið á súkkulaðipáskaegginu og hélt því fram statt og stöðugt að inni í egginu væri nótt.
Í sjálfu sér áhugaverð pæling ...
---
Í kvöld fórum við svo í afmælisboð til Sverris ... annað matarboðið hjá þeim hjónum á þremur dögum ... geri aðrir betur!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2011 | 23:15
Laugardagur 23. apríl 2011 - Vinna og miðbæjarferð
Hér í Uppsala er brostin á mikil blíða ... hitinn slagaði hátt í 20°C, það var heiðskírt og logn ...
... mér skilst að veðrið hafi verið eitthvað svipað á Íslandi í dag ... ;)
---
Dagurinn byrjaði með umræðum yfir morgunmatnum, en svo færðist síðuhaldari nær tölvuskjánum og þeim verkefnum sem biðu hans, sem eru ærin svo ekki sé meira sagt.
Það breytti því nú samt ekki að við skruppum niður í bæ í dag og nutum góða veðursins ... og já, það voru teknar nokkrar myndir ...
Mæðgurnar í Källparken
Við kastalann með dómkirkjuna í baksýn.
Svo hófst vinnan á nýjan leik þegar heim var komið ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)