Sunndagur 11. mars 2012 - Gestir, buffkökur og samtöl við BJ

Nú er vorið komið til Uppsala ... alveg dæmalaust fínt veður í dag ... 

... og við erum með gesti því amman á Sauðárkróki og nafna hennar, alnafna meira að segja, frænkan úr Grindavík erum mættar.

Guddan og Stubbi eru alveg í sjöunda himni með sendinguna enda fá þau bæði endalausa athygli núna ...

---

Hljóp aftur í dag rúma 10 km ... miklu auðveldara en síðustu helgi og nú er bara að vona að ég leggist ekki rúmið eins og síðast.

Hitt liðið eins og það lagði sig hélt hinsvegar á vit ævintýranna niðri í bæ ...

Í kvöld voru svo snæddar alveg hreint indælar buffkökur með lauk :)

---

Guðrún hefur verið upptekin af því að teikna myndir síðustu daga ... og það sem meira er henni hefur verið mikið í mun að sýna Bjarna Jóhanni frænda sínum myndirnar. Þar sem þau búa í sitthvoru landinu hefur Skype verið notað í þessum tilgangi.

Það er allmerkilegt hvernig þessi samtöl fara fram ... já og sosum ekki bara þessi samtöl heldur bara öll samtöl yfirleitt þegar GHPL og Bjarni tala saman, því GHPL talar ekkert við Bjarna meðan á útsendingunni stendur, þess í stað hleypur hún út um allt, nær í alls konar hluti, og gerir alls kyns kúnstir sem eiga tiltölulega fátt sameiginlegt við gott samtal í gegnum Skype. Hún er jafnvel löngum stundum í öðru herbergi en tölvan ... sjálfsagt þess fullviss að BJ sitji agndofa fyrir framan tölvuna heima hjá sér og horfi á hvað hún er að sýsla við ... 

En haldi GHPL það, þá er það mikill misskilningur, því BJ gefst upp og úr verða einhver mjög losaraleg samskipti, þar sem blessuðum börnunum bregður fyrir á skjánum öðru hverju :) ... það endar svo með þeim hætti að foreldrarnir taka yfir samtalið. Fyrst eru mæðurnar með en svo taka feðurnir yfir og tala klukkustundum saman ...  gjarnan svo lengi að allir aðrir eru löngu sofnaðir þegar samtalinu lýkur.

Það skemmtilega í þessu er að ferillinn á þessum samtölum er, ég leyfi mér að segja, alltaf nákvæmlega sá sami ... :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þarna er skype-samskiptunum rétt lýst :) Það er kostulegt að fylgjast með því hvernig þau litlu nýta sér tæknina, og ekki síður gaman að sjá þessa mögnuðu listsköpun GHPL. Hún vinnur líklega hraðar en ERRÓ og þá er nú mikið sagt :) 

Bið að heilsa öllum í kotinu... 

Stjóri (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband