10.1.2011 | 22:12
Mánudagur 10. janúar 2011 - Frídagur í skólanum
Það var frídagur í leikskólanum í dag ... þetta sem kallað er því skrýtna nafni "starfsdagur kennara". Eftir því sem ég best veit var allsherjar "starfsdagur kennara" í Uppsala.
Lauga fór til Stokkhólms í dag ...
Þetta þýddi að við Guddan vörðum deginum saman ...
---
Annars hef ég tekið eftir því hvað ég leik alltof lítið við Gudduna, svona almennt séð.
Ég er svona "fimm mínútna leikfélagi" ... sem þýðir að ég leik við hana í svona hámark fimm mínútur í einu og svo fer ég að gera eitthvað annað. Ekki endilega neitt merkilegt ... bara eitthvað.
Ég fór nýlega að pæla í því af hverju ég er bara "fimm mínútna leikfélagi" og hef komist að þeirri niðurstöðu að ég fyllist óþoli við að leika við hana ...
... einhvers konar tilfinning um að tímaeyðsla sé að eiga sér stað.
Svona svipað og þegar maður keyrir einhvern í apótek og bíður út í bíl ... og afgreiðslan tefst af einhverjum ástæðum og það er ekkert í útvarpinu til að hlusta á. Þá fyllist maður samskonar óþoli.
---
Ég dauðskammast mín fyrir þetta ... satt að segja ...
... og þess vegna tók ég mig tak í dag og sinnti engu nema samskiptum við dótturina.
Engir "short-cuttar" eins og video voru leyfðir, engar skammir og rifrildi, grátur eða gnístan tanna ... bara "basic"-atriði tekin fyrir ... kjöt og kartöflur ...
Við spjölluðum saman, sungum, rökræddum aðeins ;) , dönsuðum, skrifuðum, teiknuðum, lásum, fórum út, fórum í gamnislag, borðuðum, drukkum, fórum í eltingaleik, lögðum okkur og fórum svo í sund með Sverri og Jónda í kvöld.
Við vorum sumsé algjörir perluvinir í dag ... og óþolið hjá mér var í algjöru lágmarki.
Þetta er náttúrulega ekki hægt að láta svona ... ég veit ekki hvað maður heldur að maður sé eiginlega ... andskotinn hafi það!!!
Manneskja dagsins hjá síðuhaldara ...
Athugasemdir
Hver vann gamnislaginn?
Guðmundur Sverrir Þór, 11.1.2011 kl. 00:04
Blessaður ... ég buffaði hana ;)
Páll Jakob Líndal, 11.1.2011 kl. 09:15
Já var þettað ekki bara gaman
Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 15:38
Þetta var bara frábært!
Gleymdi bara að setja það inn í færsluna :) .
Páll Jakob Líndal, 11.1.2011 kl. 18:32
Kúl :)
thora (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.