Fimmtudagur 6. janúar 2011 - Nýi bossinn

Við matarborðið í kvöld var Lauga að velta fyrir sér dularfullum fugladauða út um allan heim.  Guddan sat og las Barbapapa á meðan hún tuggði hrísgrjónagrautinn og rúsínurnar.

Lauga var stödd í miðri setningu, þegar upp úr þurru Guddan leit reiðilega upp frá bókinni, teygði fram höndina, þannig að flatur lófinn vísaði beint í andlit móðurinnar og sagði hátt og skýrt:

"Sluta!!" (fyrir þá sem ekki skilja sænsku má þýða "sluta" sem "hættu")

Lauga maldaði eitthvað í móinn en þá slengdi Guddan aftur fram höndinni og ítrekaði:

"Sluta!!

Ég gat nú ekki annað en skellt upp úr. Sneri þá Guddan sér að mér.

"Sluta!!

Lauga leit á mig ... "Hver er það eiginlega sem núna ræður á þessu heimili?!?

---

Síðustu daga hefur Sydney Houdini komist upp á lag með að nota frasann "á morgun". Iðulega þegar maður biður hana um eitthvað eða spyr hana einhvers er svarið "á morgun".

Óhætt er að segja að vitleysan hafi náð hámarki í kvöld þegar Lauga spurði hana hvort hún vildi ekki fara að sofa.

"Á morgun" var svarið. 

---

Annars hefur verið hríðarkóf hér í Uppsala í dag ... ekkert þó í líkingu við þann veðurofstopa sem mér skilst að ríki á Íslandi.  En á uppsalskan mælikvarða er þetta bara mikið veður. 

---

Að öðru leyti hefur dagurinn liðið við skýrsluskrif ... nú er ég að lenda skýrslunni sem ég er að skrifa fyrir Djúpavogshrepp.


Þarna situr sá sem valdið hefur upp á stofuborðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband