Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Maður veltir fyrir sér

  1. Hvernig ætla Bretar og Bandaríkjamenn að lenda í stríðinu við hryðjuverkamenn?  Í Birmingham voru 9 handteknir í dag vegna gruns um að hafa eitthvað vafasamt í hyggju.  Breska lögreglan fylgist með að minnsta kosti 30 hugsanlegum hryðjuverkahópum í landinu.  Viðbúnaðarstigið í New York er svo hátt og taugaveiklunin svo mikil að það skerðir lífsgæði borgarbúa.  Skýrsla birtist um sóun fjármuna í Írak, mest af peningunum fór í öryggismál, í stað uppbyggingar.  Hvernig ætla menn eiginlega að koma sér út úr þessu bulli öllu saman?
  2. Hvers vegna getur fólk ekki þagað í jarðarförum - ég hef nú frá áramótum verið viðstaddur fjórar jarðarfarir.  Undantekningalaust hafa einhverjir snillingar byrjað á léttu spjalli og einhverju bévítans flissi meðan gengið er með kistuna út.  Hvað á svona virðingarleysi að þýða?  Á hvaða forsendum mætir fólk til athafnarinnar ef ekki til að votta þeim látna og ættingjum hans virðingu sína?
  3. Finnst framámönnum í Frjálslynda flokknum framkvæmd kosninganna á landsfundi flokksins í lagi í alvörunni?  Þá meina ég í alvörunni?
  4. Til hvers eru Íslendingar að veiða hvali?  Er þetta nauðsynlegt eða eru menn bara að sýna að þeir láti ekki segja sér neitt fyrir verkum?

Maður veltir þessu nú bara fyrir sér!


Ég man varla ...

... eftir því að hafa horft á framlengingu í handbolta fyrr en þvílíkur leikur!  Frábær skemmtun, þó svo sigurinn hefði vel mátt lenda innan íslensku landhelginnar.  Þetta er enn eitt dæmið um hversu stutt er milli hláturs og gráturs, lífs og dauða, o.s.frv.  Eitt bloddí stangarskot á örlagastundu ... og heimsmeistaratitillinn farinn veg allrar veraldar.

Snorri Steinn algjörlega maður leiksins með 15 mörk og eftir vítakastið í lok venjulegs leiktíma set ég spurningarmerki við hvort maðurinn sé hreinlega maður - snúningsbolti eitthvað - þetta var svo ískalt að sjónvarpið næstum fraus. 


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Að vera í formi" III

Þrátt fyrir að hafa komist að einhverri niðurstöðu í gær varðandi skilgreiningu á því "að vera í formi", þá ætla ég að lagfæra hana svolítið, þar sem ég gleymdi algjöru lykilatriði.   

Ný skilgreining á því "að vera í formi" (og vonandi betri): "Að vera í formi er þegar líkamleg geta og andleg líðan einstaklings er í samræmi við raunhæfar væntingar hans um eigin líkamlega getu og andlega líðan." 

Hvaða væntingar gerir þú til eigin andlegrar líðan?  Ef þú ert stressuð/aður, finnst þér það ásættanlegt?  Viltu vera stressuð/aður?  Finnst þér það þægilegt?  Ótrúlega margir og alltof margir eru óánægðir með sjálfan sig, er það ásættanlegt viðhorf?  Ef ekki, hvert er þá ásættanlegt viðhorf?  Hvernig finnst þér að þér eigi að líða andlega?  En líkamlega?

Fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að koma sér af stað af hefja reglulega líkams- og heilsurækt, með það að augnamiði að komast í "form", ættu að velta þessum spurningum fyrir sér - ef til punkta eitthvað niður á blað, pæla í því.

Þetta eru orð dagsins frá Múrenunni.

 


Per, Óli og Austurbæjarskóli

Per fer náttúrulega fögrum orðum um íslenska landsliðið enda á hann hlutdeild í því, þar sem hann lagði sitt af mörkum til að móta fyrirliðann og handboltastjörnuna Ólaf Stefánsson (þá barnungan), í leikfimitímum í Austurbæjarskóla rétt upp úr miðjum 9. áratug síðustu aldar, EF mig misminnir ekki. 

Fari ég hinsvegar með rangt mál, þá bið ég Per, Ólaf og þá sem lásu þessa færslu, afsökunar. 


mbl.is HM: Fyrrum Framarinn Per Skaarup hrósar íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Að vera í formi" II

Eftir töluverðar vangaveltur og eftirgrennslan í tengslum við spurningu gærdagsins um hvað sé "að vera í formi", set ég fram eftirfarandi drög að skilgreiningu:

"Að vera í formi er þegar líkamleg geta einstaklings er í samræmi við raunhæfar væntingar hans um eigin líkamlega getu og andlega líðan."

Þannig ákvarðast "form" viðkomandi af hans eigin hugmyndum um að hvað er "að vera í formi" í stað þess að miðast út frá því hvenær öðrum finnst hann vera "í formi".  Fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér af stað að stunda reglubundna hreyfingu, gæti því verið ráð að velta eigin hugmyndum um "form" fyrir sér.  Einn gæti talið sig "að vera í formi" þegar hann getur gengið upp á Esjuna þó það taki hann heilan dag meðan annar lítur á sig "í formi" ef hann lýkur maraþonhlaupi á innan við 3 klukkustundum.

Að þessu sögðu segi ég bara pass!!

 

 


"Að vera í formi!"

Sífellt er hamrað á íbúum hins vestræna heims að huga að heilsunni og mikilvægi þess "að vera í formi".  Það eru haldin átaksnámskeið og aðhaldsnámskeið, í kjólinn eftir jólin - námskeið, o.s.frv.  Sett eru upp hvatningarkerfi, GetÆtlaSkal-kerfi, áskorunarkerfi o.þ.u.l.  Fullkomnir og glæsilegir líkamsræktarsalir til boðnir fram, næringaráðgjafar eru til taks sem og sjúkraþjálfarar, einkaþjálfarar, heilsuráðgjafar o.m.fl.  Samt er hin blákalda staðreynd sú að mjög hátt hlutfall þeirra sem vilja taka til hjá sér í heilsufarslegum skilningi, hafa sig ekki í það.

Nú er sjálfsagt ekki einhlít skýring á því hvers vegna svo er, en mitt mat er að stórlega vanti upp á hugarfar fólks sé virkjað með réttum hætti.  Því ætla ég að varpa fram einni spurningu sem mér finnst vera grundvallarspurning þegar fjallað er um líkamsrækt og hefur áhrif á allt sem á eftir kemur.  Spurningin er þessi:

Hvað þýðir það "að vera í formi"?

Þrátt fyrir að orðtakið sé mikið notað hef ég ekki, enn sem komið er, fengið fullnægjandi skilgreiningu á því.

 


Geir og lýsingarnar

Geir og lýsingarnar

Margir Íslendingar eiga það sameiginlegt þessa dagana að vilja veg íslenska landsliðsins í handbolta sem mestan og bestan, en einn er sá maður sem telja má mjög svo einarðan í stuðningi sínum við liðið en það er íþróttafréttamaðurinn Geir Magnússon, sem lýsir leikjum þess fyrir sjónvarpsáhorfendum.  Oft hefur það þó vakið athygli mína hversu kröftuglega hann leyfir sér að leggjast á sveif með landanum í lýsingum sínum og verða fyrir vikið ákaflega hlutdrægur.  Með því er ég þó ekki að segja að það sé neitt óeðlilegt við að Geir beri hag Íslands í alþjóðlegum keppnum fyrir brjósti sér ... en fyrr má nú rota en dauðrota.

Til að kanna hvort eitthvað væri hæft í þessum skoðunum mínum um meinta hugdrægni Geirs, tók ég upp á því í leiknum í dag, það er milli Íslands og Slóveníu, að skrá hjá mér hvaða orð Geir tók sér í munn annarsvegar þegar Íslendingar skoruðu og hinsvegar þegar Slóvenar gerðu mark.  Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

ÍslandSlóvenía
§          Glæsilegt mark!!!§          Guðjón Valur Sigurðsson!!!§          Logi Geirsson er búinn að skora!!! (Sagt 2 sinnum.)§          Snorri Steinn skorar (vítakast).§          Þetta er frábært hraðaupphlaup ... þvílík hraðaupphlaup!!!!§          Þvílíkt mark hjá Alexander!!!§          Það er allt að ganga upp hjá Loga Geirssyni í þessum leik!!!§          Snorri lyftir sér upp og skorar að hætti stórskytta!!!§          Glæsilega gert hjá Loga Geirssyni§          Snorri skorar 12. markið (vítakast).§          Éééééggggg skaaaaalllll segja ykkur það!!!!! Alexander Petterson setti hann úr mjög  erfiðri stöðu!!§          Snorri skorar með skemmtilegu skoti!§          Markús Máni með skot og í bláhornið!!§          Markús Máni með skot og mark!!!§          Sigfús Sigurðsson og þetta er mark!!§          Alexander Petterson ... glæsilegt hraðaupphlaup ... frábær sending frá Sigfúsi.§          Snorri skorar ... þetta var mikilvægt mark!!!§          Frábær línusending og Sigfús með skot í gólfið og í ... (hahaha) ... slána og inn!!!§          Jáááááaaaa ... það syngur í netinu!!! §          Logi Geirsson er óstöðvandi ... þetta var dýrmætt.§          Ólafur Stefánsson þrumar boltanum í netið!§          Róbert skorar fyrir Ísland og Íslendingar hafa aftur náð góðu frumkvæði í leiknum.§          Logi með ótrúlegt skot ... þetta er með ólíkindum!!!!§          Logi aftur á Guðjón Val og þeir skora!!!§          Hvað gerir Óli?!?  Hann þrumar knettinum í netið ... frábært mark hjá Ólafi!!!§          Ólafur skorar!!!  Ólafur Stefánsson með mark!!§          Snorri upp og hann skorar!!§          Og Guðjón Valur stekkur inn í vítateiginn og skorar!!!§          Hendurnar eru komnar upp hjá og Logi Geirsson skorar ... ótrúlegt en satt!!!!!!§          Og Róbert skorar með glæsibrag!!§          Slóvenar skora.  (Sagt 2 sinnum.)§          Þetta viljum við ekki sjá.§          Vel gert hjá skyttunni.§          Þeir skora. (Sagt 3 sinnum.)§          Hann skorar.  (Sagt 2 sinnum.)§          Þeir ná að skora.  (Sagt 2 sinnum.)§          Slóvenar skora úr horninu.§          Rutenka í gegn og hann skorar.§          Vel gert hjá Slóvenum.§          Rutenka með skot og mark.§          Rutenka á vítalínunni og hann skorar.§          Þetta er vel gert.§          Rutenka skorar.  (Sagt 2 sinnum.)§          Þetta gerði hann snyrtilega.§          Nú?!?§          Ojojojojojojojoooojjj ... þetta var gott mark.§          Lúmskt skot í gólfið og í netið.§          Þetta er mark.§          Hann nær að skora.§          Þeir ná nú að skora.§          X (missti af nafninu) skorar.§          Aleinn og óvaldaður og nær að skora.§          (Í 2 skipti sagði Geir ekkert þegar Slóvenar skoruðu.)

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband