Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
30.9.2009 | 21:22
Magnaður miðvikudagur
Í dag kom nýr prentari inn á heimilið ... sá gamli sem var reyndar ekki mjög gamall, aðeins 6 eða 7 vikna, fékk á heilann í fyrradag að hann væri með "paper jam" og við það fékkst ekki ráðið ...
... samt hafa bara tvær blaðsíður verið prentaðir í honum ... sú síðari þann 29. ágúst sl. ...
Það gerðist fleira merkilegt ... því loksins birti til í stofunni hjá okkur, rafvirki kom og skipti um öryggi í dimmernum. Þvílíkur munur að sjá loksins til eftir að rökkva tekur!
Fleira markvert. Dóttirin renndi sér ein niður rennibraut í annað skiptið á ævinni ... hið fyrsta var í gær ...
Kannski enginn sérstakur glæsibragur ... en niður komst hún klakklaust ...
Eftir salibununa lá fyrir að slá svolítið og bera vörubíla.
Enn er setið við lestur og skriftir og reynt að berja saman fyrirlestra ... gengur ekki eins hratt og vonast hafði verið eftir ...
Lauga tilkynnti í hjólatúrnum í kvöld að blessað barnið, þ.e. GHPL, væri í fyrsta skipti á ævinni að vasast úti eftir sólsetur ... ég kváði ... hún var greinilega búin að gleyma þessari sveiflu í Hong Kong í nóvember sl. ... og mörgum öðrum skiptum ...
Úr því ég er farinn að tala um Hong Kong. Set inn eina mynd sem var tekin á Victoria Peak, helsta útsýnisstað þeirra "Hong Kong-inga" ... ansi magnað útsýni ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 20:58
Þriðjudagur
Í dag fór fröken Sydney til rakara í fyrsta skipti á ævinni.
Hér er mynd sem var tekin áður en hún fór ...
Og hérna er mynd sem var tekin eftir klippinguna ...
Kannski ekki ýkja mikill munur, enda tók sú stutta það ekki mál að hárgreiðslukonan væri eitthvað að gera sig gildandi ...
... eftir að hafa tekið nokkuð dansspor inn á rakarastofunni við komuna þangað, kom í ljós að hún kærði sig ekki um að hafa neina svuntu ...
... og eftir að hárgreiðslukonan hafði úðað einni gusu af vatni og þar með vætt hárið ögn, sagði Gudda "stopp" ...
Annars hefur dagurinn gengið vel ... vinna við fyrirlestur og útihlaup er það sem stendur upp úr ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 20:03
Mánudagsmetall
Góður mánudagur hér í Uppsala ...
Eftir helgarstuðið svaf Guðrún H. samtals í fjóra tíma í dag ... 2 x 2 tíma ... slíkt telst nú til tíðinda.
Alveg merkilegt að á virkum dögum, þ.e. þegar Lauga er í vinnunni, sefur blessað barnið frameftir nánast alla morgna, og ef ekki, þá er það 2 tíma morgunlúr ... hvorugt kemur til greina um helgar ...
... það hlýtur að bara að vera ein skýring á því ...
Annars er hún að æfa sig í að fara kollhnís þessa dagana ... gengur bara vel, nema hvað hún getur ekki enn farið knollhnís ...
Núna er ég með í gangi alveg stórmerkilega tilraun ...
... upphafleg hugmynd kemur úr bókinni "Chicken Soup for the Soul" (Kjúlingasúpa fyrir sálina) eftir Jack Canfield og Mark Victor Hansen.
Tilraunin felst í því að spyrja fólk sem mér þykir vænt um, hvort ég hafi sagt við það Í DAG að mér þyki vænt um það ... það er mjög mikilvægt að Í DAG sé með í spurningunni ... og hvað gerist?
Þrennt gerist ...
1. Fólk gleðst yfir því tíðindunum ...
2. Fólk heldur að ég hafi dottið á höfuðið, enda ekki beint þekktur fyrir játningar sem þessar ...
3. Ég verð allur annar ... með jákvæðum formerkjum ... því þetta er svo skemmtilegt!
Ég er búinn að prófa þetta á Laugu og Guddu í nokkrar vikur.
Hef verið að færa út kvíarnar með góðum árangri ...
Hvet alla til að prófa ... það græða allir ;) .
Annars var mikill vinna í dag ... fyrirlestrarskrif ... ég og Robert Gifford saman að undirbúa ...
Tvær myndir í lokin ... teknar með árs millibili ...
Þessar mæðgur eru "ofurkúl"!!!
Í fjörunni í Kiama ... 28. sept. 2008
Í stólnum í Uppsala ... 28. sept. 2009
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2009 | 19:17
Sunnudagsstörf
Þessi dagur hefur runnið ljúflega ... óhætt að segja það ...
Hann byrjaði á því að GSyd vaknaði kl. 6 í morgun. Hún hefur haft þann sið síðustu misserin að vakna eldsnemma um helgar og sofa heldur út á virkum dögum ... já, það er óhætt að segja að barnið hafi ekki mikla löngun til að fylgja norminu ...
Horfst í augu ...
Byrjað var að vinna upp úr kl. 10.30 og unnið fram eftir degi. Hlustað fjórum sinnum á upphaf Kardimommubæjarins ... dóttirin hefur nefnilega tilhneigingu til að kveikja á geislaspilaranum, hlusta á Bastían bæjarfógeta syngja (sbr. nýlega birt video á bloggsíðunni) ... og fara eftir það fljótlega fram í eldhús. Þeir sem sitja eftir í stofunni fá svo að njóta Kardimommubæjarins, alveg þangað til einhverjum dettur í hug að slökkva á herlegheitunum. Það er vart afstaðið, þegar frökenin kemur aftur inn í stofu og setur Bastían aftur í gang ... o.s.frv.
Vinnan gengur vel... er þessa dagana að vinna í fyrirlestrum sem ég á að halda á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri um miðjan nóvember. Þokkalega sáttur við það.
Komst líka að því í dag að skönnun á bókum verður skemmtileg þegar hlustað er á Jim Rohn á sama tíma ... það er nú meiri snillingurinn!! (klikkaðu hér ... Rohn hittir naglann rækilega á höfuðið)
Meiningin var svo að fara í fótbolta í kvöld ... eftir að hafa beðið dágóða stund úti á velli, hjólaði ég heim aftur og sá þá tölvupóst um að fótboltinn hefði verið kl. 15, ekki kl. 18.
Svo var borðað og skálað í ís ...
Það er möguleiki að við skötuhjúin gerum vel við okkur í kvöld, kannski leigjum okkur DVD af því tilefni ... en það mál er vinnslu ...
Bloggar | Breytt 28.9.2009 kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 22:37
Laugardagur 26. september 2009
Mjög góður dagur hefur runnið sitt skeið á enda hér í Uppsala ...
Hann hófst á geysilega innihaldsríku samtali okkar Laugu, um samskipti fólks og nauðsyn þess að gera það sem mann langar til í lífinu. Ég held satt að segja það þetta séu einhverjar allra skemmtilegustu umræður sem við höfum hreinlega átt ...
Eftir hádegið skruppum við út í hjólatúr, ... komum við í Gränby 4H-Gård, sem er ofurlítill húsdýragarður ekki langt frá þeim stað sem við búum. Reyndar telst nú varla til tíðinda að farið sé þangað, því ég og Gudda Syd förum þangað ekki sjaldnar en tvisvar sinnum í viku, til að skoða dýrin.
Sú stutta er nú óðum að venjast ferfætlingunum ... er þó enn nokkuð hrædd við svínin. Hrínið og rýtið í þeim hljómar ógnvekjandi ...
Svo var barnaafmæli í 4H og spillti það nú ekki fyrir ...
Eftir graflaxát með tilheyrandi, tók svo vinnan við. Nóg að gera eins og alltaf ... ekki nema fimm verkefni sem bíða óþreyjufull eftir að verða tekin fyrir.
Bloggar | Breytt 27.9.2009 kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2009 | 15:48
Hvað er í mestu uppáhaldi í september 2009?
Þessi dægrin eru tveir "hlutir" í mestu uppáhaldi hjá GHPL ...
Meðfylgjandi er video sem greinir frá því hvað það er sem GHPL "fílar" svona vel ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 09:22
Júlí - video
Jæja ... þá hefst vinnan við að tækla hauginn sem safnast hefur upp hjá mér á síðustu vikum ...
Hér er video, sem tekið var í júlí-mánuði ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 19:04
Loksins blogg
Þá er kominn tími á blogg ... hið fyrsta síðan 5. júlí sl.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá ...
Best að hita upp með nokkrum myndum af G. Sydney ...
GHPL er nokkuð hress hér eftir matinn ...
Fyrsti "íspinninn" ... þeirri stuttu fannst hann alveg rosalegur góður og stuttu eftir að myndin var tekin var ísinn kominn ofan í maga hennar.
Ekki þótti það nú amalegt að hafa svona "fína" húfu á höfðinu ... enda fullyrti faðirinn að þessi húfa færi henni alveg sérstaklega vel.
Í fullri "múnderingu" ... tilbúin í slaginn ...
Á fleygiferð með vörubílinn frá Öbbu frænku ... bíllinn var sérstaklega fluttur frá Íslandi til Svíþjóðar svo Gudda Syd gæti ekið honum.
Nú hefur síðuhaldari lofað sjálfum sér því að taka sig á í síðuhaldinu ... enda er mikilvægum áfanga doktorsverkefnisins nú þegar náð, og tími ætti að vera til að setja inn stuttar færslur við og við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)