4.3.2012 | 21:36
Sunnudagur 4. mars 2012 - Jógúrt, hlaup og málning
Morgunmatur og GHPL hellir bláberjajógúrt í skál ... niðurstaðan sést á myndinni ...
Henni var góðfúslega bent á það að hún yrði að læra að stoppa þegar hún hellti jógúrt í skál. Svo fús var hún til námsins að þegar ég hellti mjög hæfilegum skammti af jógúrt í skál handa sjálfum mér nokkrum mínútum síðar, rak hún upp stór augu og í henni gall: "Pabbi, þú verður að kunna að stoppa!!"
Í morgun hljóp ég, í frábæru veðri, meira en 10 km í fyrsta skipti síðan 2008 ... meira að segja 500 metrum betur.
Fínt að sjá að maður er í standi til að gera þetta ... reyndar er alveg rúm fyrir bætingu, ég hljóp þetta á um 70 mínútum.
Ég er nefnilega að stefna á hálfmaraþon á þessu ári ... hið fyrsta síðan 2007, þegar ég hljóp "The Hidden Half Marathon" með James félaga mínum í Bankstown í Sydney.
Málið er samt að þessi hlaup núna eru miklu skemmtilegri heldur þau hafa nokkrum sinnum verið því mér finnst ég vera að framkvæma þau á "réttum" forsendum.
Eftir hádegið var síðan málningarsession hjá okkur ... reyndar var stubbur svo brjálæðislega hjálplegur að vakna nákvæmlega þegar "sessionin" hófst og fara svo aftur að sofa nákvæmlega þegar búið var að ganga frá aftur ... einmitt vegna þess að Laugu gekk lítið að mála með hann í gírnum.
Hún skaut því fram í gríni að hann myndi örugglega sofna þegar við hættum ... gutti tók hana á orðinu!
Svo var karl kominn með hita í kvöld þannig að þetta er bara "eins og það á að vera" ;) .
En það er alveg merkilegt hvað maðurinn ætlar að vera lengi að koma sér upp á endann ... um áramótin hélt ég að þetta væri dagaspursmál ... hann tók nú reyndar 5 - 6 skref óstuddur í morgun en kommon ... það eru liðnir 60 dagar af nýja árinu.
---
GHPL er búin að finna það út að kalla bróður sinn "Gussa" ... óskiljanlegt ...
Mun skiljanlegra er þegar hún sagði við mig í miðri málningarvinnunni: "Þegiðu drengur!" ... hún spurði mig líka þegar ég var að fara út að hlaupa í morgun: "Ertu að fara að syngja eða sk*ta?" "Guðrún(?!) ... ég er að fara út að hlaupa!" "Ókei!"
Þessi kjaftháttur er kominn beint frá mér ... mér virðist ganga illa að skilja að "pottarnir hafa eyru" :/ .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.