Sunnudagsstörf

Þessi dagur hefur runnið ljúflega ... óhætt að segja það ...

Hann byrjaði á því að GSyd vaknaði kl. 6 í morgun.  Hún hefur haft þann sið síðustu misserin að vakna eldsnemma um helgar og sofa heldur út á virkum dögum ... já, það er óhætt að segja að barnið hafi ekki mikla löngun til að fylgja norminu ...

 Guðrún og bangsi horfast í augu by you.
Horfst í augu ...

Byrjað var að vinna upp úr kl. 10.30 og unnið fram eftir degi.  Hlustað fjórum sinnum á upphaf Kardimommubæjarins ... dóttirin hefur nefnilega tilhneigingu til að kveikja á geislaspilaranum, hlusta á Bastían bæjarfógeta syngja (sbr. nýlega birt video á bloggsíðunni) ... og fara eftir það fljótlega fram í eldhús.  Þeir sem sitja eftir í stofunni fá svo að njóta Kardimommubæjarins, alveg þangað til einhverjum dettur í hug að slökkva á herlegheitunum.  Það er vart afstaðið, þegar frökenin kemur aftur inn í stofu og setur Bastían aftur í gang ... o.s.frv.

 KardimommubærinnCover0001 by you.

Vinnan gengur vel... er þessa dagana að vinna í fyrirlestrum sem ég á að halda á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri um miðjan nóvember.  Þokkalega sáttur við það. 
Komst líka að því í dag að skönnun á bókum verður skemmtileg þegar hlustað er á Jim Rohn á sama tíma ... það er nú meiri snillingurinn!! (klikkaðu hér ... Rohn hittir naglann rækilega á höfuðið)

Meiningin var svo að fara í fótbolta í kvöld ... eftir að hafa beðið dágóða stund úti á velli, hjólaði ég heim aftur og sá þá tölvupóst um að fótboltinn hefði verið kl. 15, ekki kl. 18.

1208829_69757698 by you.

Svo var borðað og skálað í ís ...

Það er möguleiki að við skötuhjúin gerum vel við okkur í kvöld, kannski leigjum okkur DVD af því tilefni ... en það mál er vinnslu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband