Þriðjudagur 18. janúar 2011 - Allt í góðu og smá vangaveltur

Geysilega góður dagur að baki óhætt að segja það ... sem endaði með góðum sigri í handboltanum núna í kvöld.

Þau hlaðast inn verkefnin hjá mér ... núna er ástandið næstu vikurnar þannig að ég sé bara ekki út úr augum.

Það er því ekkert annað í stöðunni en bara ráðast á hauginn og pæla sig í gegnum hann ...

---

Stemmningin á heimilinu er afskaplega góð.

Engin heimsmet sett í dag ... svo vitað sé ... ágætt að hafa frídaga í því öðru hverju.

---

Já, annars er bara lítið að segja núna ... það hringlar bara umhverfissálfræði í hausnum á mér núna og ég er nú ekki í stuði til að fara að skrifa mikið um það.

... og þó ... eitt stutt en merkilegt ...

Las grein í gær sem fjallaði um það hvernig umhverfið hefur áhrif á hugsunarhátt fólks.

Það voru bornir saman hópar fólks sem upplifðu náttúrulegu umhverfi og í "ekki náttúrulegu" umhverfi.

Og í ljós kom að það hugsun fólks sem var í náttúrulega umhverfinu einkenndist meira af umhyggju fyrir öðrum, dýpri samskiptum við aðra og því að þroskast sem persóna meðan hugsun fólks í "ekki náttúrulegu" umhverfi snerist meira um ytri gæði, frægð, peninga og ímynd.

Í ljósi þess hvernig gildsmat og hugsunarháttur í vestrænum samfélögum er og hefur þróast, þ.e. þar sem frægð, peningar og ímynd, er það sem mestu máli skiptir, eru þetta að mínu mati stórmerkilegar niðurstöður.

Um 75% fólks á Vesturlöndum býr í "ekki náttúrulegu" umhverfi, þ.e. í þéttbýli og þessar niðurstöður óneitanlega styðja þá ályktun að það eitt að svo mikill meirihluti fólks búi í slíku umhverfi sé ástæða þess að hinn "veraldlegi" hugsunarháttur sé jafn almennur og raun ber vitni. 

Maður hefur margoft heyrt talað um mikilvægi sjónvarps, internets, blaða o.s.frv. í þessu samhengi en aldrei fyrr hef ég séð neitt um áhrif hins efnislega umhverfis.

Afar merkilegt finnst mér.

---

Mynd af "gítarsnillingum" heimilisins en ótrúlegur áhugi er á gítarleik meðal allra heimilismanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband