Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
30.5.2011 | 21:08
Mánudagur 30. maí 2011 - Félagi Friðriks mánaðargamall
Þá er stubburinn orðinn mánaðargamall ... þetta er fljótt að líða ...
Hann hélt upp á daginn með því að vera gjörsamlega ómögulegur fyrri part dags en seinni partinn hefur hann verið alveg eins og ljós ...
... gæti verið vaxinn upp úr "óþekktinni" ...
Afmælisbarn dagsins
---
Að sjálfsögðu var haldið upp á daginn með tilheyrandi ...
Við gerðum okkur ferð út á róluvöll í góða veðrinu og vorum með nesti í farteskinu. Svo var blásið til veislu.
Afmælisbarnið svaf eins og steinn ...
... meðan afmælisgestirnir gerðu sér glaðan dag ...
Þetta hefði getað orðið flott mynd ... stokkið ofan af trjábolnum ...
---
Í tilefni dagsins ákvað Tani H að halda höfði í fyrsta skipti í dag ... að minnsta kosti í fyrsta skiptið fyrir framan myndavélina. Enda er nú dagurinn til slíkra aðgerða ...
---
Svo gerðist annað stórmerkilegt í dag ...
"Villingurinn" breyttist í blómarós ...
Mörgum þótti tími til kominn ...
... ástæðan var að í dag sá móðirin mynd af dótturinni á bekkjarmynd í leikskólanum ... þá þótti nóg komið :) .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2011 | 23:05
Sunnudagur 29. maí 2011 -
Þá er helgin að baki ...
... húsfreyjan hefur ekki gengið alveg heil til skógar þessa tvo síðustu daga. Hefur það að sjálfsögðu spillt ánægjunni svolítið.
Allt horfir þó til betri vegar.
---
Tani H er algjör grenjuskjóða ...
Tani H í góðum gír eða þannig ... útsteyptur í einhverjum fj***num í andlitinu ... kannski ekki furða að kappinn sé óhress.
Hann er búinn að grenja í svona um það bil 4 daga samfleytt ... kannski ekki samfleytt ... kannski meira svona að hann fer yfirleitt alltaf að grenja þegar hann er lagður einhvers staðar.
... og magnið sem fer ofan í blessað barnið ... hann mun snúa mig niður með vinstri eftir tvö ár ef þetta heldur svona áfram ...
Það veitir því varla af öðru en að halda sér í góðu formi.
---
Ekkert lát er á áhuga og yndislegheitum systurinnar ...
---
Prinsessuævintýrið heldur áfram ... kjóll, dansskór og dans á hverjum degi ... jafnvel neitað að fara út öðruvísi en í kjól og dansskóm. Það verður jú að vera hægt að dansa úti.
Það er aldrei samþykkt ...
En sem betur fer, fer fókusinn á aðra hluti þegar komið er út ...
---
Að lokum er svo myndband af frökeninni að púsla þjóðfánum Evrópulanda. Þetta púsluspil var keypt fyrir löngu síðan og hefur áhuginn á því farið stigvaxandi.
Líkt og með aðra sambærilega hluti hefur GHPL allt um það að segja hvort þetta púsluspil sé tekið fram eða ekki. Í mínum huga er þetta bara skemmtileg tilraun ... og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hægt er að kenna þessum blessuðum börnum ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2011 | 22:49
Föstudagur 27. maí 2011 - Bloggið í dag
Þessi dagur hefur einkennst af vinnu við að strúktúrera doktorsverkefnið mitt ... búa til útlínur og kaflaheiti ...
Það er komið að þeim kafla í þessu blessaða námi mínu að fara að rita sjálfa ritgerðina ... stefni á svona 25.000 orð og svo verður þremur greinum hnýtt aftan við, þannig að þetta mun teygja sig eitthvað yfir 50.000 orð væntanlega. Sem eru um 200 blaðsíður.
Sem betur fer á ég orðið töluvert af efni þannig að "cut" og "paste" vinnu er í burðarliðnum.
En ég ætla að láta þetta ganga hratt fyrir sig.
---
Ég er síðustu misseri búinn að vera að líta eftir hljómsveit til að syngja í ... búinn að hafa samband við nokkrar en undirtektirnar eru heldur dræmar.
Þó setti ein sig í samband við mig í gær og vildi meiri upplýsingar ...
... svo verður bara að sjá til ...
En ég mun ekki hætta fyrr en ég verð kominn í einhverja sæmilega sveit ... ;)
---
Af öðrum er svo sem allt gott að frétta ... Tani H er svolítið "lítill" þessa dagana en eftir góðan árangur með soðna vatnið hefur komið bakslag.
Við þurfum bara að sjá hvort hann "stækki" ekki aftur fljótlega ...
Guddan er enn mjög ábyrgðarfull þegar kemur að "litla barninu" eins og hún kýs að kalla það. Það er kysst og því klappað eins og morgundagurinn sé enginn. Eins og staðan er í dag þarf Tani H engu að kvíða.
Sofandi Tani þegar þrjá daga vantaði í 4 vikur.
Sofandi Syd þegar 1 dag vantaði í 4 vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2011 | 21:36
Miðvikudagur 25. maí 2011 - Prinsessur, kraftaverk og fótbolti
Það er skollið á prinsessuæði.
Nú vill GHPL bara vera í kjólum og spariskóm ... og dansa ... helst við prins ...
Ástæðuna má að öllum líkindum rekja til þessara þriggja fyrirbæra ...
... videomyndarinnar um Öskubusku ...
... bókarinnar um Öskubusku, Þyrnirós, Mjallhvíti, Ariel, Jasmine og Fríðu ...
... púsluspilsins sem skartar þeim stöllum ...
---
Amman á Sauðárkróki kom með töfraráð í gær ...
Lauga var að segja henni að Tani H léti ófriðlega og það væri varla hægt að leggja blessað barnið frá sér öðruvísi en hann færi að æpa.
"Gefðu honum soðið vatn úr pela" sagði amman.
Það var gert ...
Ég hef aldrei vitað til þess að nokkrum manni hafi orðið jafn gott af soðnu vatni!
Tani H hefur verið algjörlega eins og engill síðan dreypt var á vatninu. Búinn að sofa meira og minna í allan heila dag.
Það má líkja þessu við kraftaverk ...
... amman veit hvað hún syngur ...
---
Í gærkvöldi skrapp ég á fótboltaæfingu, þá fyrstu síðan árið 1997 ...
... við getum orðað það þannig að ég hafi spilað með betra liði en Vaksala SK ... en þetta var svo sem ágætt. Að minnsta kosti fín leið til að komast í svolítið betra form og rifja upp gamla takta.
Fór svo aftur í fótbolta í kvöld ... í þetta sinnið hjá 20 mínútum ... sæmileg mæting þar en óhætt að segja að æfing gærdagsins hafi aðeins setið í.
En þetta er allt að koma ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2011 | 21:32
Mánudagur 23. maí 2011 - Vökur og heimkoma
Óhætt er að segja að kvöldi hafi verið ofurlítið töff ... þar sem báðir ormarnir harðneituðu að fara að sofa.
Guddan var orðin svo rugluð að hún vissi alls ekki hvað hún hét. Þegar hún loksins slakaði á, sofnaði hún á innan við mínútu.
Tani H heldur uppi fjörinu og nú búinn að vaka í þrjá klukkutíma samfleytt. Hann hefur verið ósköp ljúfur, svo framarlega að honum sé hossað vel og innilega. Því meira, því betra.
Við Lauga höfum í dag verið að ræða það að kaupa málningarhristara ... svo mögulegt sé að leggja blessaðan drenginn frá sér í meira en tvær mínútur.
Guðrún var svo dæmalaust góð í dag, eftir að komst í veski móður sinnar að útbýta myndum sem þar var að finna.
Hverjum og einum var fengin sjálfsmynd ... og staðhæfði GHPL að passamynd sem tekin var af henni sjálfri í Sydney fyrir um 2,5 árum, væri af Tana H.
Þess vegna fékk hann að hafa þá mynd ...
Það er nokkuð víst að það verður enginn útundan hjá Guddunni ...
---
Að lokum er hér myndband sem sýnir þegar systkinin sáust í fyrsta sinn hinn 2. maí sl. Það var sérstaklega beðið um að þetta "móment" væri "dokjumenterað" ... það var gert og hér er afraksturinn ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2011 | 21:06
Sunnduagur 22. maí 2011 - Fréttir af jólatrénu og myndir
Þann 30. september sl. flutti ég frétt hér á blogginu af jólatrésgróðursetningu ... þeirri íburðarmestu sem ég hef sé um mína daga. Það var bókstaflega engu til sparað ...
Eftir langan vetur þar sem tréið var látið skarta sínu fegursta með stóra jólaljósaseríu um sig mitt ...
... þá virðist sem tilvistarkreppa hafi gert vart við sig ...
Þegar snjóa tók að leysa brugðu góðir menn á það ráð að vefja striga utan um tréið ...
... en það hefur ekki dugað ... eins og sjá má ...
Jólatréið er ljósbrúnt á litinn ... sem þykir ekki styrkleikamerki ...
Það verður fróðlegt að sjá framvinduna í þessu máli ...
---
Annars er helgin búin að vera alveg feykilega góð ...
Við skruppum t.d. í góðan göngutúr í gær ... áttum gott spjall, tókum myndir og höfðum gaman.
Tani H svaf í vagninum allan göngutúrinn þannig að engar myndir eru af honum ...
... þær myndir verða bara að bíða betri tíma ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2011 | 22:57
Föstudagur 20. maí 2011 - Snuð og meiri Guð-ni
Því er ekki að neita að dagarnir eru nokkuð keimlíkir en ganga vel.
Börnin eru alveg eins og ljós ... og ekki versnaði það við það að Tani H fékk snuð ...
---
Reyndar verður að segja eins og satt er að Tani H hefur svona við og við verið að gera út af við móður sína ... sífellt kvartandi blessaður ...
Það var því ákveðið að tékka hvort snuðið gæti ekki virkað ... og ó jú ... Tani H er afar mikill "snuddukarl" ...
Það var nú systir hans líka ... aðeins þó í nokkra daga ... eða allt þar til Lauga spurði hana hvort hún ætlaði að verða "snuddukerling". Þá snarhætti snuðið að virka og hefur ekki farið upp í hana síðan, ef frá eru talin örfá undantekningartilfelli.
Hvort Tani H sé alvöru "snuddukarl" með stóru S-i verður bara að koma í ljós ...
---
Ég er enn mikið að spá í Guðna og bókinni hans ... sem mér finnst alltaf verða betri og betri ...
Það sem mér finnst merkilegast núna eru "markmið" og "tilgangur".
Það er mikið rætt um markmið og mikilvægi þess að setja sér markmið til að finna lífshamingjuna. Markmið sem eru skýr, framkvæmanleg og tímasett er töfraformúlan.
Dæmi: Ég ætla að vega 85 kg þann 1. desember 2011.
Eitthvað þessu líkt hef ég reynt nokkrum sinnum og sannast sagna hefur gengið hörmulega. Það sem gerist í þessu er að 1. desember 2011 verður að 1. mars 2012 sem verður að 1. september 2012 og loks að 1. desember 2012 o.s.frv.
Það á sér stað einhvers konar frestun, maður hefur sig ekki í þetta eða maður endist ekki eftir góða byrjun ... þetta þekkja allir ...
Þá er sagt við mann: "Þetta má ekki vera skorpa ... þetta þarf að vera lífsstílsbreyting. Breyttu einu atriði í einu og láttu líða að minnsta kosti 3 - 4 vikur á milli." Þetta gengur í 4 vikur ... svo bætir maður við atriði nr. 2 ... það gengur í 2 vikur ... svo er allt búið ...
Af hverju? Af hverju hefur maður ekki þennan aga sem þarf til að koma sér t.d. í ásættanlegt líkamlegt form ... nú eða hætta að drekka kók?!
Svarið er einfalt ... það er tilgangurinn ...
Ójá ... það er tilgangurinn með markmiðinu sem ræður því hvort maður stendur við stóru orðin eða ekki.
Ég fattaði þetta þegar ég kom aftur til Svíþjóðar eftir síðustu Íslandsferð mína ... þann 13. apríl sl.
Áður en ég fór til Íslands var ég búinn að koma mér sæmilegt form vegna þess að ég var búinn að hreyfa mig reglubundið í 4 vikur þar á undan.
Þegar ég kom út 10 dögum síðar var ég flak ... ég gat varla hreyft mig. Ég var að drepast úr stirðleika og var kominn með slæma hásinarbólgu.
Bara á 10 dögum ... hugsaðu þér!!
Ástæðan?!? Ég hafði ekki hreyft mig rass*** meðan ég var á Íslandi og drukkið ótæpilega af kóki ...
Þegar ég byrjaði svo að hreyfa mig aftur ... þ.e. að mæta í ræktina fann ég hvernig stirðleikinn fór að víkja, sem og hásinarbólgan.
Þann 26. apríl drakk ég síðast Coca Cola.
Hlutirnir létu ekki á sér standa ... skrokkurinn á mér hefur stökkbreyst.
... og þarna var tilgangurinn kominn ...
Að mæta í ræktina 4 - 5x í viku er ekkert mál ...
Að hafa ekki drukkið kók í næstum 4 vikur og ekki einu sinni langað í þennan dásamlega drykk ...
... er gert með brosi á vör og án allrar fyrirhafnar.
Bara vegna þess að tilgangurinn er skýr ... einfaldlega að líða betur ...
Engar pælingar um aukakíló eða sixpakk ... engar vangaveltur um ofgnótt af sykri og sýru eða tannskemmdir ...
Ég fer í ræktina og drekk ekki kók einfaldlega til að líða betur ...
Svo les ég bókina hans Guðna ... og búmm ... hann leggur áherslu á að hafa tilgang markmiða skýran og ekki síður hafa tilgang markmiða þannig að hann fóðri ekki skortdýrið í manni.
Fóðra skortdýrið?
Jú ... sem dæmi ... líkamsræktarmarkmið sem snúast ekki um neitt annað en að fá sixpakk eða tálga af sér 10 kg til að líta betur út á sundskýlunni snúast um að þjóna utanaðkomandi þáttum ... það er verið að falast eftir aðdáun annarra, líta vel út í augum annarra ...
Ef maður verður var við aðdáunina þá líður skortdýrinu vel í smástund, svo fellur allt í sama mótið aftur og skortdýrið krefst þess að meira sé gert ... stærra sixpakk og fleiri kíló af ... ef það tekst ekki þá er maður agalaus aumingi og ræfill ...
Ef maður verður ekki var við aðdáunina þá lætur skortdýrið mann vita rækilega af því að maður sé enn alltof feitur og asnalegur ... og sennilega muni maður aldrei fá sixpakk af því maður er agalaus aumingi og ræfill.
Með öðrum orðum ... lífshamingja sem byggist á skoðunum annarra er engin lífshamingja ... og tilgangur sem byggist á að hljóta aðdáun og dáð í augum annarra er enginn tilgangur ...
Tilgangurinn verður að vera innihaldsríkur og uppbyggilegur fyrir mann sjálfan til að virka ... þá mun maður ná markmiðum sínum fyrr en mann grunar :) .
Nóg í bili ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2011 | 22:00
Miðvikudagur 18. maí 2011 - Að stjórna aðgerðum á vettvangi
Þá er nú enn einn blessaður dagurinn að kveldi kominn.
Nú er ég kominn á fullt skrið í að skrifa rannsóknargrein nr. 2 fyrir doktorsverkefnið mitt. Vona að ég geti skilað henni inn til einhvers vísindatímarits fljótlega ... reyndar veltur það dálítið á leiðbeinandanum mínum ... þ.e.a.s. hvenær hann hefur tíma.
Það ætti þó að verða fljótlega.
---
Vinnan hérna heima fyrir er ærin ... það er enn verið að fínpússa handtökin ...
Lauga skrapp t.d. að ná í Gudduna í dag í leikskólann og kom við í búðinni í leiðinni. Þá var hún nýbúin að fóðra Tana H og leggja hann. En viti menn, hún var varla farin út úr dyrunum þegar Tani H vaknaði í öllu sínu veldi ...
... og gólaði eins og stunginn grís í 40 mínútur ... gjörsamlega óviðráðanlegur sökum hungurs ...
... við skulum segja að ég hafi vel fundið fyrir taugunum í skrokknum á mér síðustu 15 mínúturnar.
Ný aðferðarfræði var innleidd um leið og Lauga kom heim til að koma í veg fyrir að þessi sirkus endurtaki sig.
En þetta var góð æfing fyrir mig ... í því að halda mér rólegum ... ;)
---
Eins og kom fram í færslu gærdagsins er Guddan tekin að leggja línurnar fyrir bróður sinn. En ekki nóg með það ... hún stjórnar einnig oft aðgerðum á vettvangi.
Í morgun þurfti að skipta um bleyju.
Guðrún tók málið í sínar hendur og stökk fram úr rúminu að ná í bleyju. Rétti móður sinni bleyjuna. Hljóp svo að kommóðunni og dró út tuskuskúffuna. Greip eina.
Þá hugðist móðirin standa upp til að fara að bleyta tuskuna ... en sei, sei, nei.
Stopp!! Stopp!! Sittu!!!" sagði GHPL mjög ákveðið. Því næst leit hún á litla bróður sinn og sagði undurljúft: Bíddu litla barn ... ekki fara ... Gí koma aftur!!" Svo leit hún á mig og sagði "Kom!! Bleyta tusku!!"
Ég var teymdur fram að eldhúsvaskinum þar sem bleytt var upp í tuskunni. GHPL tók tuskuna og hljóp með hana inn til móður sinnar. Kom til baka með notuðu beyjuna í hendinni og hendi henni í ruslið.
Þetta myndi ég kalla virka þátttöku!!
Ég verð bara að segja það að ég er ákaflega montinn af dóttur minni :) .
Við Lauga vorum í kvöld að rifja upp þegar Guddan var á svipuðum aldri og Tani H er núna ... réttara sagt ... Lauga var að rifja upp uppeldis-taktíkina mína frá GHPL var á svipuðum aldri ...
Óhætt er að segja að afstaða mín til uppeldismála hafi tekið stórkostlegum stakkaskiptum. Jafnvel svo að ég kannast ekki við að hafa nokkurn tímann sagt sumt af því sem Lauga fullyrðir að ég hafi lagt áherslu á ... sumt af því er hreinlega út í hött!!
En þessi færsla sýnir að ég var ekki alltaf afslappaður þegar Syd var að stíga sín fyrstu skref ;) .
Ég er 1.000.000 sinnum rólegri núna :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2011 | 20:54
Þriðjudagur 17. maí 2011 - Gerður afturreka með brandara
Tani H hefur ekki verið neitt sérstaklega brattur síðustu tvo daga ... þannig að aðeins hefur reynt á taugarnar ...
... sem er góð æfing ...
---
Annars fór dagurinn meira og minna í útréttingar ... úr einni stofnuninni fyrir í aðra.
Þessu öfluga velferðarkerfi hér í Svíþjóð getur nefnilega stundum fylgt talsverð mikil pappírsvinna og skil á ýmsum gögnum og upplýsingum.
---
Það er svolítið athyglisvert að segja frá því að eftir að stubbur fæddist, þá hafa viðhorf mín til Guddunnar breyst mjög mikið.
Mér finnst hún einhvern veginn miklu merkilegri núna. Það sem ég á við með því að er að mér finnst hennar persóna og karakter einhvern veginn miklu merkilegri en áður.
Maður sér svart á hvítu hvað hún er búin að þroskast mikið og læra mikið á þessum tæpum þremur árum ...
... t.d. fannst mér það algjör brandari áður en stubbur fæddist að hugsa til þess að þessi litla dóttir mín væri að verða stóra systir. En nú má ég eta það ofan í mig ... því hún sýnir það svo sannarlega í verki að hún er stóra systir.
Hún leggur bróðurnum línurnar ... t.d. með því að segja honum skýrt og skilmerkilega að hann verði að bíða á skiptiborðinu meðan hún fari að ná í tusku til að þrífa ... "é kem aftur" ...
Í kvöld reyndi hún að hugga stubb ... "uss suss suss ... ekki gráta meira, ekki gráta meira" og klappaði honum á kollinn.
Óhætt er að segja það að þessi 3ja ára stelpa er algjörlega búin að reka brandarana mína þvert ofan í mig ...
---
Ég held bara að ég slái botninn hér í ... ætla að fara snemma að sofa, svo ég sé betur í stakk búinn að takast á við áskoranir morgundagsins ... já og mögulega áskoranir næturinnar ;) .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2011 | 23:07
Sunnudagur 15. maí 2011 - Guddan og Tani H.
Guðrún hefur átt feykimörg góð komment á síðustu dögum.
Því miður hefur maður ekki verið nægjanlega duglegur að punkta þau hjá sér ... frekar treyst á "ofurminnið" sem iðulega bregst.
---
Eftirfarandi "serimónía" átti sér þó stað í dag.
Lauga við mömmu sína gegnum Skype: "Já, já ... litli stubbur hann er voðalega hissa á þessu öllu."
GHPL: "Ha ... pissa?!?! Litla barnið pissa!!" Stendur upp og hleypur fram á klósett og nær í koppinn sinn.
Lauga: "Nei, nei Guðrún mín ... litli bróðir er hissa."
GHPL rogast með koppinn inn í stofuna og bendir á koppinn: "Litla barnið pissa."
Lauga: "Jæja þá." Þykist láta stubba pissa í koppinn.
GHPL: "Fara og sturta í klósettið." Tekur koppinn upp, fer inn á klósett með hann og "hellir" úr. Þvær sér svo um hendurnar og kemur sigri hrósandi fram.
GHPL á góðri stund ... sofandi með fæturna ofan í dótakassanum ...
Svo er dóttirin farin að sýna "attitjúd" sem enginn veit hvaðan er sprottið.
"Guðrún, viltu ekki fara í skóna þína?"
"Aldrei!!"
"Guðrún, nú skaltu koma að borða."
"Aldrei!!"
Svo er hún farin að mixa sænsku og íslensku hressilega saman.
"Mamma, mamma ... vänta (bíddu) ... ég kemur!!"
"Gí också (líka) fá ís!!"
"Hvar er kapsinn (derhúfan)??"
"Komm hit (komdu hingað) strax!!"
En aðrir hlutir breytast lítið ... eins og "musur" (rúsínur).
Í morgun eftir að ég hafði hjálpað henni við að koma hafragrautnum á réttan stað ... þ.e. ofan í hana, þá tók ég til við að borða minn graut.
"Gí hjálpa borða ... "
Og það varð úr ...
---
Guðrún er alveg afskaplega góð við litla bróður sinn. Vill endilega klappa honum og strjúka sem oftast. Það alskemmtilegasta er þó að fá að halda á honum.
Stubbur tekur þessu vel í flestum tilfellum.
Annars er hann í miklu "stuði" þessa dagana og er alveg eins og engill. Þetta gengur allt saman alveg lygilega vel ...
Við fórum í gær í fyrsta alvöru göngutúrinn með stubb og GHPL ... skruppum í IKEA að kaupa nokkra hluti ...
Það má til gamans nefna það að við fórum með Gudduna í fyrsta alvöru göngutúrinn þegar hún var deginum eldri og stubbur er núna ... þ.e. 15 daga.
Sú gönguferð var þó talsvert lengri en sú sem farin var í gær ... eða um 12,5 km á móti 6,5 km í gær.
Svo skruppum við í góða gönguferð í dag.
Hér er GHPL að æfa sig í að ganga afturábak
Nestispása ... "undir brúnni" eins og sumir orðuðu það ...
Hér er annar áningarstaður ... stubbur svangur ...
Þessi mynd óneitanlega minnir á aðra sem tekin var úti í Sydney fyrir tæpum þremur árum ... meira að segja sama bleika teppið í lykilhlutverki ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)