28.9.2009 | 20:03
Mánudagsmetall
Góður mánudagur hér í Uppsala ...
Eftir helgarstuðið svaf Guðrún H. samtals í fjóra tíma í dag ... 2 x 2 tíma ... slíkt telst nú til tíðinda.
Alveg merkilegt að á virkum dögum, þ.e. þegar Lauga er í vinnunni, sefur blessað barnið frameftir nánast alla morgna, og ef ekki, þá er það 2 tíma morgunlúr ... hvorugt kemur til greina um helgar ...
... það hlýtur að bara að vera ein skýring á því ...
Annars er hún að æfa sig í að fara kollhnís þessa dagana ... gengur bara vel, nema hvað hún getur ekki enn farið knollhnís ...
Núna er ég með í gangi alveg stórmerkilega tilraun ...
... upphafleg hugmynd kemur úr bókinni "Chicken Soup for the Soul" (Kjúlingasúpa fyrir sálina) eftir Jack Canfield og Mark Victor Hansen.
Tilraunin felst í því að spyrja fólk sem mér þykir vænt um, hvort ég hafi sagt við það Í DAG að mér þyki vænt um það ... það er mjög mikilvægt að Í DAG sé með í spurningunni ... og hvað gerist?
Þrennt gerist ...
1. Fólk gleðst yfir því tíðindunum ...
2. Fólk heldur að ég hafi dottið á höfuðið, enda ekki beint þekktur fyrir játningar sem þessar ...
3. Ég verð allur annar ... með jákvæðum formerkjum ... því þetta er svo skemmtilegt!
Ég er búinn að prófa þetta á Laugu og Guddu í nokkrar vikur.
Hef verið að færa út kvíarnar með góðum árangri ...
Hvet alla til að prófa ... það græða allir ;) .
Annars var mikill vinna í dag ... fyrirlestrarskrif ... ég og Robert Gifford saman að undirbúa ...
Tvær myndir í lokin ... teknar með árs millibili ...
Þessar mæðgur eru "ofurkúl"!!!
Í fjörunni í Kiama ... 28. sept. 2008
Í stólnum í Uppsala ... 28. sept. 2009
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.