26.9.2009 | 22:37
Laugardagur 26. september 2009
Mjög góður dagur hefur runnið sitt skeið á enda hér í Uppsala ...
Hann hófst á geysilega innihaldsríku samtali okkar Laugu, um samskipti fólks og nauðsyn þess að gera það sem mann langar til í lífinu. Ég held satt að segja það þetta séu einhverjar allra skemmtilegustu umræður sem við höfum hreinlega átt ...
Eftir hádegið skruppum við út í hjólatúr, ... komum við í Gränby 4H-Gård, sem er ofurlítill húsdýragarður ekki langt frá þeim stað sem við búum. Reyndar telst nú varla til tíðinda að farið sé þangað, því ég og Gudda Syd förum þangað ekki sjaldnar en tvisvar sinnum í viku, til að skoða dýrin.
Sú stutta er nú óðum að venjast ferfætlingunum ... er þó enn nokkuð hrædd við svínin. Hrínið og rýtið í þeim hljómar ógnvekjandi ...
Svo var barnaafmæli í 4H og spillti það nú ekki fyrir ...
Eftir graflaxát með tilheyrandi, tók svo vinnan við. Nóg að gera eins og alltaf ... ekki nema fimm verkefni sem bíða óþreyjufull eftir að verða tekin fyrir.
Athugasemdir
Styð það að láta draumana rætast og gera það sem að mann langar til að gera í lífinu. Bið að heilsa Laugu minni og Helgu minni.
Kv. Linda
Linda Margrét Sigfúsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.