27.6.2008 | 10:56
Þjálfunardagur nr. 1
Í morgun hófst hin eiginlega þjálfun hjá Guðrúnu ... hér er að sjálfsögðu átt við þá þjálfun sem er nauðsynleg til að geta staðið sig afburðavel í því lífi sem nú blasir við henni.
Já, í morgun hófst 20. dagurinn, tími hinna rólegu daga var liðinn ...
Stúlkan var færð upp í viðeigandi búning, bláan að lit með rauðu sjali og framan á bringunni stóð "Superhero in training" ... svo sannarlega orð að sönnu!!
Í upphafi dagsins leit "Superhero-ið" svona út mætti, tilbúin í slaginn, ... eins og glögglega má sjá á þessari mynd!!
Svo tók þjálfunin á sig hinar ólíklegustu myndir og reyndi það töluvert á hetjuna ...
Svo var tekið hlé ...
Og eftir hléið héldu þjálfunarbúðirnar áfram ...
... af fullri hörku!!
Þetta "attitude" fékk ljósmyndari dagsins beint í andlitið frá hetjunni ungu!!
Svo tók þetta sem betur fer að róast aðeins, þegar líða tók á daginn ...
Að þjálfun dagsins lokinni ...
Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera í "Superhero"-þjálfun!!
Augljóst var að þjálfun dagsins var góð og strembin þennan daginn, því hin kappsama hetja kastaði mikið upp!! Samkvæmt alvöru æfingabókum fyrir sannar hetjur, telst það styrkleikamerki og vísbending um að æfing hafi verið góð ef ælt er reglulega meðan á æfingu stendur og eftir hana!!
Búningurinn verður þveginn í kvöld, þurrkaður í nótt og þjálfun heldur áfram af fullum krafti strax í bítið í fyrramálið!!
Athugasemdir
Ég spái því að hennar fyrsta maraþon verði að ári ... og í því hlaupi mun hún stinga pabba sinn af
Stjóri (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 01:37
Innilegar hamingjuóskir með þessa flottu super hetju kæru foreldrar. Það er frábært að geta lesið um öll afrek litla snillingsins.
Helga Snædal (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.