Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Fyrsta bloggið árið 2016

Jæja, nú er aftur komið að því að ætla að blogga ... það er ekki annað hægt þegar maður býr með einum 4ra ára og einni 7 ára.

"Drífum okkur og hlaupum inn" hrópaði 4ra ára hetjan í gærkvöldi og hljóp umsvifalaust inn, þegar Guðrún Ósvífursdóttir sprengiterta hóf upp rausn sína. "Ég var ekkert hræddur bara orðinn þreyttur og vildi komast inn" var svarið þegar spurt var hvort hann hefði orðið hræddur. 

Í kvöld stendur til að sprengja svolítið en hetjan unga ætlar ekki að fara út og fylgjast með - hann ætlar ekki að fara út vegna þess að "það er bara hávaði". Í staðinn horfir hann út um gluggann.

Guðrún stóðst nú varla álagið að fylgjast með nöfnu sinni springa upp í loftið. Látbragðið var dálítið eins og væri verið að flýja sprengjuárás.

---

Annars blasir við nýtt ár sem vonandi verður heillaríkt fyrir sem flesta. Sjálfur ætla ég að leggja lóð mín á vogarskálirnar til að svo verði. 


Að byrja að blogga á nýjan leik

Ég er lengi búinn að ætla mér að byrja að blogga aftur - en tölvuleysi heima fyrir hefur háð mér. En nú er búið að bæta úr því.

Hlutirnir hafa tekið á sig aðra mynd en síðast þegar bloggaði, sem eðlilegt er þegar meira en 1,5 ár líður milli þess að fært sé inn á síðuna.

En Palli er búinn að vera veikur síðustu daga, og er orðinn dálítið súr yfir því. Það birtist helst í hundfúlum tilsvörum drengsins. Það var nú samt ekki annað hægt en að glotta út í annað í morgun.

Þá lá nafni í fleti sínu og vildi ekkert við mig tala, bauð alls ekki góðan daginn og svaraði engu. Guðrún sat með okkur ... 

 

Ekki varð meira úr þessari færslu ... sem skrifuð var 19. febrúar 2015 :/


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband