Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
12.5.2013 | 02:52
Laugardagur 11. maí 2013 - Á námskeiði
Á fimmtudagskvöld og allan föstudaginn var ég á mjög skemmtilegu námskeiði hjá Dale Carnegie. Um var að ræða undirbúningsnámskeið fyrir þjálfaranámskeið sem ég mun sitja í næstu viku.
Þetta er geysilega áhugaverð fræði og alveg hrikalega krefjandi. Í næstu viku mun mæta ástralskur þjálfari en svo skemmtilega vill til að ég var hjá honum á DC-námskeiði í Sydney fyrir rúmum fjórum árum.
Þegar ég kvaddi hann þá gerði ég nú ekkert sérstaklega ráð fyrir því að hitta hann aftur en svona er heimurinn nú lítill - nú er hann mættur til Íslands og við samstarf okkar heldur áfram hérna hinum má hnettinum.
Síðari hluti þessa dags og alveg fram á nótt hefur farið í undirbúning fyrir mánudagstímann og það verður sá undirbúningur áfram á dagskránni á morgun. Þetta er alveg hellingur af efni og krefjandi námskeið þannig að það er klárt mál að það þarf að undirbúa sig vel.
Og af því að klukkan er næstum því þrjú að nóttu þá slæ ég botninn í þetta núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2013 | 17:10
Miðvikudagur 8. maí 2013 - Sumargleði
Svei mér ef sumarið er ekki að detta inn - það er nú líka eins gott, því í kvöld skal haldið í "Sumargleði". Þetta er víst alvöru partý - dresskód og tilheyrandi.
Það er svolítið gaman að upplifa sumarið detta inn svona snemma í Reykjavík - mig minnti einhvern veginn að það ætti að vera seinna á ferðinni. En minnið er eitthvað að svíkja mig ... ég hef ekki upplifað íslenskt vor síðan 2006.
Bróðir og mágkona á Akureyri eru ekki alveg í sömu hugleiðingum ... þar er fagnað hverjum snjólausum klukkutíma. En það er einföld lausn við þessu hvimleiða snjóvandamáli ... sem er að færa sig sunnar á landið.
Ég held að þetta sé eitthvert innhaldslausasta blogg sem ég hef skrifað en ég þori ekki annað en að fylla út í bloggkvótann vegna fjölda einlægra áskorana um að halda úti bloggsíðu. Hinsvegar er ég svo stressaður núna að ég nái ekki að komast í búð til að kaupa sumarföt fyrir "Sumargleðina" að mér dettur ekkert af viti í hug.
Jú, hér er eitt sem verður að dokjumentera. Guðrún hefur lengi verið lin þegar kemur að því að borða eitthvað annað en ís og kex. Hún samþykkir aldrei ábót á diskinn ... fyrr en í gær ...
"Viltu meiri jógúrt?"
"Hmmmmmm ... hmmmmm ... hmmm ... já takk!"
Kraftaverkin gerast enn.
Sumarmynd í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2013 | 23:40
Mánudagur 6. maí 2013 - Best að byrja aftur
Jæja ... núna er ég búinn að fá svo margar fallegar beiðnir um að fara að blogga aftur að ég læt tilleiðast. Reyndar var síðasta beiðnin kannski ekki alveg með blíðasta móti þannig að nú bít ég í skjaldarrendur og tek á því. Annars gæti farið illa fyrir mér ... eftir því sem mér skilst. Alltaf gott að hafa góða hvatningu :) .
Það er náttúrulega óhemjumikið búið að gerast frá því ég átti afmæli og bloggaði síðast. Verst er að ég er svolítið búinn að gleyma flestu af því sem fréttnæmt er ... en jæja ...
---
Palli sonur minn breytist lítið hvað varðar eilífar neitanir - það er nánast sama að hverju hann er spurður, svarið er í 99,99% tilfella "nei".
Raunar er það svo slæmt að um daginn þá álpaðist drengurinn til að segja "já" og Guðrún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. "Hann sagði "já"", hrópaði hún glaðbeitt og hljóp til mín - já, það var svo sannarlega ástæða til að fagna. Ég er ekki frá því að hún hafi fengið aukaslag þegar hún heyrði "já"-ið - svo óvænt var það.
Palli getur þó sagt ýmislegt annað en "nei" - hann getur t.d. sagt "Vuvún" og á þá við systur sína Guðrúnu. Svo getur hann sagt "Lalla" og þá er hann að tala um sjálfan sig.
Guðrún er hinsvegar með hressasta móti - svona oftast nær. Hún vill helst alltaf vera að gera æfingar og nýlegir þættir á RÚV um Skólahreysti hafa verið sem olía á eld - núna hendir hún sér fyrirvaralaust í gólfið á öllum mögulegum og ómögulegum tímum og fer að gera armbeygjur. Það var nú ekki hægt annað en glotta útí annað þegar GHPL tók einn daginn upp á því að gera armbeygjur þannig að fæturnir voru uppi á stofuborðinu en hendurnar á gólfinu. Svo var byrjað. Skólahreysti.
Jæja ... nú hljóta hlutirnir að fara að gerast á þessu bloggi. Læt þetta duga í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)