Færsluflokkur: Bloggar

Mánudagur 6. júní 2011 - Þjóðhátíðardagur Svía

Í dag var skroppið niður í bæ til að taka þátt í hátíðarhöldum.

Alveg svona glimmrandi gott veður og bara fjölmenni í bænum

---

Hápunktur dagskrárinnar hér í Uppsala, var ugglaust, í flestra hugum, atriði Erics Saade á Sankt Erikstorg en pilturinn sá var fulltrúi Svía í Eurovision þetta árið og lenti eftirminnilega í 3ja sæti keppninnar í Düsseldorf.

Við horfðum aðeins á Eric ... en ég gleymdi alveg að draga upp myndavélina bara svona til að grípa "mómentið".  Annars röltuðum við um göturnar, fengum okkur ís og gotterí, sleiktum sólina, lékum okkur, hlustuðum á "sixties" tónlist í Stadsträdgarden og svona sitthvað fleira.

---

Ormarnir mjög skemmtilegir ... hvor á sinn hátt þó ... sá eldri var í sólskinsskapi og sá yngri var mest í því að sofa í vagninum. 

Hann verður fjörugri á næsta þjóðhátíðardegi Svía, ef Guð lofar.

 


Sunnudagur 5. júní 2011 - Vaksala SK vinnur

Í kvöld lék ég minn fyrsta deildarleik í fótbolta síðan í september 1996. 

Mitt lið vann að sjálfsögðu 4 - 3 með tveimur afar glæsilegum mörkum á síðustu 10 mínútunum.  Reyndar var þetta neðsta liðið í deildinni sem við spiluðum við, en ég verð að segja að það var nú ekki að sjá á spilamennsku þeirra.

Í fyrri hálfleik voru þeir miklu betri.  Við vorum í algjöru rugli, endalausar kýlingar fram og aftur.  Ég lék á miðjunni og snerti boltann 6x allan hálfleikinn. Var eiginlega í hlutverki áhorfanda ... það segir nú kannski eitthvað til um gæðin.

Seinni hálfleikurinn var mun betri af okkar hálfu, boltinn fékk að rúlla meira og spilið í gegnum miðjuna fór að ganga betur. 

Ég hélt reyndar að mínum fótboltaferli hefði lokið í september 1996 ... en svona er þetta ... ;)  

---

Okkur var boðið í "bröns" til Dönu og Sverris í dag ... alveg hreint ljómandi fínt ...

Allir glaðir og ánægðir ...

---

Nú er sennilega best að fara að leggja sig enda allþreyttur eftir leikinn ... 


Föstudagur 3. júní 2011 - Að njóta ferðinnar

Það hefur svo sannarlega verið blíða hér í dag ... seinnipartinn var hitinn komin í góðar 26°C. Það er afskaplega góður hiti ... Sydney-veður eins og ég kýs að kalla það.

Dagurinn hjá mér hefur verið þéttsetinn vinnu ... fókusinn fer núna í að rita inngangskaflann í doktorsverkefninu.  Er kominn með tvær síður ... af 100.

Það er jafngott núna að vera vel með á nótunum að njóta ferðarinnar en ekki einblína um of á að ná markmiðinu.

Annars má segja að þetta markmiða-tilgangs-njóta ferðarinnar-líða vel-dæmi sé alltaf af skýrast betur og betur fyrir mér.
Það sem ég held að skaði þó þessa umræðu séu allar þessar einföldu kærileysislegu ráðleggingar sem alls konar snillingar eru að bera á torg.

Að innihaldinu til eru þær eitthvað á þessa leið: Til að vera ánægð(ur) með sjálfan þig, þarftu að vera ánægð(ur) með sjálfan þig.

Að fenginni reynslu þarf töluvert meira til en þetta ... maður þarf einfaldlega að átta sig á öðrum hlutum áður en hægt er að ráðast í margt af því sem þessar kæruleysislegu ráðleggingar fela í sér.

Mikilvægasti hlutinn í þessu öllu saman er að átta sig á hlutverki og framlagi "egósins" ... en eins og ég hef áður sagt er egóið einhver mesti, ef ekki mesti, lífsánægjuspillir sem fyrirfinnst.
En um leið og maður áttar sig á egóinu þá fara hlutirnir að skýrast einn af öðrum.

Og þar sem ég hef náð að átta mig töluvert á eigin egói, reynist mér auðveldara að njóta ferðarinnar við ritun þessa doktorsverkefnis míns. 

En nóg um þetta ...

---

Allir heimilismenn er í banastuði ... allt gengur ljómandi vel ...

Annars er ég að fara horfa á video núna ... slæ botninn í þetta

 


Miðvikudagur 1. júní 2011 - Frí, upptökur o.fl.

Hér er allt í lukkunnar velstandi.  Afskaplega löng helgi framundan sem byrjar á morgun með uppstigningardegi, svo tekur við klemmudagur á föstudaginn, svo kemur náttúrulega helgin og á mánudaginn er þjóðhátíðardagur Svía ... og svo ...

... á þriðjudaginn er komið af afmælisdegi dótturinnar ... en þá verður hún 3ja ára ...

---

Í kvöld var meiningin að skreppa í upptökur ...

... ætlaði að taka upp eitt lag, til að eiga sem kynningarefni ...

Það klikkaði vegna tæknilegra örðugleika. Það var afar svekkjandi ...

Ekki síst vegna þess að ég sleppti að spila leik með nýja fótboltaliðinu mínu í kvöld en upptökurnar áttu að fara fram á sama tíma og leikurinn.

En jæja ... bæði nýr upptökutími og nýr leikur hafa verið "sketsjúleraðir", þannig að allt er á uppleið.

---

Svo ég er tekin til við að skrifa doktorsritgerðina ... er langt kominn með að "outlæna" 100 bls. inngangskafla og byrjaður að fylla inn í.

Skrefin eftir að doktorsverkefninu lýkur eru líka í mótun.  Verst hvað mig langar til að gera margt ... þarf einhvern veginn að tvinna þetta saman ... 

---

Mynd dagsins er úr göngutúrnum sem við fórum í kvöld ... u.þ.b. tveggja tíma rúntur um hverfið ... 


Loksins komst GHPL út í prinsessufötunum, þ.e. kjól og í spariskóm ... ætlaði að dansa við prinsinn úti ...

 


Húsfreyjan brá undir sig betri fætinum ... 

 


Mánudagur 30. maí 2011 - Félagi Friðriks mánaðargamall

Þá er stubburinn orðinn mánaðargamall ... þetta er fljótt að líða ...

Hann hélt upp á daginn með því að vera gjörsamlega ómögulegur fyrri part dags en seinni partinn hefur hann verið alveg eins og ljós ...

... gæti verið vaxinn upp úr "óþekktinni" ...


Afmælisbarn dagsins

---

Að sjálfsögðu var haldið upp á  daginn með tilheyrandi ...

Við gerðum okkur ferð út á róluvöll í góða veðrinu og vorum með nesti í farteskinu.  Svo var blásið til veislu.

 

Afmælisbarnið svaf eins og steinn ...

 

... meðan afmælisgestirnir gerðu sér glaðan dag ... 


Þetta hefði getað orðið flott mynd ... stokkið ofan af trjábolnum ...

---

Í tilefni dagsins ákvað Tani H að halda höfði í fyrsta skipti í dag ... að minnsta kosti í fyrsta skiptið fyrir framan myndavélina.  Enda er nú dagurinn til slíkra aðgerða ...

 

---

Svo gerðist annað stórmerkilegt í dag ...

"Villingurinn" breyttist í blómarós ...

Mörgum þótti tími til kominn ...

... ástæðan var að í dag sá móðirin mynd af dótturinni á bekkjarmynd í leikskólanum ... þá þótti nóg komið :) . 

 


Sunnudagur 29. maí 2011 -

Þá er helgin að baki ...

... húsfreyjan hefur ekki gengið alveg heil til skógar þessa tvo síðustu daga.  Hefur það að sjálfsögðu spillt ánægjunni svolítið.

Allt horfir þó til betri vegar.

---

Tani H er algjör grenjuskjóða ...

 
Tani H í góðum gír eða þannig ... útsteyptur í einhverjum fj***num í andlitinu ... kannski ekki furða að kappinn sé óhress.

Hann er búinn að grenja í svona um það bil 4 daga samfleytt ... kannski ekki samfleytt ... kannski meira svona að hann fer yfirleitt alltaf að grenja þegar hann er lagður einhvers staðar.

... og magnið sem fer ofan í blessað barnið ... hann mun snúa mig niður með vinstri eftir tvö ár ef þetta heldur svona áfram ...

Það veitir því varla af öðru en að halda sér í góðu formi. 

---

Ekkert lát er á áhuga og yndislegheitum systurinnar ...

 

--- 

Prinsessuævintýrið heldur áfram ... kjóll, dansskór og dans á hverjum degi ... jafnvel neitað að fara út öðruvísi en í kjól og dansskóm.  Það verður jú að vera hægt að dansa úti.

Það er aldrei samþykkt ... 

En sem betur fer, fer fókusinn á aðra hluti þegar komið er út ...

 

--- 

Að lokum er svo myndband af frökeninni að púsla þjóðfánum Evrópulanda.  Þetta púsluspil var keypt fyrir löngu síðan og hefur áhuginn á því farið stigvaxandi.

Líkt og með aðra sambærilega hluti hefur GHPL allt um það að segja hvort þetta púsluspil sé tekið fram eða ekki.  Í mínum huga er þetta bara skemmtileg tilraun ... og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hægt er að kenna þessum blessuðum börnum ...  

 

 


Föstudagur 27. maí 2011 - Bloggið í dag

Þessi dagur hefur einkennst af vinnu við að strúktúrera doktorsverkefnið mitt ... búa til útlínur og kaflaheiti ...

Það er komið að þeim kafla í þessu blessaða námi mínu að fara að rita sjálfa ritgerðina ... stefni á svona 25.000 orð og svo verður þremur greinum hnýtt aftan við, þannig að þetta mun teygja sig eitthvað yfir 50.000 orð væntanlega.  Sem eru um 200 blaðsíður. 

Sem betur fer á ég orðið töluvert af efni þannig að "cut" og "paste" vinnu er í burðarliðnum.

En ég ætla að láta þetta ganga hratt fyrir sig.

---

Ég er síðustu misseri búinn að vera að líta eftir hljómsveit til að syngja í ... búinn að hafa samband við nokkrar en undirtektirnar eru heldur dræmar.

Þó setti ein sig í samband við mig í gær og vildi meiri upplýsingar ...

... svo verður bara að sjá til ...

En ég mun ekki hætta fyrr en ég verð kominn í einhverja sæmilega sveit ... ;)

--- 

Af öðrum er svo sem allt gott að frétta ... Tani H er svolítið "lítill" þessa dagana en eftir góðan árangur með soðna vatnið hefur komið bakslag.

Við þurfum bara að sjá hvort hann "stækki" ekki aftur fljótlega ...

Guddan er enn mjög ábyrgðarfull þegar kemur að "litla barninu" eins og hún kýs að kalla það.  Það er kysst og því klappað eins og morgundagurinn sé enginn.  Eins og staðan er í dag þarf Tani H engu að kvíða.


Sofandi Tani þegar þrjá daga vantaði í 4 vikur.


Sofandi Syd þegar 1 dag vantaði í 4 vikur.


Miðvikudagur 25. maí 2011 - Prinsessur, kraftaverk og fótbolti

Það er skollið á prinsessuæði.

Nú vill GHPL bara vera í kjólum og spariskóm ... og dansa ... helst við prins ...

Ástæðuna má að öllum líkindum rekja til þessara þriggja fyrirbæra ...

Uppáhaldsvideoið í maí 2011

... videomyndarinnar um Öskubusku ...

Uppáhaldsbókin síðari hluta 2010 og fram í maí 2011 a.m.k. 

... bókarinnar um Öskubusku, Þyrnirós, Mjallhvíti, Ariel, Jasmine og Fríðu ...

Uppáhaldspúslið í maí 2011

... púsluspilsins sem skartar þeim stöllum ...

---

Amman á Sauðárkróki kom með töfraráð í gær ...  

Lauga var að segja henni að Tani H léti ófriðlega og það væri varla hægt að leggja blessað barnið frá sér öðruvísi en hann færi að æpa.

"Gefðu honum soðið vatn úr pela" sagði amman.

Það var gert ...

Ég hef aldrei vitað til þess að nokkrum manni hafi orðið jafn gott af soðnu vatni!

Tani H hefur verið algjörlega eins og engill síðan dreypt var á vatninu.  Búinn að sofa meira og minna í allan heila dag.

Það má líkja þessu við kraftaverk ...

... amman veit hvað hún syngur ...

--- 

Í gærkvöldi skrapp ég á fótboltaæfingu, þá fyrstu síðan árið 1997 ...

... við getum orðað það þannig að ég hafi spilað með betra liði en Vaksala SK ... en þetta var svo sem ágætt.  Að minnsta kosti fín leið til að komast í svolítið betra form og rifja upp gamla takta. 

Fór svo aftur í fótbolta í kvöld ... í þetta sinnið hjá 20 mínútum ... sæmileg mæting þar en óhætt að segja að æfing gærdagsins hafi aðeins setið í.

En þetta er allt að koma ... 


Mánudagur 23. maí 2011 - Vökur og heimkoma

Óhætt er að segja að kvöldi hafi verið ofurlítið töff ... þar sem báðir ormarnir harðneituðu að fara að sofa. 

Guddan var orðin svo rugluð að hún vissi alls ekki hvað hún hét. Þegar hún loksins slakaði á, sofnaði hún á innan við mínútu.

Tani H heldur uppi fjörinu og nú búinn að vaka í þrjá klukkutíma samfleytt.  Hann hefur verið ósköp ljúfur, svo framarlega að honum sé hossað vel og innilega. Því meira, því betra. 
Við Lauga höfum í dag verið að ræða það að kaupa málningarhristara ... svo mögulegt sé að leggja blessaðan drenginn frá sér í meira en tvær mínútur.

 

Guðrún var svo dæmalaust góð í dag, eftir að komst í veski móður sinnar að útbýta myndum sem þar var að finna.
Hverjum og einum var fengin sjálfsmynd ... og staðhæfði GHPL að passamynd sem tekin var af henni sjálfri í Sydney fyrir um 2,5 árum, væri af Tana H.

Þess vegna fékk hann að hafa þá mynd ...

Það er nokkuð víst að það verður enginn útundan hjá Guddunni ...

---

Að lokum er hér myndband sem sýnir þegar systkinin sáust í fyrsta sinn hinn 2. maí sl.  Það var sérstaklega beðið um að þetta "móment" væri "dokjumenterað" ... það var gert og hér er afraksturinn ...

 

 


Sunnduagur 22. maí 2011 - Fréttir af jólatrénu og myndir

Þann 30. september sl. flutti ég frétt hér á blogginu af jólatrésgróðursetningu ... þeirri íburðarmestu sem ég hef sé um mína daga. Það var bókstaflega engu til sparað ...

 

Eftir langan vetur þar sem tréið var látið skarta sínu fegursta með stóra jólaljósaseríu um sig mitt ...

... þá virðist sem tilvistarkreppa hafi gert vart við sig ...

Þegar snjóa tók að leysa brugðu góðir menn á það ráð að vefja striga utan um tréið ...

... en það hefur ekki dugað ... eins og sjá má ...

 

Jólatréið er ljósbrúnt á litinn ... sem þykir ekki styrkleikamerki ...

Það verður fróðlegt að sjá framvinduna í þessu máli ...

--- 

Annars er helgin búin að vera alveg feykilega góð ...

Við skruppum t.d. í góðan göngutúr í gær ... áttum gott spjall, tókum myndir og höfðum gaman.


 

Tani H svaf í vagninum allan göngutúrinn þannig að engar myndir eru af honum ... 

... þær myndir verða bara að bíða betri tíma ... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband