14.6.2008 | 13:48
Houdini er endurborinn
Á fyrri hluta síðustu aldar var uppi maður kallaður Harry Houdini.
Það sem hann vann sér helst til frægðar, voru galdrar og undankomur, þannig að einu virtist skipta hvort búið var illa eða vel um hnútana, alltaf sá kappinn lausn á málinu. Eitt af atriðum sem Houdini hafði gaman af því að sýna fólki, var á þá leið að hann lét hífa sig upp á fótunum með krana, tjóðraður í spennitreyju sem hefði haldið mesta geðsjúklingi heimsins í heljargreipum. Tveimur mínútum og þrjátíu sekúndum eftir að kraninn hóf Houdini á loft, var hann búinn að losa sig úr viðjunum og veifaði til fólksins ... hin "ósigrandi" spenniteyja átti með öðrum orðum ekki roð í meistarann ...
Houdini lést svo nokkuð sviplega úr lífhimnubólgu árið 1926, en hún orsakaðist af sprungnum botnlanga sem hann hirti ekki um að láta lækna meðhöndla, meðan ráðrúm gafst ...
En aðdáendur Houdinis ættu ekki að þurfa að örvænta lengur ... því hún er stundum kölluð Sydney Houdini ... og þrátt fyrir ungan aldur, hefur hún sýnt betri tilþrif en sjálfur Houdini gerði á svipuðum aldri ...
Atriði hennar um þessar mundir beinist aðallega að því að losa sig úr teppavafningum. Atriðið hefst með þeim hætti að hin nýborna Sydney Houdini er vafin allrækilega inn í teppi og báðar hendur eru látnar liggja niður með síðum. Skeiðklukka er svo sett af stað og viti menn, á undraskömmum tíma tekst Houdini að losa báðar hendur og mjög fljótlega eru fætur einnig lausir!!
Kíkjum á myndir af þessum sjónhverfingum ...
Svona byrjar þetta ...
og stuttu síðar gerist þetta ...
Takið eftir gleðisvipnum í andlitinu, í sama vetfangi og losnar um hendurnar!!
Töluvert var um heimsóknir hjá okkur í dag ... sem var náttúrulega alveg frábært.
Rosa vinkona okkar bauðst til að fara í búðir fyrir okkur, og kaupa samfellur á Houdini og eitthvað sem kallast "baby sling", sem er einhvers konar poki sem hægt setja undankomumeistarann í þegar þarf að fara milli húsa ...
Þetta var alveg æðislegt hjá henni Rosu, ... hún er meiriháttar!!!
Crighton og Katy komu líka og stoppuðu lengi. Þau voru með gjöf meðferðis og einnig kort sem innihélt ljóð sem þau höfðu samið og er eftirfarandi:
Pall + Layla from Iceland had a new baby girl!
A beautiful Aussie; a sweet little pearl.
With the nose of her mum,
and the eyes of her dad.
She made everyone feel
happy + glad!
Ekki amalegur kveðskapur þetta!! :)
Nokkrar myndir af gestunum!!
Katy, hin þýska, var geysilega hrifin af Houdini, jafnvel þótt hin síðarnefnda hefði ekki verið upp á sitt allra besta
Crighton frændi kominn með Houdini í hendurnar og fílar það bara vel. Hann lagði talsvert á sig að reyna koma barninu í skilning um að það væri Ástrali en ekki Íslendingur!!
Já, það er gaman að vera lítill og fá svo mikla athygli að hálfa væri nóg!!
Athugasemdir
Innilega til hamingju með skvísuna! mér finnst hún ætti bara heita Þórdís!! ;D gerist ekki íslenskara hehehe
hún er ótrúlega falleg :)
Bestu kveðjur frá íslandinu
Dísa
Dísa (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:28
Við hlökkum til að sjá Sydney Houdini á sviði hér heima á klaka... hvar pantar maður miða á sýninguna??
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:30
Ennn gaman að sjá allar nýju myndirnar, þvílíkt bjútí sem hún Sydney litla er!!! Annars tókuði ykkur vel út á skjánum í brúðkaupinu í gær er að hlaða upp myndbandið á youtube og mun setja á bloggið mitt!! Hlökkum svooo til að sjá ykkur í næstu viku! knús og kossar frá klaka Fjóla og Neil
Fjóóóólllann!! (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.