Fimmtudagur 12. janúar 2012 - Skil og gítarleikur

Óskaplega var góður árangur sem náðist í dag ... mér tókst að loksins, já loksins að senda inn svör við athugasemdum við fyrstu vísindagreinina mína til ritstjóra Journal of Environmental Psychology.

Þessi vegur hefur verið þyrnum stráður. Óhætt að segja það.

Það tók langan tíma að koma greininni saman en hún fór til JEP 20. janúar 2011 ... fyrir rétt tæpu ári. Svo heyrðist bara ekkert frá blaðinu fyrr en 30. ágúst sl. ... þ.e. 7 mánuðum síðar. Venjan hjá þessu blaði er að ekki líði meira en 3 mánuðir frá því maður sendir inn og þar til maður fær eitthvert svar.

Þann 30. ágúst fékk ég sum sé svar ásamt umsögnum. Tvær voru mjög pósitífar og ein mjög neikvæð ... sagði bara allt ömurlegt og vildi ekki sjá þessa rannsókn á prenti.
Þegar rýnt var í þessa umsögn kom í ljós einhver mesta þvæla sem ég hef lengi lesið. Sá sem skrifaði sagði tæknina sem ég notaði í rannsókinni, sem var þrívíddar tækni sem aldrei hefur verið notuð fyrr í rannsóknum innan þess geira sem ég starfa, úrelta og sagði að tölfræðilegu greiningarnar mínar væru rugl og alltof flóknar, en viðurkenndi svo að reyndar að tölfræði væri ekki hans sterkasta hlið.

Í lokin sagðist hann ekki geta metið hvort niðurstöður mínar væru góðar eða vondar því þetta væri bara allt svo lélegt ...

... persónulega held ég frekar að mat á gæðum niðurstaðna hafi byggst á því að viðkomandi aðili skildi ekki baun í því sem verið var að gera í rannsókninni.

En jæja, það þurfti að verja töluverðum tíma í að vinda ofan af þessari vitleysu og svara henni. Það getur nefnilega verið mjög erfitt að svara gagnrýni sem byggist að megninu til á tómri vitleysu.

Með aðstoð leiðbeinanda míns hafðist það svo af í kvöld, þremur mánuðum eftir að því átti að vera lokið.

Það er von okkar að greinin verði samþykkt í þetta sinnið ... án teljandi athugasemda ...

---

Í kvöld vorum við Lauga búin að ákveða að vinna áfram í laginu sem við erum að semja ... en það fór allt í rugl því ég var svo lengi að senda greinina frá mér ... var ekki kominn heim fyrr en um 8-leytið og við borðuðum ekki fyrr en um 10-leytið.

Allt í bullinu sum sé ...

... en Lauga ákvað að grípa í gítarinn engu að síður ... 

 

Það er hægt að telja á skiptum annarrar handar þau skipti sem hún hefur tekið í gítar ... og það verður að segjast eins og er að framfarirnar eru ótrúlega miklar á ótrúlega stuttum tíma ... :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband